Lífið

Dansandi lögga komin fram á sjónarsviðið

Stefán Árni Pálsson skrifar
vísir/skjáskot
Það virðist vera mikið fjör hjá lögreglunni á Keflavíkurflugvelli en á Facebook-síðu Lögreglustjórans á Suðurnesjunum má sjá myndband af lögregluþjóni þar sem hann dansar við lagið Happy með Pharrell Williams.

Undir myndbandinu stendur: „Besti flugvöllur í Evrópu. Ekki að ástæðulausu“.

Maðurinn heitir Zvezdan Smári Dragojlovic og er hann kallaður Zeko. Hann hóf störf á Keflavíkurflugvelli fyrir ári síðan og að sögn samstarfsmanna er hann mikill stuðbolti.

Lögregluliðið hefur að undanförnu verið að bæta ímynd sína, með léttleika og sprelli og hefur Biggi lögga, „brosandi löggan“ vakið verðskuldaða athygli. Nú er hefur þessi dansandi lögga bæst í hópinn og hefur verið gerður góður rómur að tiltækinu á Facebooksíðu Lögreglunnar.

Keflavíkurflugvöllur var valinn besti flugvöllur í Evrópu á síðastliðnu ári í þjónustukönnun meðal farþega sem framkvæmd er á öllum helstu flugvöllum um allan heim.

Könnuninni er gerð á vegum alþjóðasamtaka flugvalla, Airports Council International, og svara farþegar spurningum ársfjórðungslega um gæði fjölmargra þjónustuþátta.


Tengdar fréttir

Biggi lögga gerir allt brjálað

Grein sem Birgir Örn Guðjónsson lögreglumaður birti á Vísi í síðustu viku hefur vakið hörð viðbrögð. Vísir fer yfir málið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.