Steiktur humar með ólífusalsa, avókadó og grilluðu súrdeigsbrauði Eyþór Rúnarsson skrifar 28. febrúar 2015 12:00 Vísir Eyþór Rúnarsson meistarakokkur gefur lesendum hér uppskrift að girnilegum humarrétti sem hann hristi fram úr erminni í þætti sínum Eldhúsinu hans Eyþórs á Stöð 2. Rétturinn er vonum framar bragðgóður og einfaldur í gerð. Steiktur humar með ólífusalsa, avókadó og grilluðu súrdeigsbrauði Ólífusalsa 100 g steinlausar ólífur í olíu ½ fínt skorinn rauðlaukur 1 stk. gul paprika fínt skorin 1 msk. fínt skorið rautt chili ½ stk. hunangsmelóna (skorin í litla teninga) 2 msk. fínt skorin ítölsk steinselja 2 msk. sítrónusafi 100 ml extra virgin ólífuolía sjávarsalt hvítur pipar úr kvörn Skerið ólífurnar í fernt og setjið í skál með öllu hinu hráefninu. Smakkið til með salti og pipar. Humar og súrdeigsbrauð2 stk. fullþroskuð avókadó12 stk. pillaðir stórir humarhalar4 stk. súrdeigbrauðsneiðar½ sítrónaÓlífuolíaSjávarsaltHvítur pipar úr kvörn Skerið avókadóið í tvennt, takið steininn úr því og skafið allt innan úr því með matskeið. Setjið á disk og kreistið safann úr sítrónunni yfir avókadóið, stappið allt saman með gaffli og smakkið til með saltinu og piparnum. Hitið pönnu með ólífuolíu og steikið humarinn í ca. 2 mín á hvorri hlið. Penslið súrdeigsbrauðið með ólífuolíu og grillið það á grillpönnu í ca. 1 mín á hvorri hlið. Kryddið brauðið með salti og pipar. Smyrjið avókadómaukinu yfir brauðið og raðið steikta humrinum ofan á brauðið og setjið ólífusalsað yfir. Eyþór Rúnarsson Grillréttir Humar Sjávarréttir Uppskriftir Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið
Eyþór Rúnarsson meistarakokkur gefur lesendum hér uppskrift að girnilegum humarrétti sem hann hristi fram úr erminni í þætti sínum Eldhúsinu hans Eyþórs á Stöð 2. Rétturinn er vonum framar bragðgóður og einfaldur í gerð. Steiktur humar með ólífusalsa, avókadó og grilluðu súrdeigsbrauði Ólífusalsa 100 g steinlausar ólífur í olíu ½ fínt skorinn rauðlaukur 1 stk. gul paprika fínt skorin 1 msk. fínt skorið rautt chili ½ stk. hunangsmelóna (skorin í litla teninga) 2 msk. fínt skorin ítölsk steinselja 2 msk. sítrónusafi 100 ml extra virgin ólífuolía sjávarsalt hvítur pipar úr kvörn Skerið ólífurnar í fernt og setjið í skál með öllu hinu hráefninu. Smakkið til með salti og pipar. Humar og súrdeigsbrauð2 stk. fullþroskuð avókadó12 stk. pillaðir stórir humarhalar4 stk. súrdeigbrauðsneiðar½ sítrónaÓlífuolíaSjávarsaltHvítur pipar úr kvörn Skerið avókadóið í tvennt, takið steininn úr því og skafið allt innan úr því með matskeið. Setjið á disk og kreistið safann úr sítrónunni yfir avókadóið, stappið allt saman með gaffli og smakkið til með saltinu og piparnum. Hitið pönnu með ólífuolíu og steikið humarinn í ca. 2 mín á hvorri hlið. Penslið súrdeigsbrauðið með ólífuolíu og grillið það á grillpönnu í ca. 1 mín á hvorri hlið. Kryddið brauðið með salti og pipar. Smyrjið avókadómaukinu yfir brauðið og raðið steikta humrinum ofan á brauðið og setjið ólífusalsað yfir.
Eyþór Rúnarsson Grillréttir Humar Sjávarréttir Uppskriftir Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið