Skíðastökkvarar fara á kostum þessa dagana.
Í annað sinn á tveim dögum er búið að slá heimsmetið í skíðastökki.
Slóveninn Peter Prevc sló metið í gær er hann stökk 250 metra. Norðmaðurinn Anders Fannemel gerði enn betur í dag er hann stökk 251,5 metra.
„Aðstæður voru fullkomnar fyrir langt stökk. Ég náði stökki lífs míns," sagði Fannemel við lendingu.
Hann stökk aðeins 202 metra í lokastökki sínu í dag og hafnaði þar með í öðru sæti á HM. Frekar svekkjandi er menn hafa slegið heimsmet.
