Landsvirkjun undirritar samning um vélasamstæðu Þeistareykjavirkjunar Atli Ísleifsson skrifar 27. febrúar 2015 17:30 Stefnt er að því að virkjunin hefji rekstur haustið 2017. Mynd/Landsvirkjun Landsvirkjun undirritaði í dag samning við Fuji Electric og Balcke Dürr um kaup á 45 MW vélasamstæðu fyrir Þeistareykjavirkjun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsverkjun. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segist mjög ánægður með undirritun samningsins sem hann segir stóran áfanga í áformum Landsvirkjunar um uppbyggingu jarðvarmavirkjunar á Þeistareykjum. „Hagstæð tilboð bárust í verkið og við fögnum því að skrifa undir samning við þessa öflugu aðila. Undirbúningur virkjunarinnar er þegar hafinn en við stefnum að því að Þeistareykjavirkjun geti hafið rekstur haustið 2017.” Í tilkynningunni segir að útboð vegna verksins hafi verið auglýst innan Evrópska efnahagssvæðisins og var opnað fyrir tilboð 12. nóvember 2014. „Fjögur tilboð bárust í verkið og var tilboð Fuji Electric og Balcke Dürr fjárhagslega hagkvæmasta tilboðið. Tilboðið er 75% af kostnaðaráætlun verkkaupa. Heildarfjárhæð samnings er um 42 milljónir bandaríkja dala. Verkið felst í deilihönnun, framleiðslu, flutningi, uppsetningu og prófunum á 45 MW jarðgufuhverfli, rafala og búnaði fyrir kalda enda með viðeigandi varahlutum fyrir 1. áfanga Þeistareykjavirkjunar. Í verkinu felst einnig valréttur á viðbótar 45 MW vélasamstæðu fyrir 2. áfanga virkjunarinnar. Á meðfylgjandi ljósmynd frá undirritun samnings séð frá vinstri: Alexander Wisse fyrir hönd Balcke-Dürr, Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar og Katsutoshi Shoji fyrir hönd Fuji Electric.Þeistareykjavirkjun geti hafið rekstur haustið 2017 Unnið hefur verið að undirbúningi jarðvarmavirkjunar við Þeistareyki til fjölda ára en svæðið býður upp á mikla möguleika til jarðvarmavinnslu. Gert er ráð fyrir að 45 MW virkjunaráfangi á Þeistareykjum verði fyrsta skrefið í varfærinni uppbyggingu sjálfbærrar jarðvarmavinnslu á svæðinu. Áætlanir gera ráð fyrir að framkvæmdir við byggingu virkjunar hefjist í vor en stefnt er að því að virkjunin hefji rekstur haustið 2017. Framkvæmdaáætlun gerir ráð fyrir byggingu stöðvarhúss sem samanstendur af þjónustubyggingu og verkstæði ásamt tveimur vélasölum. Byggð verður skiljustöð, niðurrennslismannvirki og dælustöð fyrir kaldavatnsveitu ásamt því að leggja gufupípur að þremur núverandi borsvæðum. Áætlað er að það taki tæp þrjú ár að byggja stöðvarhúsið, setja upp eina aflvél og leggja gufuveituna. Auk þess eru helstu verkþættir smíði og uppsetning rafbúnaðar og stjórnkerfis virkjunar. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir við byggingu virkjunar hefjist í vor. Opnað var fyrir tilboð í byggingar Þeistareykjavirkjunar 19. febrúar. Tvö tilboð bárust annarsvegar frá ÍAV hf. og hinsvegar frá LNS Saga ehf. Einnig var opnað fyrir tilboð 26. febrúar í veitur virkjunarinnar og bárust þrjú tilboð frá: ÍAV hf; LNS Saga hf. og LNS AS; Héðinn hf. Yfirferð tilboða stendur yfir og stefnt er að undirritun samninga á næstu vikum.“Frá undirritun samningsins.Mynd/Landsvirkjun Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Starbucks opnar á Íslandi Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Landsvirkjun undirritaði í dag samning við Fuji Electric og Balcke Dürr um kaup á 45 MW vélasamstæðu fyrir Þeistareykjavirkjun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsverkjun. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segist mjög ánægður með undirritun samningsins sem hann segir stóran áfanga í áformum Landsvirkjunar um uppbyggingu jarðvarmavirkjunar á Þeistareykjum. „Hagstæð tilboð bárust í verkið og við fögnum því að skrifa undir samning við þessa öflugu aðila. Undirbúningur virkjunarinnar er þegar hafinn en við stefnum að því að Þeistareykjavirkjun geti hafið rekstur haustið 2017.” Í tilkynningunni segir að útboð vegna verksins hafi verið auglýst innan Evrópska efnahagssvæðisins og var opnað fyrir tilboð 12. nóvember 2014. „Fjögur tilboð bárust í verkið og var tilboð Fuji Electric og Balcke Dürr fjárhagslega hagkvæmasta tilboðið. Tilboðið er 75% af kostnaðaráætlun verkkaupa. Heildarfjárhæð samnings er um 42 milljónir bandaríkja dala. Verkið felst í deilihönnun, framleiðslu, flutningi, uppsetningu og prófunum á 45 MW jarðgufuhverfli, rafala og búnaði fyrir kalda enda með viðeigandi varahlutum fyrir 1. áfanga Þeistareykjavirkjunar. Í verkinu felst einnig valréttur á viðbótar 45 MW vélasamstæðu fyrir 2. áfanga virkjunarinnar. Á meðfylgjandi ljósmynd frá undirritun samnings séð frá vinstri: Alexander Wisse fyrir hönd Balcke-Dürr, Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar og Katsutoshi Shoji fyrir hönd Fuji Electric.Þeistareykjavirkjun geti hafið rekstur haustið 2017 Unnið hefur verið að undirbúningi jarðvarmavirkjunar við Þeistareyki til fjölda ára en svæðið býður upp á mikla möguleika til jarðvarmavinnslu. Gert er ráð fyrir að 45 MW virkjunaráfangi á Þeistareykjum verði fyrsta skrefið í varfærinni uppbyggingu sjálfbærrar jarðvarmavinnslu á svæðinu. Áætlanir gera ráð fyrir að framkvæmdir við byggingu virkjunar hefjist í vor en stefnt er að því að virkjunin hefji rekstur haustið 2017. Framkvæmdaáætlun gerir ráð fyrir byggingu stöðvarhúss sem samanstendur af þjónustubyggingu og verkstæði ásamt tveimur vélasölum. Byggð verður skiljustöð, niðurrennslismannvirki og dælustöð fyrir kaldavatnsveitu ásamt því að leggja gufupípur að þremur núverandi borsvæðum. Áætlað er að það taki tæp þrjú ár að byggja stöðvarhúsið, setja upp eina aflvél og leggja gufuveituna. Auk þess eru helstu verkþættir smíði og uppsetning rafbúnaðar og stjórnkerfis virkjunar. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir við byggingu virkjunar hefjist í vor. Opnað var fyrir tilboð í byggingar Þeistareykjavirkjunar 19. febrúar. Tvö tilboð bárust annarsvegar frá ÍAV hf. og hinsvegar frá LNS Saga ehf. Einnig var opnað fyrir tilboð 26. febrúar í veitur virkjunarinnar og bárust þrjú tilboð frá: ÍAV hf; LNS Saga hf. og LNS AS; Héðinn hf. Yfirferð tilboða stendur yfir og stefnt er að undirritun samninga á næstu vikum.“Frá undirritun samningsins.Mynd/Landsvirkjun
Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Starbucks opnar á Íslandi Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira