Lífið

Staða Bobbi Kristina óljós

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Bobbi Kristina var dóttir Whitney Houston.
Bobbi Kristina var dóttir Whitney Houston. Vísir/afp
Fjölmiðlar ytra hafa fullyrt í dag að öndunarvélin sem Bobbi Kristina var í hefur verið tekin úr sambandi. Lögmaður fjölskyldunnar hefur gefið út yfirlýsingu um að það sé ekki rétt. Bobbi Kristina, sem var dóttir Whitney Houston og Bobbi Brown, fannst meðvitundarlaus í baðkari á sunnudaginn.

Bobby Brown, pabbi hennar, er staddur í Emory University Hospital í Atlanta með vinum sínum og ættingum. Hann á afmæli í dag.

Daily Mail heldur því fram að öndunarvélin hafi verið tekin úr sambandi, en CBS News hafa eftir lögmanni fjölskyldunnar að það sé ekki rétt. Á vef People er því hins vegar haldið fram að fjölskyldan hafi heyrt frá læknum í gær, að ekkert væri hægt að gera fyrir hana. Á vefnum TMZ segir að faðir hennar muni taka ákvörðun um framhaldið en ætli að bíða með það fram yfir helgina.

Whitney Houston lést í febrúar fyrir þremur árum eftir að hafa tekið inn of stóran skammt af eiturlyfjum.

Þessi frétt var uppfærð með tilliti til tilkynningar lögmanns fjölskyldu Bobbi Kristina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.