Lífið

Óskarinn 2015: Birdman og The Grand Budapest með flest verðlaun

Alejandro González Iñárittu, leikstjóri Birdman.
Alejandro González Iñárittu, leikstjóri Birdman.
Kvikmyndin Birdman var valin besta myndin á Óskarsverðlaununum ásamt því að fá verðlaun fyrir besta handrit og bestu leikstjórn og bestu myndatöku.

Kvikmynd Wes Anderson, The Grand Budapest Hotel hlaut einnig fern verðlaun, fyrir bestu tónlist, bestu leikmyndina, besta hár og förðun og bestu búningahönnun.

Leikararnir Eddie Redmayne í The Theory of Everything og Julianne Moore í Still Alice fengu verðlaun fyrir besta leik í aðalhlutverkum.

J.K Simmons var valinn besti leikari í aukahlutverki í Whiplash og Patricia Arquette besta leikkona í aukahlutverki fyrir myndina Boyhood.

Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir sigurvegara kvöldsins:

Besta myndin: Birdman.

Besta leikkona í aðalhlutverki: Julianne Moore, Still Alice.

Besti leikari í aðalhlutverki: Eddie Redmayne, The Theory of Everything.

Besti leikstjóri: Alejandro González Iñárittu, Birdman.

Besti leikari í aukahlutverki: J.K Simmons, Whiplash.

Besta leikkona í aukahlutverki: Patricia Arquette, Boyhood.

Besta búningahönnun: Milena Canonero, The Grand Budapest Hotel.

Besta hár og förðun: Frances Hannon og Mark Coulier, The Grand Budapest Hotel.

Besta teiknimynd: Big Hero 6.

Besta klipping: Tom Cross, Whiplash.

Besta tónlist: Alexandre Desplat, The Grand Budapest Hotel.

Besta kvikmyndataka: Emmanuel Lubezki, Whiplash.

Besta heimildarmynd: Citizen Four.

Besta lag: Glory úr kvikmyndinni Selma.

Besta erlenda mynd: Ida, Pólland.

Besta leikna stuttmynd: The Phone Call.

Besta stuttmynd, heimildarmynd: Crisis Hotline.

Besta stuttmynd, teiknimynd: Feast

Bestu tæknibrellur: Interstellar.



Besta hljóðblöndun:
 Craig Mann, Ben Wilkins og Thomas Curley, Whiplash.

Besta hljóðvinnsla: Alan Robert Murray og Bub Ashman, American Sniper.

Besta leikmyndin: Grand Budapest Hotel.

Besta frumsamda handrit: Birdman.

Besta handrit byggt á áður útgefnu efni: The Imitation Game.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.