Lífið

Diljá var stressuð en söng eins og engill

ingvar haraldsson skrifar
Bubbi sagði að flutningur hinnar 12 ára gömlu Diljá Pétursdóttur á laginu Brokenhearted hefði verið æðislegur.
Bubbi sagði að flutningur hinnar 12 ára gömlu Diljá Pétursdóttur á laginu Brokenhearted hefði verið æðislegur. vísir/andri marínó
Hin 12 ára gamla Diljá Pétursdóttir söng sig inn í hjörtu dómefndar Ísland got talent í þætti kvöldsins. Diljá tók þátt á síðasta ári en komst ekki áfram en nú söng hún lagið Brokenhearted í breyttri útgáfu.  

Bubbi sagði að flutningur Diljár hefði komið sér á óvart. „Mér fannst þú bókstaflega pínulítið undur. Mér finnst æðislegur tónn í röddinni þinni. Þetta kom mér svo mikið á óvart að ég trúi því varla sjálfur. Mér fannst þú, Diljá, æðisleg,“ sagði Bubbi.

Dómnefndin var sammála um að Diljá ætti að fara áfram því þau sögðu öll já.

Diljá sagðist var töluvert stressuð fyrir flutninginn en Auddi fékk hana til að draga djúpt andann og slaka á. Móðir Diljár virtist vera heldur stressaðri en dóttir sín.  Þegar Auddi spurði hana hvað hún myndi gera ef hún þyrfti að taka þátt í svona keppni sagði móðirin: „Detta niður dauð.“


Tengdar fréttir

Salurinn skaut Byssunni áfram

"Þetta er mesta múgæsing sem ég hef upplifað,“ sagði Jón Jónsson í Ísland um viðbrögð áhorfenda í Ísland got talent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.