Salka Sól „leiðinlega hæfileikarík gella“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. febrúar 2015 13:15 „Fæðingin gekk mjög illa og hún var á milli heims og helju. Var á vökudeild Landspítalans í einhverjar þrjár vikur,“ segir Hjálmar Hjálmarsson faðir Sölku. Vísir Salka Sól Eyfeld syngur með einni vinsælustu hljómsveit landsins og hefur vakið athygli fyrir vaska framgöngu bæði í útvarpi og sjónvarpi. Hún getur orðið morgunfúl, hangir of mikið í snjallsímanum og mætti hringja oftar í pabba sinn. Ísland í dag tók saman nærmynd af söngkonunni snjöllu. „Þetta er svona talentklessa og erfitt að vera hliðina á henni,“ segir Þórður Helgi Þórðarson, Doddi litli, sem starfað hefur með Sölku Sól á Rás 2. Hann segir Sölku vera bærilega kærulausa, hressa týpu og með fáránlega hæfileika. „Og hún er ekki enn farin að gera það sem hún er best í. Hún er að fara að gera það á næstunni. Þetta sem hún er að rúlla upp núna er allt on the side.“Lenti í erfiðleikum sem unglingur Salka Sól er á 27. aldursári, stúdent úr FB og stundaði svo leiklistar- og tónlistarnám í London. Hún flutti aftur til Íslands í fyrra og hefur svo sannarlega slegið í gegn. „Fæðingin gekk mjög illa og hún var á milli heims og helju. Var á vökudeild Landspítalans í einhverjar þrjár vikur,“ segir Hjálmar Hjálmarsson faðir Sölku. Hann segist hafa orðið vör við tónlistaráhuga hennar mjög snemma og hún sé ótrúlega músíkölsk. „Hún lenti í erfiðleikum þegar hún var unglingur í grunnskóla. Fór svolítið inn í sig en var alltaf í tónlistinni.“Getur orðið morgunfúl Salka Sól æfði fótbolta með Breiðabliki auk þess að læra bæði á trompet og píanó. Hún var valin bæjarlistamaður Kópavogs fyrir árið 2014 og sönkona ársins á Íslensku tónlistarverðlaununm. Salka Sól syngur bæði með AmabAdamA og Reykjavíkurdætrum. „Hún getur orðið morgunfúl og þá er best að leyfa henni aðeins að vera,“ segir kærastinn Albert Halldórsson. Hann lýsir ennfremur augnablikinu þegar hann sá sína heittelskuðu fyrst. Hann þorði þó ekki að spjalla við hana fyrr en nokkru síðar á Kaffibarnum. Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira
Salka Sól Eyfeld syngur með einni vinsælustu hljómsveit landsins og hefur vakið athygli fyrir vaska framgöngu bæði í útvarpi og sjónvarpi. Hún getur orðið morgunfúl, hangir of mikið í snjallsímanum og mætti hringja oftar í pabba sinn. Ísland í dag tók saman nærmynd af söngkonunni snjöllu. „Þetta er svona talentklessa og erfitt að vera hliðina á henni,“ segir Þórður Helgi Þórðarson, Doddi litli, sem starfað hefur með Sölku Sól á Rás 2. Hann segir Sölku vera bærilega kærulausa, hressa týpu og með fáránlega hæfileika. „Og hún er ekki enn farin að gera það sem hún er best í. Hún er að fara að gera það á næstunni. Þetta sem hún er að rúlla upp núna er allt on the side.“Lenti í erfiðleikum sem unglingur Salka Sól er á 27. aldursári, stúdent úr FB og stundaði svo leiklistar- og tónlistarnám í London. Hún flutti aftur til Íslands í fyrra og hefur svo sannarlega slegið í gegn. „Fæðingin gekk mjög illa og hún var á milli heims og helju. Var á vökudeild Landspítalans í einhverjar þrjár vikur,“ segir Hjálmar Hjálmarsson faðir Sölku. Hann segist hafa orðið vör við tónlistaráhuga hennar mjög snemma og hún sé ótrúlega músíkölsk. „Hún lenti í erfiðleikum þegar hún var unglingur í grunnskóla. Fór svolítið inn í sig en var alltaf í tónlistinni.“Getur orðið morgunfúl Salka Sól æfði fótbolta með Breiðabliki auk þess að læra bæði á trompet og píanó. Hún var valin bæjarlistamaður Kópavogs fyrir árið 2014 og sönkona ársins á Íslensku tónlistarverðlaununm. Salka Sól syngur bæði með AmabAdamA og Reykjavíkurdætrum. „Hún getur orðið morgunfúl og þá er best að leyfa henni aðeins að vera,“ segir kærastinn Albert Halldórsson. Hann lýsir ennfremur augnablikinu þegar hann sá sína heittelskuðu fyrst. Hann þorði þó ekki að spjalla við hana fyrr en nokkru síðar á Kaffibarnum.
Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira