Varð bikarmeistari með glerbrot í hælnum Tómas Þór Þóraðrson skrifar 25. febrúar 2015 14:35 Tómas Þórður Hilmarsson lét taka risastórt stykki úr hælnum tveimur vikum fyrir bikarúrslitaleikinn en það var meira eftir. vísir/þórdís/aðsend „Maður lifir á þessu eitthvað út vikuna,“ segir Tómas Þórður Hilmarsson, framherji Stjörnunnar, sem varð bikarmeistari með Garðabæjarliðinu eftir ótrúlegan sigur á KR síðastliðinn laugardag. Tómas Þórður átti flotta innkomu í leikinn, en hann spilaði tólf mínútur, skoraði fimm stig, tók þrjú fráköst og varði tvö skot. Hann nýtti eina skotið sitt í teignum og eina skotið sitt fyrir utan þriggja stiga línuna. Frammistaða Tómasar er áhugaverð í ljósi þess að hann spilaði með nokkur glerbrot föst í hælnum og hafði lítið æft í aðdraganda leiksins. „Tveimur vikum fyrir leikinn var ég í afmæli hjá Jóhanni Laxdal [Leikmanni karlaliðs Stjörnunnar í fótbolta, innsk.blm] þar sem ég steig á flöskubotn,“ segir Tómas Þórður í samtali við Vísi. „Það brotnaði flaska og ég steig aftur fyrir mig og fæ glerbrot í gegnum skóinn og upp í hælinn. Ég fór beint á slysó þar sem stærsta stykkið var tekið úr mér, en ég æfði ekkert í heila viku eftir það. Þegar ég spilaði Fjölnisleikinn á mánudaginn í síðustu viku var það í fyrsta sinn í viku sem ég hreyfði mig.“Tómas Þórður (11) horfir á Justin Shouse kyssa bikarinn.vísir/þórdísÞessi tvítugi 201cm framherji sem er að skora 4,8 stig og taka 3,8 fráköst að meðaltali í leik í Dominos-deildinni var staðráðinn í að missa ekki af bikarúrslitaleiknum. „Ég keypti mér deyfikrem og bar það á mig auk þess sem ég tók verkjalyf. Ég hætti bara að væla í viku,“ segir hann léttur. Á mánudaginn eftir bikarúrslitaleikinn var hann hættur að geta stigið í hælinn og var augljóst að eitthvað meira væri að. „Ég fór aftur upp á slysó þar sem tekin var mynd og þá kom í ljós að það voru enn glerbrot í hælnum. Læknarnir opnuðu þetta aftur og tóku vonandi restina úr hælnum að þessu sinni,“ segir Tómas Þórður, en næsti leikur Stjörnunnar er á föstudaginn gegn Þór í Þorlákshöfn. „Ég veit ekki hvort ég verði klár. Læknirinn sagði mér að hlusta á hælinn. Ég mun örugglega prófa en frekar vil ég missa af einum leik en vera að drepast langt fram í úrslitakeppnina.“Glerbrotið sem tekið var úr hæl Tómasar eftir veisluna.mynd/aðsendTómas Þórður segist hafa verið verkjalaus í leiknum sjálfum: „Þegar maður er komin inn á finnur maður ekkert fyrir þessu, en kvöldið var óþægilegt. Ég get ekki stigið í hælinn í dag þannig ég er bara á tánum.“ Sigur Stjörnunnar var ótrúlegur, en hvernig upplifði Tómas Þórður spennuna og dramatíkina undir lokin? „Ég trúði ekki að Helgi Már klúðraði tveimur galopnum skotum. Ég minntist bara undanúrslitanna í fyrra þegar hann kláraði okkur með svipuðu skoti. Ég sá boltann ofan í en þegar þeta var í höfn missti maður sig alveg,“ segir Tómas Þórður Hilmarsson. Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Stjarnan 83-85 | Stjarnan endurtók leikinn gegn KR Stjarnan er bikarmeistari karla í körfubolta eftir ótrúlegan sigur á KR. 21. febrúar 2015 00:01 Stjarnan bikarmeistari 2015 | Myndaveisla Stjarnan varð bikarmeistari í þriðja sinn þegar Garðbæingar lögðu KR að velli í ótrúlegum úrslitaleik í Laugardalshöllinni í dag. 21. febrúar 2015 22:15 Bikar-Shouse sá aftur um KR í úrslitaleiknum Stjarnan endurtók leikinn frá 2009 og vann firnasterkt lið KR í úrsiltum Powerade-bikars karla í körfubolta. Justin Shouse leiddi sína menn til sigurs og var kjörinn besti leikmaðurinn í úrslitaleiknum. 23. febrúar 2015 07:00 Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn Fleiri fréttir Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Sjá meira
„Maður lifir á þessu eitthvað út vikuna,“ segir Tómas Þórður Hilmarsson, framherji Stjörnunnar, sem varð bikarmeistari með Garðabæjarliðinu eftir ótrúlegan sigur á KR síðastliðinn laugardag. Tómas Þórður átti flotta innkomu í leikinn, en hann spilaði tólf mínútur, skoraði fimm stig, tók þrjú fráköst og varði tvö skot. Hann nýtti eina skotið sitt í teignum og eina skotið sitt fyrir utan þriggja stiga línuna. Frammistaða Tómasar er áhugaverð í ljósi þess að hann spilaði með nokkur glerbrot föst í hælnum og hafði lítið æft í aðdraganda leiksins. „Tveimur vikum fyrir leikinn var ég í afmæli hjá Jóhanni Laxdal [Leikmanni karlaliðs Stjörnunnar í fótbolta, innsk.blm] þar sem ég steig á flöskubotn,“ segir Tómas Þórður í samtali við Vísi. „Það brotnaði flaska og ég steig aftur fyrir mig og fæ glerbrot í gegnum skóinn og upp í hælinn. Ég fór beint á slysó þar sem stærsta stykkið var tekið úr mér, en ég æfði ekkert í heila viku eftir það. Þegar ég spilaði Fjölnisleikinn á mánudaginn í síðustu viku var það í fyrsta sinn í viku sem ég hreyfði mig.“Tómas Þórður (11) horfir á Justin Shouse kyssa bikarinn.vísir/þórdísÞessi tvítugi 201cm framherji sem er að skora 4,8 stig og taka 3,8 fráköst að meðaltali í leik í Dominos-deildinni var staðráðinn í að missa ekki af bikarúrslitaleiknum. „Ég keypti mér deyfikrem og bar það á mig auk þess sem ég tók verkjalyf. Ég hætti bara að væla í viku,“ segir hann léttur. Á mánudaginn eftir bikarúrslitaleikinn var hann hættur að geta stigið í hælinn og var augljóst að eitthvað meira væri að. „Ég fór aftur upp á slysó þar sem tekin var mynd og þá kom í ljós að það voru enn glerbrot í hælnum. Læknarnir opnuðu þetta aftur og tóku vonandi restina úr hælnum að þessu sinni,“ segir Tómas Þórður, en næsti leikur Stjörnunnar er á föstudaginn gegn Þór í Þorlákshöfn. „Ég veit ekki hvort ég verði klár. Læknirinn sagði mér að hlusta á hælinn. Ég mun örugglega prófa en frekar vil ég missa af einum leik en vera að drepast langt fram í úrslitakeppnina.“Glerbrotið sem tekið var úr hæl Tómasar eftir veisluna.mynd/aðsendTómas Þórður segist hafa verið verkjalaus í leiknum sjálfum: „Þegar maður er komin inn á finnur maður ekkert fyrir þessu, en kvöldið var óþægilegt. Ég get ekki stigið í hælinn í dag þannig ég er bara á tánum.“ Sigur Stjörnunnar var ótrúlegur, en hvernig upplifði Tómas Þórður spennuna og dramatíkina undir lokin? „Ég trúði ekki að Helgi Már klúðraði tveimur galopnum skotum. Ég minntist bara undanúrslitanna í fyrra þegar hann kláraði okkur með svipuðu skoti. Ég sá boltann ofan í en þegar þeta var í höfn missti maður sig alveg,“ segir Tómas Þórður Hilmarsson.
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Stjarnan 83-85 | Stjarnan endurtók leikinn gegn KR Stjarnan er bikarmeistari karla í körfubolta eftir ótrúlegan sigur á KR. 21. febrúar 2015 00:01 Stjarnan bikarmeistari 2015 | Myndaveisla Stjarnan varð bikarmeistari í þriðja sinn þegar Garðbæingar lögðu KR að velli í ótrúlegum úrslitaleik í Laugardalshöllinni í dag. 21. febrúar 2015 22:15 Bikar-Shouse sá aftur um KR í úrslitaleiknum Stjarnan endurtók leikinn frá 2009 og vann firnasterkt lið KR í úrsiltum Powerade-bikars karla í körfubolta. Justin Shouse leiddi sína menn til sigurs og var kjörinn besti leikmaðurinn í úrslitaleiknum. 23. febrúar 2015 07:00 Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn Fleiri fréttir Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Stjarnan 83-85 | Stjarnan endurtók leikinn gegn KR Stjarnan er bikarmeistari karla í körfubolta eftir ótrúlegan sigur á KR. 21. febrúar 2015 00:01
Stjarnan bikarmeistari 2015 | Myndaveisla Stjarnan varð bikarmeistari í þriðja sinn þegar Garðbæingar lögðu KR að velli í ótrúlegum úrslitaleik í Laugardalshöllinni í dag. 21. febrúar 2015 22:15
Bikar-Shouse sá aftur um KR í úrslitaleiknum Stjarnan endurtók leikinn frá 2009 og vann firnasterkt lið KR í úrsiltum Powerade-bikars karla í körfubolta. Justin Shouse leiddi sína menn til sigurs og var kjörinn besti leikmaðurinn í úrslitaleiknum. 23. febrúar 2015 07:00