Innlent

Sveitarstjórinn á Kirkjubæjarklaustri látinn fara

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Eygló Kristjánsdóttir, fráfarandi sveitarstjóri Skaftárhrepps.
Eygló Kristjánsdóttir, fráfarandi sveitarstjóri Skaftárhrepps. Mynd/Magnús Hlynur Hreiðarsson
„Já, það er rétt. Ég er að hætta því það ríkir ekki traust um mín störf hjá meirihluta sveitarstjórnar, eða hjá þremur fulltrúum D og Z-lista. Ó-listinn, sem skipaður er tveimur fulltrúum stendur með mér,“ segir Eygló Kristjánsdóttir, sveitarstjóri Skaftárhrepps, aðspurð um hvort hún væri að hætta sem sveitarstjóri.

„Ég vil ekki nota orðið að ég hafi verið rekinn en það á greinilega að láta mig fara. Það ríkir ekki samstaða um mig, sem mér þykir mjög leiðinlegt því mér hefur liðið vel í Skaftárhreppi eftir að ég tók við stöðu sveitarstjóra í ágúst 2010,“ bætir Eygló við.

Eva Björk Harðardóttir, oddviti Skaftárhrepps, vildi ekki tjá sig um málið í samtali við Vísi, en segir mál Eyglóar verða tekið fyrir á sveitarstjórnarfundi á fimmtudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×