Lífið

Einhverjir urðu varir við truflanir á útsendingu þegar María var á sviði

Birgir Olgeirsson skrifar
María Ólafsdóttir í úrslitum Söngvakeppni Sjónvarpsins.
María Ólafsdóttir í úrslitum Söngvakeppni Sjónvarpsins. Visir/Andri
Einhverjir áhorfendur Söngvakeppni Sjónvarpsins urðu varir við truflanir í útsendingu þegar María Ólafsdóttir flutti lagið Unbroken í Háskólabíói í kvöld. Ekki er vitað að svo stöddu hver var ástæða þessarar truflunar að sögn Heru Ólafsdóttur, verkefnastjóra Söngvakeppni Sjónvarpsins, en segir að ef bilunin var af völdum starfsmanna RÚV þá komi til skoðunar að láta endurflytja lagið.

„Ef það er eitthvað ákveðið sem við höfum klúðrað þá þurfum við að skoða það. Ef þetta er ekki sýnilega við sem sendum frá okkur vitlaust þá er erfitt að gera eitthvað í því. Við þurfum að skoða umfangið á þessu,“ sagði Hera við Vísi um málið. Ef bilunin var í dreifikerfinu er erfitt að gera eitthvað í því að hennar sögn.

Einhverjir muna kannski eftir því þegar ærslabelgurinn Jimmy Jump truflaði atriði Spánar í Eurovision árið 2010. Þar hljóp hann inn á sviðið og stillti sér upp með flytjendum frá Spáni. Svo fór að Spánn fékk að flytja lagið aftur vegna þessarar truflunar.


Tengdar fréttir

Frikka Dór spáð sigri í Eurovision

Friðriki Dór er nú spáð sigri í undankeppni Eurovision sem fram fer í Háskólabíó en fyrr í þessari viku var Birni Jörundi og félögum spáð efsta sætinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×