Lífið

Taylor Swift söluhæsti tónlistarmaður ársins 2014

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Taylor Swift seldi mikið.
Taylor Swift seldi mikið. vísir/getty
Bandaríska söngkonan Taylor Swift var sá tónlistarmaður sem seldi mest af plötum í fyrra. Fimmta hljóðversplata hennar, 1989, kom út í október og seldist í meira en milljón eintökum strax fyrstu vikuna í Bandaríkjunum einum. Er það mesta sala á fyrstu viku síðan Eminem gaf út The Eminem Show árið 2002. Vinsælasta lag plötunnar, Shake It Off, varð einnig eitt vinsælasta lag ársins.

Næst á listanum fylgdi breska strákabandið One Direction en þeir voru í efsta sæti sama lista í fyrra. Landi þeirra, Ed Sheeran, endaði í þriðja sæti á listanum en plata hans, x, var einnig sú plata sem oftast var streymt á tónlistarveitunni Spotify árið 2013.

Velgengi tónlistarinnar úr kvikmyndinni Frozen var mikil og hefði það verið söluhæsta plata ársins ef aðeins einn tónlistarmaður eða hljómsveit hefði staðið að henni. Þar sem þetta var úr kvikmynd fékk hún ekki að vera með í talningunni. Hér að neðan má sjá þá tíu listamenn sem seldu mest á árinu 2014 en ekki er nauðsynlegt að hafa gefið út plötu til að vera talinn með.

  1. Taylor Swift
  2. One Direction
  3. Ed Sheeran
  4. Coldplay
  5. AC/DC
  6. Michael Jackson
  7. Pink Floyd
  8. Sam Smith
  9. Katy Perry
  10. Beyoncé

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×