Keflvíkingar með betri innbyrðisárangur á móti öllum liðum í kringum sig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. mars 2015 16:00 Gunnar Einarsson og þjálfarinn Sigurður Ingimundarson. Vísir/Vilhelm Keflvíkingar eiga möguleika á því að hækka sig verulega í stigatöflunni takist þeim að vinna tvo síðustu leiki sína í Dominos-deildinni en næstsíðasta umferðina klárast í kvöld. Keflavíkurliðið mætir Snæfelli í kvöld og getur með sigri séð til þess að Hólmarar verði ekki með í úrslitakeppninni í ár. Keflvíkingar eru eins og er í sjöunda sæti deildarinnar með 20 stig, fjórum stigum á eftir liðunum í 3. og 4. sæti. Það er hinsvegar góður árangur í innbyrðisleikjum við liðin fyrir ofan sig sem gæti hjálpað Keflavíkurliðinu að hækka sig í töflunni. Keflvíkingar eru nefnilega með betri árangur á móti Haukum (+10, eiga eftir að mætast í lokaumferðinni), Stjörnunni (+2), Njarðvík (+2), Grindavík (+20, unnu báða leikina) og svo Þór Þorlákshöfn (+12) sem er með jafnmörg stig í 7. til 8. sæti. Keflvíkingar mæta Snæfelli í kvöld og svo Haukum í lokaumferðinni á fimmtudaginn. Með sigri í báðum leikjum ná Keflvíkingar að komast upp í 26 stig og verði úrslitin þeim hagstæð gætu þeir náð alla leið upp í þriðja sæti deildarinnar. Það er ljóst að innbyrðisviðureignir munu ráða miklu um lokastöðuna í deildinni og þar eru sem dæmi nágrannar þeirra í Njarðvík í ekki eins góðum málum enda undir innbyrðis á móti Haukum (0-2, -23), Grindavík (1-1, -2), Stjörnunni (0-1, -7) og Keflavík (1-1, -2). Á sama tíma og Keflvíkingar eiga möguleika á því að hækka sig í töflunni á innbyrðisviðureignum þurfa Njarðvíkingar að vinna sína leiki til þess að detta ekki niður um sæti vegna óhagstæðra úrslita á móti liðunum í kringum sig. Fylgst verður með leikjum kvöldsins í Dominos deild karla á Vísi en bein textalýsing verður frá öllum þremur leikjunum auk þess að fallbaráttuslagur ÍR og Skallagríms verður sýndur beint Stöð2 Sport 3. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Finnur Freyr: Martin spilar ekki með KR KR-ingar fara ekki sömu leið og Njarðvíkingar og nýta sér liðsstyrk frá Brooklyn. 9. mars 2015 15:45 Elvar Már spilar með Njarðvíkurliðinu í kvöld Elvar Már Friðriksson verður með Njarðvíkurliðinu í kvöld þegar liðið mætir Stjörnunni í 21. og næstsíðustu umferð Dominos-deildar karla í körfubolta. Þetta kemur fram á karfan.is. 9. mars 2015 14:46 Matthías Orri: Deildin yrði ekki eins án stórveldis eins og ÍR Leikstjórnandi verið meiddur en er klár í slaginn og spilar mikilvægasta leik ÍR á tímabilinu í kvöld. 9. mars 2015 13:30 Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Sjá meira
Keflvíkingar eiga möguleika á því að hækka sig verulega í stigatöflunni takist þeim að vinna tvo síðustu leiki sína í Dominos-deildinni en næstsíðasta umferðina klárast í kvöld. Keflavíkurliðið mætir Snæfelli í kvöld og getur með sigri séð til þess að Hólmarar verði ekki með í úrslitakeppninni í ár. Keflvíkingar eru eins og er í sjöunda sæti deildarinnar með 20 stig, fjórum stigum á eftir liðunum í 3. og 4. sæti. Það er hinsvegar góður árangur í innbyrðisleikjum við liðin fyrir ofan sig sem gæti hjálpað Keflavíkurliðinu að hækka sig í töflunni. Keflvíkingar eru nefnilega með betri árangur á móti Haukum (+10, eiga eftir að mætast í lokaumferðinni), Stjörnunni (+2), Njarðvík (+2), Grindavík (+20, unnu báða leikina) og svo Þór Þorlákshöfn (+12) sem er með jafnmörg stig í 7. til 8. sæti. Keflvíkingar mæta Snæfelli í kvöld og svo Haukum í lokaumferðinni á fimmtudaginn. Með sigri í báðum leikjum ná Keflvíkingar að komast upp í 26 stig og verði úrslitin þeim hagstæð gætu þeir náð alla leið upp í þriðja sæti deildarinnar. Það er ljóst að innbyrðisviðureignir munu ráða miklu um lokastöðuna í deildinni og þar eru sem dæmi nágrannar þeirra í Njarðvík í ekki eins góðum málum enda undir innbyrðis á móti Haukum (0-2, -23), Grindavík (1-1, -2), Stjörnunni (0-1, -7) og Keflavík (1-1, -2). Á sama tíma og Keflvíkingar eiga möguleika á því að hækka sig í töflunni á innbyrðisviðureignum þurfa Njarðvíkingar að vinna sína leiki til þess að detta ekki niður um sæti vegna óhagstæðra úrslita á móti liðunum í kringum sig. Fylgst verður með leikjum kvöldsins í Dominos deild karla á Vísi en bein textalýsing verður frá öllum þremur leikjunum auk þess að fallbaráttuslagur ÍR og Skallagríms verður sýndur beint Stöð2 Sport 3.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Finnur Freyr: Martin spilar ekki með KR KR-ingar fara ekki sömu leið og Njarðvíkingar og nýta sér liðsstyrk frá Brooklyn. 9. mars 2015 15:45 Elvar Már spilar með Njarðvíkurliðinu í kvöld Elvar Már Friðriksson verður með Njarðvíkurliðinu í kvöld þegar liðið mætir Stjörnunni í 21. og næstsíðustu umferð Dominos-deildar karla í körfubolta. Þetta kemur fram á karfan.is. 9. mars 2015 14:46 Matthías Orri: Deildin yrði ekki eins án stórveldis eins og ÍR Leikstjórnandi verið meiddur en er klár í slaginn og spilar mikilvægasta leik ÍR á tímabilinu í kvöld. 9. mars 2015 13:30 Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Sjá meira
Finnur Freyr: Martin spilar ekki með KR KR-ingar fara ekki sömu leið og Njarðvíkingar og nýta sér liðsstyrk frá Brooklyn. 9. mars 2015 15:45
Elvar Már spilar með Njarðvíkurliðinu í kvöld Elvar Már Friðriksson verður með Njarðvíkurliðinu í kvöld þegar liðið mætir Stjörnunni í 21. og næstsíðustu umferð Dominos-deildar karla í körfubolta. Þetta kemur fram á karfan.is. 9. mars 2015 14:46
Matthías Orri: Deildin yrði ekki eins án stórveldis eins og ÍR Leikstjórnandi verið meiddur en er klár í slaginn og spilar mikilvægasta leik ÍR á tímabilinu í kvöld. 9. mars 2015 13:30