Lífið

Björn blikkaði áhorfendur í beinni

Björn Jörundur í Söngvakeppni Sjónvarpsins.
Björn Jörundur í Söngvakeppni Sjónvarpsins. Skjáskot af vef RUV.is
Nú hafa þrjú lög verið flutt í úrslitum Söngvakeppni Sjónvarpsins þegar þetta er ritað og ýmislegt komið í ljós. Til að mynda að söngkonurnar í CADEM, þær Emelie Schytz og Caroline Waldemarsson, skilja loksins texta lagsins sem þær flytja eftir að þær fengu að syngja lagið á ensku ásamt Daníel Óliver Sveinssyni.

Þá var Björn Jörundur Friðbjörnsson afar ánægður með flutning hans og félaganna á laginu Piltur og stúlka og sagðist aðspurður langa að fara með það í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision. „Ég er vínhneigður,“ svaraði Björn þegar hann var spurður í úrslitaþætti Söngvakeppninnar en hann gerði sér lítið fyrir og blikkaði auganu fimlega til áhorfenda á meðan hann var á sviði.


Tengdar fréttir

Söngvakeppnin brýtur eigin reglur

Nöfn dómnefndarmanna áttu að vera opinber viku fyrir úrslitin - Leynidómnefndin sem valdi lag í úrslitin fæst ekki opinberuð.

Frikka Dór spáð sigri í Eurovision

Friðriki Dór er nú spáð sigri í undankeppni Eurovision sem fram fer í Háskólabíó en fyrr í þessari viku var Birni Jörundi og félögum spáð efsta sætinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×