Emmsjé Gauti um Reykjavíkurdætur: „Þetta er eins og barnaafmæli þar sem öllum bekknum er boðið“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 2. febrúar 2015 16:39 Emmsjé Gauti opnaði á umræðuna um helgina. Rapparinn Emmsjé Gauti hristi heldur betur upp í hlutunum með tísti um helgina, sem vakti gríðarmikla athygli á Twitter. Hann sagði að Reykjavíkurdætur væru „feit pæling sem gengi ekki upp.“ Kolfinna Nikulásdóttir, einnig þekkt sem Kylfan, tók þessu tísti ekki vel og skaut föstum skotum tilbaka á Gauta. Vísir fer ofan í saumana á málinu. Fyrst er líklega rétt að byrja á tístinu sem er upphafið af öllu:Þetta er ekki spurning um kyn. Rapp er rapp. RVK dætur var feit pæling sem gekk ekki upp. Vond tónlist er vond tónlist. — Emmsjé Gauti (@emmsjegauti) January 31, 2015 Tístið hefur vakið mikla athygli. Margir hafa endurbirt það og margir smellt á „favorite-takkann“ við færsluna. Ýmsir hafa tekið undir með Gauta, bæði á Twitter og annarsstaðar:@emmsjegauti Þorir þegar aðrir þegja. #takk — Hinrik (@hinnhinni) January 31, 2015@emmsjegauti#realtalk — Máni Steinn Ómarsson (@ManiSteinnO) January 31, 2015@emmsjegauti þetta er svo alltof satt. — Össur DeLonge (@JODYEIIIDELONGE) January 31, 2015@emmsjegauti ég hélt það mætti ekki segja þetta? — Katrín Atladóttir (@katrinat) January 31, 2015Þrjár til fjórar virkilega góðar „Sko, það er ekki spurning að það þurfti að fá stelpur inn í rappið og fá meiri breidd í senuna. Og það var yndislegt að sjá sveitina þegar hún kom fyrst fram. En sveitin hefur ekki staðið undir væntingum,“ segir Gauti Þeyr Másson og útskýrir mál sitt nánar: „Ég hef sagt þeim það persónulega að þrjár til fjórar þeirra eru mjög góðar. En aðrar eru ekki góðar. Það er bara þannig. Og það er ekki hægt að búast við öðru ef allir sem vilja fá að vera með. Þetta er eins og barnaafmæli þar sem öllum í bekknum er boðið. Auðvitað verður þetta ekki allt gott.“ „Ég vil samt árétta að ég er að ekki að „starta beefi“. Ég er einfaldlega að segja mína skoðun undir nafni. Ég hef ekkert á móti góðu hópefli, en þetta er bara ekki góð tónlist.“ Hann segir að reynslan spili líka inn í málið, en sveitin var stofnuð í ágúst 2013 og fyrsta lag sveitarinnar kom út opinberlega haustið 2013. „Þær eru búnar að rappa í um eitt og hálft ár. Ég get ekkert ætlast til þess að labba inn á æfingu hjá Keilufélagi Reykjavíkur og náð fellu í fyrstu tilraun.“Íhuga að gera „disslag“Reykjavíkur dætur íhuga nú að gera svokallað „disslag“ til að svara Gauta. Reyndar vill blaðamaður biðjast afsökunar á því að nota orðið „disslag“ og óskar eftir ábendingum um orð sem er meira móðins. „Það sem ég hef um um elsku Gauta er að ég held að hann sé drifinn af ótta og minnimáttarkennd,“ segir Kolfinna Nikulásdóttir og skýtur föstum skotum: „Ég held að þetta sé útaf því að við erum svo hárprúð hljómsveit, hvert fór eiginlega hárið á Gauta?“Getum við búist við svari frá Reykjavíkurdætrum, ætlið þið að gera lag um Gauta? „Við ætlum að skoða það bara. Við ætlum að leggjast undir feld. Fólk verður bara að fylgjast vel með.“En hvað finnst þér um viðbrögðin við tístinu? Nú eru margir sem hafa „retweetað“ þetta og ýtt á „Favorite-takkann“. „Já, það er bara allt gert í kaldhæðni.“ Kolfinna segir skoðanir og viðhorf Gauta einkennast af þröngsýni.„Hvað er hann gamall? Fertugur? Nei, grínlaust það er skrýtið að vera orðinn remba svona ungur,“ segir hún um hinn 24 ára gamla rappara. Kolfinna er ekki hrifin af tónlistinni hans Gauta. „Hefur þú séð nýja myndbandið hans? Eða ég veit ekki hvort það geti kallast myndband. Þetta er einhverskonar viðleitni til þess að taka þátt í einhverju sem gæti kallast tónlist.“Tabú að gagnrýna Reykjavíkurdætur Emmsjé Gauti segir að viðbrögðin við tístinu hans sýna að margir eru honum sammála. „Okkur langar öll að hafa góðar rappstelpur. Sem geri góð lög. Og þess vegna þorir enginn að segja neitt um Reykjavíkurdætur. Það hefur verið tabú að gagnrýna þær. Stundum er erfitt að heyra sannleikann en svona er þetta.“ Hann kryfur þetta nánar. „Þeir frábæru eiginleikar sem eru svo sannarlega til staðar hjá sumum meðlimum sveitarinnar fá ekki að njóta sín og kafna hreinlega undir pressu frá þeim sem hljóma alls ekki nógu vel á upptöku.“ Gauti segist alls ekki hafa neitt persónulega á móti Reykjavíkudætrum. „Nei, alls ekki. Ég lít á margar þeirra sem vinkonur mínar. Það er á teikniborðinu að skoða að gera tónlist með einhverjum þeirra og ég er að fara að spila á tónleikum á þeirra vegum í næsta mánuði. Þannig að þetta er ekkert persónulegt." Gauti gagnrýnir þær líka fyrir að setja sig í ákveðnar stellingar þegar það kemur að rappinu. „Þegar ég kem fram þá er ég bara ég. En þegar þær rappa er eins og þær setji derhúfuna á ská og setji á sig gullkeðjur. Eins og þær fari í einhvern rapp-búning, spila inn á steríótýpuna af rappi. Reyndar eru nokkrar af þeim í leiklist svo það er aldrei að vita hvort þetta sé bara einn stór gjörningur eftir allt saman.“ Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fleiri fréttir Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Sjá meira
Rapparinn Emmsjé Gauti hristi heldur betur upp í hlutunum með tísti um helgina, sem vakti gríðarmikla athygli á Twitter. Hann sagði að Reykjavíkurdætur væru „feit pæling sem gengi ekki upp.“ Kolfinna Nikulásdóttir, einnig þekkt sem Kylfan, tók þessu tísti ekki vel og skaut föstum skotum tilbaka á Gauta. Vísir fer ofan í saumana á málinu. Fyrst er líklega rétt að byrja á tístinu sem er upphafið af öllu:Þetta er ekki spurning um kyn. Rapp er rapp. RVK dætur var feit pæling sem gekk ekki upp. Vond tónlist er vond tónlist. — Emmsjé Gauti (@emmsjegauti) January 31, 2015 Tístið hefur vakið mikla athygli. Margir hafa endurbirt það og margir smellt á „favorite-takkann“ við færsluna. Ýmsir hafa tekið undir með Gauta, bæði á Twitter og annarsstaðar:@emmsjegauti Þorir þegar aðrir þegja. #takk — Hinrik (@hinnhinni) January 31, 2015@emmsjegauti#realtalk — Máni Steinn Ómarsson (@ManiSteinnO) January 31, 2015@emmsjegauti þetta er svo alltof satt. — Össur DeLonge (@JODYEIIIDELONGE) January 31, 2015@emmsjegauti ég hélt það mætti ekki segja þetta? — Katrín Atladóttir (@katrinat) January 31, 2015Þrjár til fjórar virkilega góðar „Sko, það er ekki spurning að það þurfti að fá stelpur inn í rappið og fá meiri breidd í senuna. Og það var yndislegt að sjá sveitina þegar hún kom fyrst fram. En sveitin hefur ekki staðið undir væntingum,“ segir Gauti Þeyr Másson og útskýrir mál sitt nánar: „Ég hef sagt þeim það persónulega að þrjár til fjórar þeirra eru mjög góðar. En aðrar eru ekki góðar. Það er bara þannig. Og það er ekki hægt að búast við öðru ef allir sem vilja fá að vera með. Þetta er eins og barnaafmæli þar sem öllum í bekknum er boðið. Auðvitað verður þetta ekki allt gott.“ „Ég vil samt árétta að ég er að ekki að „starta beefi“. Ég er einfaldlega að segja mína skoðun undir nafni. Ég hef ekkert á móti góðu hópefli, en þetta er bara ekki góð tónlist.“ Hann segir að reynslan spili líka inn í málið, en sveitin var stofnuð í ágúst 2013 og fyrsta lag sveitarinnar kom út opinberlega haustið 2013. „Þær eru búnar að rappa í um eitt og hálft ár. Ég get ekkert ætlast til þess að labba inn á æfingu hjá Keilufélagi Reykjavíkur og náð fellu í fyrstu tilraun.“Íhuga að gera „disslag“Reykjavíkur dætur íhuga nú að gera svokallað „disslag“ til að svara Gauta. Reyndar vill blaðamaður biðjast afsökunar á því að nota orðið „disslag“ og óskar eftir ábendingum um orð sem er meira móðins. „Það sem ég hef um um elsku Gauta er að ég held að hann sé drifinn af ótta og minnimáttarkennd,“ segir Kolfinna Nikulásdóttir og skýtur föstum skotum: „Ég held að þetta sé útaf því að við erum svo hárprúð hljómsveit, hvert fór eiginlega hárið á Gauta?“Getum við búist við svari frá Reykjavíkurdætrum, ætlið þið að gera lag um Gauta? „Við ætlum að skoða það bara. Við ætlum að leggjast undir feld. Fólk verður bara að fylgjast vel með.“En hvað finnst þér um viðbrögðin við tístinu? Nú eru margir sem hafa „retweetað“ þetta og ýtt á „Favorite-takkann“. „Já, það er bara allt gert í kaldhæðni.“ Kolfinna segir skoðanir og viðhorf Gauta einkennast af þröngsýni.„Hvað er hann gamall? Fertugur? Nei, grínlaust það er skrýtið að vera orðinn remba svona ungur,“ segir hún um hinn 24 ára gamla rappara. Kolfinna er ekki hrifin af tónlistinni hans Gauta. „Hefur þú séð nýja myndbandið hans? Eða ég veit ekki hvort það geti kallast myndband. Þetta er einhverskonar viðleitni til þess að taka þátt í einhverju sem gæti kallast tónlist.“Tabú að gagnrýna Reykjavíkurdætur Emmsjé Gauti segir að viðbrögðin við tístinu hans sýna að margir eru honum sammála. „Okkur langar öll að hafa góðar rappstelpur. Sem geri góð lög. Og þess vegna þorir enginn að segja neitt um Reykjavíkurdætur. Það hefur verið tabú að gagnrýna þær. Stundum er erfitt að heyra sannleikann en svona er þetta.“ Hann kryfur þetta nánar. „Þeir frábæru eiginleikar sem eru svo sannarlega til staðar hjá sumum meðlimum sveitarinnar fá ekki að njóta sín og kafna hreinlega undir pressu frá þeim sem hljóma alls ekki nógu vel á upptöku.“ Gauti segist alls ekki hafa neitt persónulega á móti Reykjavíkudætrum. „Nei, alls ekki. Ég lít á margar þeirra sem vinkonur mínar. Það er á teikniborðinu að skoða að gera tónlist með einhverjum þeirra og ég er að fara að spila á tónleikum á þeirra vegum í næsta mánuði. Þannig að þetta er ekkert persónulegt." Gauti gagnrýnir þær líka fyrir að setja sig í ákveðnar stellingar þegar það kemur að rappinu. „Þegar ég kem fram þá er ég bara ég. En þegar þær rappa er eins og þær setji derhúfuna á ská og setji á sig gullkeðjur. Eins og þær fari í einhvern rapp-búning, spila inn á steríótýpuna af rappi. Reyndar eru nokkrar af þeim í leiklist svo það er aldrei að vita hvort þetta sé bara einn stór gjörningur eftir allt saman.“
Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fleiri fréttir Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Sjá meira