Leikjavísir

Lífið er sannarlega undarlegt

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
Söguhetjan Max, 18 ára.
Söguhetjan Max, 18 ára. VÍSIR/DONTNOD
Unglingsárin geta verið svo skelfilega vandræðaleg. "Af hverju sagði ég þetta? Ég gæfi allt til að snúa við tímanum." Þessi síðasta setning er grunnhugmynd Life Is Strange frá framleiðandanum Dontnod.

Söguhetjan er Max, 18 ára. Vandræðaleg, listrænt þenkjandi hipster í nýjum skóla. Blessunarlega uppgötvar Max að hún getur stjórnað tíma og rúmi. Max (og spilarinn) hefur vald til að endurupplifa samtöl og atburði.



Life Is Strange er framhaldssaga. Í fyrsta kafla kynnumst við Max og hæfileikum hennar. Öðrum og mikilvægari spurningum verður vonandi svarað seinna. Þetta er byltingarkennd spilun. Spilaranum er hægt ýtt í átt að úrlausn en svigrúm er til staðar til að kynnast Max, kvíða hennar, fortíð og markmiðum. Sagan er áhugaverð og með tímaflakkinu eru möguleikarnir óendanlegir.

Ég er því hættur að drepa geimverur og slátra hryðjuverkamönnum. Snobbhænan Victoria (þessi með ríku foreldrana) og Versace-klædda gengið hennar eru erkióvinir mínar núna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Viðburðir

Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.