Lífið

Einn af upphafsmönnum Simpsons látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Sam Simon greindist með ólæknandi krabbamein árið 2012.
Sam Simon greindist með ólæknandi krabbamein árið 2012. Vísir/Getty
Sam Simon, einn af upprunalegu höfundum teiknimyndaþáttanna um Simpson-fjölskylduna, er látinn. Simon lést í gær, 59 ára að aldri, en hann greindist með ólæknandi krabbamein árið 2012.

Simon var margoft verðlaunaður fyrir störf sín og deildi meðal annars sjö Emmy-verðlaunum með samstarfsmönnum sínum fyrir þættina um Simpsons-fjölskylduna og tveimur fyrir The Tracy Ullman Show.

Árið 1989 þróaði Simon þættina um Simpsons-fjölskylduna ásamt þeim Matt Groening og  James L. Brooks. Hann hætti þó störfum árið 1993 þó að hann hafi áfram verið titlaður einn framleiðanda þáttanna.

Simon er þekktur fyrir rausnarleg framlög sín til góðgerðarmála. Árið 2013 greindi hann frá því að hann myndi ánafna góðgerðarstofnunum auðæfi sín. Munu peningarnir renna til dýraverndunarsamtaka og í mataraðstoð fyrir fátæka og heimilislausa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×