Viðskipti innlent

Atvinnuleysi var 4,4 prósent í janúar

ingvar haraldsson skrifar
Atvinnuleysi dregst saman milli ára.
Atvinnuleysi dregst saman milli ára. vísir/daníel
Atvinnuleysi í janúar síðastliðnum var 4,4 prósent samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands. Það er lækkun um 2,2 prósentustig frá janúar árið 2014 þegar atvinnuleysi í janúar var 6,8 prósent. Atvinnuleysið er einnig minna en í janúar 2013 þegar það var 5,8 prósent.

Atvinnulausum fækkar því um 4.300 milli ára, úr 12.400 í janúar 2014  í 8.100 í janúar á þessu ári.  

Starfandi fjölgar einnig verulega milli ára eða um 9200 manns. Í janúar árið 2014 voru 169.000 starfandi á íslenskum vinnumarkaði en í janúar 2015 voru 178.200 starfandi.

Þá fækkar þeim sem eru utan vinnumarkaðar einnig, úr 47.500 manns í fyrra í 45.600 í janúar á þessu ári.







Fleiri fréttir

Sjá meira


×