Bílar

Hvaða bílar falla minnst í verði?

Finnur Thorlacius skrifar
Range Rover er eini bíllinn í Bandaríkjunum sem hækkar í verði eftir eins árs eignarhald. Ólíklegt er að það sama eigi við hér á landi.
Range Rover er eini bíllinn í Bandaríkjunum sem hækkar í verði eftir eins árs eignarhald. Ólíklegt er að það sama eigi við hér á landi.
Um leið og nýjum bíl er ekið frá söluaðila hans lækkar hann í verði. Það er döpur staðreynd fyrir kaupendur, en við því er hinvegar hægt að bregðast með því að kaupa rétta bílinn. Í Bandaríkjunum hefur iSeeCars tekið saman lista yfir þá bíla sem lækka minnst í verði eftir eins ár eignarhald og þá bíla sem lækka mest.



Að meðaltali lækka bílar um 17% í verði eftir eins árs eignarhald. Forvitnilegt er að á listanum yfir þá bíla sem lækka minnst má finna bíl sem hækkar í verði um 3,3%, en það er Range Rover. Sá sem stendur sig næst best er Subaru Impreza sem lækkar aðeins um 3%. Annars er listinn yfir þá bestu svona og athygli vekur að af þeim 10 bestu eru 7 japanskir:

  1. Range Rover                    +3,3%
  2. Subaru Impreza               -3,0%
  3. Toyota Tacoma                -6,9%
  4. Jeep Wrangler Rubicon     -7,1%
  5. Nissan Frontier                -7,9%
  6. Mercedes Benz G-Class     -8,0%
  7. Scion xB                          -8,2%
  8. Nissan Versa                     8,7%
  9. Toyota FJ Cruiser             -8,7%
  10. Honda CR-V                     -9,0%

    Þeir bílar sem falla mest í verði eftir eins ár eignarhald eru þessir:

  1. Hyundai Genesis             -38,2%
  2. Smart ForTwo                 -36,9%
  3. Cadillac CTS                    -36,9%
  4. Chevrolet Impala            -33,5%
  5. GMC Yukon XL                -32,8%
  6. Volvo S80                       -32,6%
  7. Mercedes S-Class            -32,4%
  8. Lincoln MKS                    -30,4%
  9. Mini Cooper                     -29,3%
  10. Jaguar XK                       -29,2%





×