Lífið

Antonio Banderas hoppar á Keflavíkurflugvelli

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Hjartaknúsarinn í loftköstum.
Hjartaknúsarinn í loftköstum.
Spænski leikarinn, leikstjórinn og hjartaknúsarinn Antonio Banderas virðist hafa gaman af því að hoppa í snjó ef marka má myndband sem hann birti af sér á Keflavíkurflugvelli í gær.

„Frozen greetings from Iceland. Care to join me?“ eru skilaboðin sem Banderas sendir til vina og aðdáenda á Facebook og hafa á fjórða þúsund manns líkað við myndbandið og fleiri hundruð svarað kveðjunni eða deilt henni.

Fram kemur á vef Víkurfrétta að Banderas virðist staddur við húsnæði Suðurflugs á Keflavíkurflugvelli þar sem einkaþotur hafi gjarnan viðkomu til að taka eldsneytis á leið sinni yfir Atlantshafið.

Banderas er þekktastur fyrir leik sinn í myndum á borð við Philadelphia, The Mask of Zorro, Interview with the Vampire, Evita, Desperado og Spy Kids. Hann var kvæntur leikkonunni Melanie Griffith í átján ár en þau skildu í fyrra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.