Lífið

Söng sem Andrés Önd en komst ekki áfram

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
„Ég er ofsótt,“ hljóðaði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir þegar Ögmundur Atli Karvelsson steig á svið. Skömmu áður hafði ungur ellefu ára drengur stigið á svið og talað eins og Andrés Önd við litla hrifningu menntamálaráðherrans fyrrverandi.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hann gerir tilraun til að komast áfram í Ísland Got Talent því í fyrra steig hann á svið klæddur Andrésar andar búning. Þá uppskar hann þrjú nei og eitt já frá Bubba sem skipti um skoðun.

Uppskeran í þetta skiptið var einnig rýr en Ögmundur söng lag úr Frozen myndinni með rödd Drésa. Viðbrögð dómarana voru jákvæðari en í fyrra en ekki nógu góð til að komast áfram.

Myndband af frammistöðunni má sjá hér að ofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.