Lífið

Óskarinn 2015: Birdman er besta myndin

Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar
Leikstjóri Birdman Alejandro González Iñárittu
Leikstjóri Birdman Alejandro González Iñárittu Vísir/getty
Kvikmyndin Birdman var valin besta kvikmyndin á Óskarsverðlaununum í nótt. Leikstjóri myndarinnar Alejandro González Iñárittu fékk einnig Óskarsverðlaun fyrir bestu leikstjórn og besta handrit.

Í ræðu sinni talaði hann til íbúa Mexíco. „Ég vona að samlandar mínir, þeir sem búa í Mexíco fái þá stjórn í landið sem þeir eiga virkilega skilið. Og til þeirra sem búa í Bandaríkjunum, þá vona ég að þið fáið sömu virðingu og forfeður ykkar sem hjálpuðu til við að byggja þetta land upp.“

Áður hafði hann verið tilnefndur fyrir bestu kvikmynd og leikstjórn á myndinni Babel.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.