Ertu búin að bíða í ofvæni eftir þessari uppskrift úr Eldhúsinu hans Eyþórs? Hér er hún komin.
5 krydda gulrótarka ka kanill lime rjómaostakremi
Kaka
2 egg
130 gr sykur
120 gr olía
1/2 tsk vanilludropar
Fínt rifinn börkur af 1 appelsínu
120 gr hveiti
½ tsk lyftiduft
1 tsk matarsódi
1 tsk allrahanda krydd
½ tsk salt
225 gr rifnar, afhýddar gulrætur
50 gr, skornar valhnetur
1stk lime
Hitið ofninn í 170 gráður. Setjið eggin í hrærivél og þeyttið með sykrinum þar til létt og ljóst. Bætið olíunni saman við í mjórri bunu og þar á eftir vanilludropunum. Blandið appelsínuberki, hveiti, lyftidufti, matarsóda, allrahanda og salti saman við eggin og sykurinn. Blandið varlega saman með sleikju. Bætið að lokum gulrótunum og valhnetunum saman við.
Hellið í smurt eldfast mót sem er dustað með smá hveiti og bakið í 20-25 mín
Kælið og fjarlægið úr forminu.
Krem
250 gr mascarapone ostur
6 msk flórsykur
1 sítróna (bara börkurinn)
1 tsk kanill
1 cayanne á hnífsoddi
2 msk smjör við stofuhita
Þeytið saman sykur og mascarapone ostinn þar til hann er mjúkur. Bætið kryddinu og sítrónuberkinum út í og þeytið í ca 1 mín. Bætið að lokum smjörinu við og þeytið saman í 1 mín í viðbót.