Lífið

Friðrik Dór var efstur eftir fyrri umferð

Birgir Olgeirsson skrifar
Friðrik Dór í Söngvakeppni Sjónvarpsins
Friðrik Dór í Söngvakeppni Sjónvarpsins Vísir/Andri
Lagið Once Again með Friðriki Dór var í 1. sæti eftir niðurstöðu dómnefndar og símakosningu áhorfenda í söngvakeppni Sjónvarpsins . Samkvæmt tilkynningu frá Ríkisútvarpinu fékk Friðrik Dór 21.834 atkvæði úr símakosningu, eða 25,6 prósent greiddra atkvæða, og fékk tólf stig frá dómnefndinni.

Dómnefndin var ekki eins hrifin af laginu Unbroken sem María Ólafs flutti en lagið hafnaði í fjórða sæti hjá dómnefndinni og fékk fyrir það 7 stig. María var síðan í öðru sæti í fyrri símakosningunni með 21.437 atkvæði, eða 25,1 prósent greiddra atkvæða, og endaði því í öðru sæti með 17 stig og komst þar með í einvígið með Friðriki Dór þar sem hún hafði yfirburða sigur. Hún fékk 49 þúsund atkvæði frá áhorfendum eftir einvígið, eða 59,2 prósent greiddra atkvæða, en Friðrik Dór fékk 34.016 atkvæði, eða 40,8 prósent greiddra atkvæða, en alls voru greidd 83.353 atkvæði í einvíginu.

Úrslit Söngvakeppni Sjónvarpsins 2015. Hægt er að skoða úrslitin nánar með því að smella á þessa mynd.
RÚV birtir einnig niðurstöðu símakosninga í undankeppnum Söngvakeppninnar. Á fyrra kvöldinu, laugardaginn 31. janúar, voru greidd 28.566 atkvæði en þar varð Friðrik Dór efstur með 6.970 atkvæði:

1. Í síðasta skipti - Friðrik Dór  6.970 atkvæði

2. Í kvöld - Elín Sif  6.857 atkvæði

3. Piltur og stúlka Björn & félagar 6.616 atkvæði

4. Myrkrið hljótt - Erna Hrönn  2.958 atkvæði

5. Þú leitar líka að mér - Hinemoa 2.738 atkvæði

6. Augnablik - Stefanía Svavarsdóttir 2.427

Seinna undankvöldið fór fram 7. febrúar en þar voru greidd 22.066 atkvæði og varð María Ólafsdóttir efst það kvöld með lagið Lítil skref.

1. Lítil skref - María Ólafsdóttir 6.428 atkvæði

2. Fyrir alla - Cadem  4.953 atkvæði

3. Fjaðrir - Sunday 3.185 atkvæði

4. Milljón augnablik Haukur Heiðar 2.899 atkvæði

5. Brotið gler - Bjarni Lárus Hall 2.351 atkvæði

6. Aldrei of seint - Regína Ósk 2.190 atkvæði


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×