Lífið

Sverrir Guðnason heillar Svía með söng og loftfimleikum

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Sverrir var flottur á verðlaunahátíðinni.
Sverrir var flottur á verðlaunahátíðinni.
Leikarinn Sverrir Guðnason heillaði Svía þegar hann steig á svið á sænsku kvikmyndahátíðinni þar sem verðlaunin Gullbaggen voru veitt.

Eins og áður hefur verið sagt frá var Sverrir valinn besti leikari í aðalhlutverki á hátíðinni, fyrir leik sinn í kvikmyndinni Flugparken, sem fjallar um fyrrverandi hokkíleikara sem þarf að takast á við dauða besta vinar síns.

Sverrir var einnig tilnefndur á hátíðinni í flokki aukaleikara fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Gentlemen.

Þetta er í annað sinn sem Sverrir er verðlaunaður á Guldbaggen-hátíðinni en í fyrra var hann valinn besti leikari í aukahlutverki fyrir leik sinn í stórmyndinni Monica Z.

Eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi steig Sverrir á stokk og heillaði áhorfendur með mögnuðu atriði.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.