Eldri bílar bannaðir í París Finnur Thorlacius skrifar 16. febrúar 2015 09:30 Samkvæmt nýju reglugerðinni varði bílar eins og þessir ekki leyfðir á götum Parísar. Borgaryfirvöld í París hyggjast banna akstur bíla eldri en af árgerð 1996, vöruflutningabíla eldri en frá 1997 og rútur eldri en frá 2001. Þessar reglur taka væntanlega gildi frá og með næsta sumri. Í áætlunum borgaryfirvalda kveður líka á um að árið 2020 verði bílar eldri en af árgerð 2011 bannaðir í akstri um borgina. Borgarstjóri Parísar, Anne Hidalgo, styður þessa tillögu en hún hefur einnig stutt tillögu þess efnis að hámarkshraði í borginni verði aðeins 30 km/klst. Þessar tillögur í París bætast nú ofan á fyrirhugað bann við dísilbílum og áætlanir franskra yfirvalda að útrýma þeim úr franskri umferð og fjárstuðning yfirvalda við bílkaupendur þá sem skipta eldri dísilbílum út fyrir bensínbíla og rafmagnsbíla. Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent
Borgaryfirvöld í París hyggjast banna akstur bíla eldri en af árgerð 1996, vöruflutningabíla eldri en frá 1997 og rútur eldri en frá 2001. Þessar reglur taka væntanlega gildi frá og með næsta sumri. Í áætlunum borgaryfirvalda kveður líka á um að árið 2020 verði bílar eldri en af árgerð 2011 bannaðir í akstri um borgina. Borgarstjóri Parísar, Anne Hidalgo, styður þessa tillögu en hún hefur einnig stutt tillögu þess efnis að hámarkshraði í borginni verði aðeins 30 km/klst. Þessar tillögur í París bætast nú ofan á fyrirhugað bann við dísilbílum og áætlanir franskra yfirvalda að útrýma þeim úr franskri umferð og fjárstuðning yfirvalda við bílkaupendur þá sem skipta eldri dísilbílum út fyrir bensínbíla og rafmagnsbíla.
Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent