Opel Corsavan Finnur Thorlacius skrifar 20. janúar 2015 10:04 Opel Corsavan. Sá bíll sem nú er nýjastur í flota Opel verður einnig í boði sem agnarsmá sendibíll, en Opel kynnti þennan bíl um síðustu helgi á bílasýningu í Brussel. Þessi bíll er ekki eini smái fólksbíllinn sem í boði er sem sendibíll því Ford Fiesta má einnig fá í samskonar útfærslu. Flestir sendibílar eru bílar af stærri gerðinni en bæði Opel og Ford telja þörf fyrir slíka bíla sem eyða litlu og krefjast ekki mikils farangursrýmis. Engin afturrúða er í Opel Corsavan, sem eðlilegt má teljast fyrir sendibíl og að sjálfsögðu eru ekki aftursæti í bílnum heldur er rýmið ætlað eingöngu fyrir farangur. Gólfið afturí er flatt en afturrýmið er búið allskonar festingum, krókum og netum svo farangurinn hafi hægt um sig á ferð um göturnar. Þar er einnig myndarleg gúmmímotta til að draga úr hávaða frá frangrinum. Flutningsgeta bílsins er 570 kíló svo fyrir vikið má hlaða bílinn myndarlega þrátt fyrir hve smár hann er. Ef til vill er þarna kominn afar hentugur og eyðslugrannur sendibíll til smærri verka sem hentar stórum hópi kaupenda.Ágætt flutningsrými í smáum sendibíl. Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent
Sá bíll sem nú er nýjastur í flota Opel verður einnig í boði sem agnarsmá sendibíll, en Opel kynnti þennan bíl um síðustu helgi á bílasýningu í Brussel. Þessi bíll er ekki eini smái fólksbíllinn sem í boði er sem sendibíll því Ford Fiesta má einnig fá í samskonar útfærslu. Flestir sendibílar eru bílar af stærri gerðinni en bæði Opel og Ford telja þörf fyrir slíka bíla sem eyða litlu og krefjast ekki mikils farangursrýmis. Engin afturrúða er í Opel Corsavan, sem eðlilegt má teljast fyrir sendibíl og að sjálfsögðu eru ekki aftursæti í bílnum heldur er rýmið ætlað eingöngu fyrir farangur. Gólfið afturí er flatt en afturrýmið er búið allskonar festingum, krókum og netum svo farangurinn hafi hægt um sig á ferð um göturnar. Þar er einnig myndarleg gúmmímotta til að draga úr hávaða frá frangrinum. Flutningsgeta bílsins er 570 kíló svo fyrir vikið má hlaða bílinn myndarlega þrátt fyrir hve smár hann er. Ef til vill er þarna kominn afar hentugur og eyðslugrannur sendibíll til smærri verka sem hentar stórum hópi kaupenda.Ágætt flutningsrými í smáum sendibíl.
Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent