Lífið

Jóhann fer tómhentur heim af BAFTA

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Jóhann fékk Golden Globe verðlaun fyrir sömu tónlist og hann var tilnefndur fyrir í kvöld.
Jóhann fékk Golden Globe verðlaun fyrir sömu tónlist og hann var tilnefndur fyrir í kvöld. Vísir/Getty Images
Jóhann Jóhannsson tónlistarmaður fer tómhentur heim af BAFTA-verðlaunahátíðinni sem nú fer fram í London. Hann var tilnefndur fyrir tónlistina sem hann samdi fyrir kvikmyndina The Theory of Everything. Verðlaunin fékk Alexandre Desplat fyrir tónlistina í The Grand Budapest Hotel.

Verðlaunaafhendingin stendur nú yfir en tilkynning um sigurvegara í hinum ýmsu flokkum streyma nú inn á Twitter-síðu verðlaunahátíðarinnar. Fylgjast má með Twitter-straumnum hér fyrir neðan.  

Þetta er þó langt í frá síðasta tækifæri Jóhanns til að vinna verðlaun fyrir tónlistina í myndinni en hann er tilnefndur til Óskarsverðlaunanna, fimmtur Íslendinga. Sú verðlaunahátíð fer fram 22. febrúar næstkomandi. 

Uppfært klukkan 20.06





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.