Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Stjarnan 101-88 | Stefan Bonneau stal senunni í sigri Njarðvíkur Dagur Sveinn Dagbjartsson í Ljónagryfjunni skrifar 9. mars 2015 15:35 Elvar Már Friðriksson lék á ný með Njarðvíkingum í kvöld. Vísir/Daníel Njarðvík vann Stjörnuna með þrettán stigum, 101-88, í hörkuleik í Njarðvík. Elvar Már Friðriksson lék að nýju með Njarðvíkingum en það var Stefan Bonneau sem stal senunni og skoraði 41 stig. Gestirnir í Stjörnunni virtust vera í allt öðrum gír en heimamenn þegar flautað var til leiks í Ljónagryfjunni í kvöld. Stjarnan komst í 8-0 á fyrstu andartökum leiksins og heimamenn vissu ekki sitt rjúkandi ráð. Stjarnan náði mest 10 stiga forskoti í fyrsta leikhluta, 14-4, en þá sögðu heimamenn hingað og ekki lengra. Leikurinn tók stakkaskiptum um miðjan fyrsta leikhluta, heimamenn fóru að setja skot sín niður, eitthvað sem þeim mistókst illilega á fyrstu mínútunum og Stjarnan virtist ekki ráða við kraftinn í heimamönnum. Þegar flautað var til loka fyrsta leikhluta var staðan jöfn, 22-22. Njarðvík hélt uppteknum hætti í öðrum leikhluta, jók forskot sitt og fékk lykilmenn í gang. Fremstur fór Stefan Bonneau en hann skoraði 16 stig í fyrri hálfleik. Fyrir þennan leik var hann með 39 stig að meðaltali í leik og því ekkert óeðlilegt að hann hafi leitt sókn heimamanna. Þeir Logi Gunnarsson og Maciej Baginski voru báðir komnir með þrjár villur þegar flautað var til hálfleiks. Staðan í hálfleik var 50-39, heimamönnum í vil. Njarðvík hélt sínu striki í síðari hálfleik. Krafturinn í heimamönnum var mikill og augljóslega mikil og góð stemning í liðinu. Leikmenn voru að berjast hver fyrir annan og ljóst að Njarðvík ætlaði sér heimaleikjarétt í úrslitakeppninni. Staðan að loknum þriðja leikhluta var 77-62, heimamönnum í vil. Það fór svo að Njarðvík vann með 13 stigum, 101-88. Stefan Bonneau fór hreinlega á kostum í liði Njarðvíkur, skoraði 41 stig og hitti t.a.m. úr sjö af átta þriggja stiga skotum sínum. Unun að horfa á hann spila hreint út sagt. Njarðvík er sem stendur í þriðja sæti deildarinnar þegar einn leikur er eftir. Ef liðið spilar eins vel og í kvöld getur það farið langt en því má ekki gleyma að Elvar Már mun að öllum líkindum ekki spila með Njarðvík í úrslitakeppninni. Það fannst greinilega að nærvera hans hafði góð áhrif á alla í liðinu og einnig fólkið í stúkunni.TölfræðiNjarðvík: Stefán Bonneau 41, Logi Gunnarsson 18, Mirko Stefán Virijevic 14, Elvar Már Friðriksson 10, Ágúst Orrason 7, Hjörtur Einarsson 6, Ólafur Jónsson 5.Stjarnan: Jeremy Atkinson 26, Marvin Valdimarsson 18, Justin Shouse 18,Ágúst Angantýsson 11, Dagur Kár Jónsson 8, Sigurður Sturluson 4, Daði Lár Jónsson 3.Elvar Már: Tel afar ólíklegt að ég taki úrslitakeppnina. En það yrði mjög gaman "Ég tek næsta leik og svo fer ég bara aftur út. Mér finnst afar ólíklegt að ég taki úrslitakeppnina. Ég þarf að klára skólann. Ég hef misst mikið úr af því að við höfum verið að ferðast mikið. Þannig að ég held að það sé mjög ólíklegt. En það yrði mjög gaman," sagði kátur Elvar Már Friðriksson eftir leikinn. "Þetta var ekkert smá skemmtilegt, að koma aftur á gamla heimavöllinn. Ég vildi bara koma og gera allt sem ég gat, gefa liðinu orku og kraft. Ég var ekkert að hugsa um að koma og dundra einhverjum skotum, ætlaði bara að koma og reyna að hjálpa liðinu. Þetta var mjög skemmtilegt," sagði Elvar Már og bætti við að það hafi ekki komið til greina að skella sér til Flórída í fríinu sem nú er í skólanum. Elvar segist spila allt annað hlutverk úti en hann gerir hér heima með Njarðvík. "Ég fékk bara að vita það í upphafi að ef ég gæti spila vörn, þá fengið ég að spila. Ég hef bætt mig varnarlega þarna úti en ekki svo mikið sóknarlega. Það kemur kannski á næsta ári. En kannski þurfti ég meira að bæta varnaleikinn."Friðrik Ingi: Fyrst og fremst mikilvægt að líða vel þegar kemur að úrslitakeppni "Við vorum að spila vel fyrir utan fyrstu mínúturnar. Maður fékk pínu "flashback" frá Haukaleiknum sem var síðasti heimaleikur. Þar byrjuðum við í stigaþurrð en ég hafði trú á því að við myndum koma okkur inn í leikinn aftur. Við náðum að spila betri vörn núna en við höfum verið að gera undanfarið og það á móti flottu liði," sagði Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Njarðvíkur, eftir leikinn. Friðrik Ingi var mjög ánægður með stigið en gerði sér grein fyrir því að enn þyrfti að laga ákveðna hluti og að úrslitakeppnin er í raun allt annað mót en deildarkeppnin. "Þetta er svo óútreiknanlegt. Ég hef séð lið koma inn í úrslitakeppni í alls kyns stöðum og gert vel. En auðvitað er fyrst og fremst mikilvægt að spila vel og að líða vel með spilamennskuna. Við erum það að mestu leiti eftir þennan leik. Ég sá ákveðna hlutu sem ég þarf að skerpa aðeins á og held því bara út af fyrir mig," sagði Friðrik Ingi. Friðrik Ingi fór fögrum orðum um Stefan Bonneau eftir leikinn. "Hann er frábær leikmaður og við reynum að skapa honum ákveðið svigrúm. Það er kannski ekki alltaf auðvelt að halda svona dampi. Hann nýtur trausts og hann er býsna óeigingjarn. Leikmönnum líður vel að spila með honum. Hann er alltaf að leita af samherjum en svo hefur hann líka þetta vopn að geta skorað ef á þarf að halda. Og þá þurfum við að skapa honum aðstæður til þess," sagði Friðrik Ingi að lokum.Hrafn Kristjánsson: Leiður og sár að hafa ekki náð heimaleikjarétti Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, var hundfúll eftir leikinn. "Það sem gerðist var fyrirséð af þeirra hendi, þeir tóku syrpu og þá snýst þetta um að við náum að stjórna aðstæðum. Við náðum ekki að gera það. Við náðum ekki að stjórna spennustiginu, okkur langaði svolítið að hlaupa með þeim, misstum stjórn á hraðanum og fórum út úr því sem við ætluðum okkur að gera," sagði Hrafn. "Ég er aðallega leiður og sár yfir því að hafa ekki náð heimaleikjaréttinum. Félagið og þeir sem að vinna fyrir það og búa okkur topp aðstæður dag eftir dag eiga það skilið að við fáum heimaleikjaréttinn. Ég er hundfúll yfir því. Ég hins vegar hef fulla trú á þessu liði, við þurfum að fá einn til tvo leikmenn í toppstand og þá hef ég fulla trú á okkur í þessari úrslitakeppni," sagði Hrafn að lokum.Leiklýsing: Njarðvík - StjarnanLeik lokið (101-88): Öruggur sigur heimamanna. Stefan Bonneau fór á kostum og skoraði 41 stig.4. leikhluti (98-79): Jeremy Atkinson að halda lífi í Stjörnumönnum. En þá fær Justin Shouse dæmda á sig tæknivillu fyrir kjaftbrúk, á sama tíma og Stefan Bonneau stendur á vítalínunni. Þrjú vítaskot niður og svo þriggja stiga karfa. Sex stiga sókn hjá Stefan Bonneau.4. leikhluti (89-74): Maciej Baginski yfirgefur svæðið með sína fimmtu villu.4. leikhluti (89-73): Stefan Bonneau að hoppa hæð sína og troða. Í kjölfarið lendir þeim saman þeim Loga Gunnarssyni og Justin Shouse. Kristinn Óskarsson dómari er búinn að sjatla þau mál. 4:39 eftir og Njarðvík tekur leikhlé.4. leikhluti (84-67): Stjörnumenn að pirra sig á dómurum leiksins. Þar fer fremstur Dagur Kár Jónsson. Heimamenn virðast vera að sigla þessum sigri heim.3. leikhluta lokið (77-62): Heimamenn með þennan leik í sínum höndum. Það þarf eitthvað mikið að gerast ef Stjarnan á að ná fram sigri hér í kvöld. En það er allt hægt í körfubolta.3. leikhluti (74-56): Elvar Már að kveikja í sviðinu með frábæru gegnumbroti, tveimur stigum og vítaskoti að auki. Það er svo erfitt að ráða við þennan strák þegar hann kemst á flug. Stjarnan tekur leikhlé.3. leikhluti (72-56): Maciej Baginski Njarðvíkingur kominn með fjórar villur. Það hefur enn ekki komið að sök, Njarðvík er fá mikilvægt framlag af bekknum. Stefan Bonneau að setja niður þrist og er kominn með 26 stig.3. leikhluti (61-50): Stjörnumenn aðeins að vakna til lífsins, búnir að fá þrjú stig í þremur sóknum á stuttum tíma. Ýmist þriggja stiga skot eða tvö stig og vítaskot að auki.3. leikhluti (55-39): Njarðvíkingar eru að spila góða vörn hér í upphafi síðari hálfleiks og gefa Stjörnumönnum engin auðveld skot. Atkins að klúðra tveimur vítaskotum rétt í þessu.3. leikhluti hafinn (50-39): Áfram með fjörið.2. leikhluta lokið (50-39): Stefnir allt í skemmtilegan síðari hálfleik hér í Njarðvík. Munurinn 11 stig og greinilegt að það er mikið undir hjá báðum liðum. Stefan Bonneau endaði 2. leikhluta með þriggja stiga flautukörfu. Hann er stigahæstur heimamanna með 16 stig en hjá Stjörnunni er Marvin Valdimarsson stigahæstur með 12 stig. Logi Gunnarsson og Maciej Baginski eru báðir með þrjár villur í liði Njarðvík og Jeremy Atkinson er með þrjár villur hjá Stjörnunni.2. leikhluti (43-34): Heimamenn enn með yfirhöndina. Stjörnumenn láta dómarana fara töluvert í taugarnar á sér en ef til vill eru þeir eitthvað pirraðir út af eigin klaufaskap í sóknarleiknum. 2:20 eftir af 2. leikhluta.2. leikhluti (37-28): Það er gaman að horfa á leikmenn eins og Stefan Bonneau spila körfubolta, ef þið skilduð ekki hafa vitað það. Hann er búinn að skora körfur í öllum regnbogans litum og er kominn með 13 stig, stigahæstur heimamanna.2. leikhluti (30-26): Mér sýndist Justin hafa fengið sína aðra villu áðan en það reyndist ekki vera. Hvað um það. Njarðvíkingar eru að sýna klærnar hér í Ljónagryfjunni.1. leikhluta lokið (22-22): Frábær leikur í gangi hér í Njarðvík. Gestirnir úr Garðabæ byrjuðu leikinn af miklum krafti og náðu mest 10 stiga forskoti. En eftir það gáfu heimamenn í og vindurinn virðist vera í þeirra seglum þessa stundina.1. leikhluti (21-22): Justin Shouse kominn með tvær villur, báðar eftir brot á Elvari Má. Stjarnan má ekki við því að Shouse lendi í villuvandræðum. Stefan Bonneau með rosalega troðslu!! Munurinn eitt stig og Stjarnan tekur leikhlé.1. leikhluti (14-18): Heimamenn eru aðeins að vakna til lífsins og munurinn fjögur stig. Logi Gunnarsson og Stefan Bonneau m.a. með mikilvæga þrista og Mirko Virijevic að skila sínu undir körfunni. Elvar Már að koma inn og fær lof í lófa hjá heimamönnum í stúkunni.1. leikhluti (0-8): Gestirnir fara feykilega vel af stað á meðan heimamenn eru að klúðra einföldum sniðskotum trekk í trekk. Afar klaufalegt hjá Njarðvíkingum þessa stundina og Friðrik Ingi biður um leikhlé.1. leikhluti (0-0): Þá er leikurinn farinn af stað.Fyrir leik: Það verður forvitnilegt að sjá hvernig Elvar Már kemur inn í leik Njarðvíkur. Hann hefur vitanlega verið við háskólanám í New York og í stað þess að nýta vorfríið í skólanum til að skella sér til Flórída og fá sér kók og prins eins og flestir gera ákvað hann að koma heim og spila næstu tvo leiki með Njarðvík.Fyrir leik: Stjarnan tapaði naumlega gegn deildarmeisturum KR í síðusta leik, 100-103. Og þar á undan tapaði liðið illa fyrir Þór í Þorlákshöfn, 111-79. Í millitíðinni vann Stjarnan hins vegar KR í úrslitum bikarsins eins og frægt er orðið. Þetta ætti því að vera spennandi og skemmtilegur leikur hér í kvöld. Það styttist óðum í úrslitakeppni og bæði lið vilja ná upp takti í sinn leik áður en þangað er komið.Fyrir leik: Gengi Njarðvíkur undanfarið hefur verið nokkuð athyglisvert. Liðið hefur tapað síðustu tveimur heimaleikjum, gegn Grindavík og Haukum, en hins vegar hefur Njarðvík unnið síðustu fjóra útileiki í deildinni, gegn ÍR, Keflavík, Snæfelli og Skallagrími. Njarðvík getur með sigri hér í dag tryggt sér heimaleikjarétt í fyrstu umferð í úrslitakeppninni.Fyrir leik: Komiði sæl og blessuð. Hér verður leik Njarðvíkur og Stjörnunnar lýst. Dominos-deild karla Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Sjá meira
Njarðvík vann Stjörnuna með þrettán stigum, 101-88, í hörkuleik í Njarðvík. Elvar Már Friðriksson lék að nýju með Njarðvíkingum en það var Stefan Bonneau sem stal senunni og skoraði 41 stig. Gestirnir í Stjörnunni virtust vera í allt öðrum gír en heimamenn þegar flautað var til leiks í Ljónagryfjunni í kvöld. Stjarnan komst í 8-0 á fyrstu andartökum leiksins og heimamenn vissu ekki sitt rjúkandi ráð. Stjarnan náði mest 10 stiga forskoti í fyrsta leikhluta, 14-4, en þá sögðu heimamenn hingað og ekki lengra. Leikurinn tók stakkaskiptum um miðjan fyrsta leikhluta, heimamenn fóru að setja skot sín niður, eitthvað sem þeim mistókst illilega á fyrstu mínútunum og Stjarnan virtist ekki ráða við kraftinn í heimamönnum. Þegar flautað var til loka fyrsta leikhluta var staðan jöfn, 22-22. Njarðvík hélt uppteknum hætti í öðrum leikhluta, jók forskot sitt og fékk lykilmenn í gang. Fremstur fór Stefan Bonneau en hann skoraði 16 stig í fyrri hálfleik. Fyrir þennan leik var hann með 39 stig að meðaltali í leik og því ekkert óeðlilegt að hann hafi leitt sókn heimamanna. Þeir Logi Gunnarsson og Maciej Baginski voru báðir komnir með þrjár villur þegar flautað var til hálfleiks. Staðan í hálfleik var 50-39, heimamönnum í vil. Njarðvík hélt sínu striki í síðari hálfleik. Krafturinn í heimamönnum var mikill og augljóslega mikil og góð stemning í liðinu. Leikmenn voru að berjast hver fyrir annan og ljóst að Njarðvík ætlaði sér heimaleikjarétt í úrslitakeppninni. Staðan að loknum þriðja leikhluta var 77-62, heimamönnum í vil. Það fór svo að Njarðvík vann með 13 stigum, 101-88. Stefan Bonneau fór hreinlega á kostum í liði Njarðvíkur, skoraði 41 stig og hitti t.a.m. úr sjö af átta þriggja stiga skotum sínum. Unun að horfa á hann spila hreint út sagt. Njarðvík er sem stendur í þriðja sæti deildarinnar þegar einn leikur er eftir. Ef liðið spilar eins vel og í kvöld getur það farið langt en því má ekki gleyma að Elvar Már mun að öllum líkindum ekki spila með Njarðvík í úrslitakeppninni. Það fannst greinilega að nærvera hans hafði góð áhrif á alla í liðinu og einnig fólkið í stúkunni.TölfræðiNjarðvík: Stefán Bonneau 41, Logi Gunnarsson 18, Mirko Stefán Virijevic 14, Elvar Már Friðriksson 10, Ágúst Orrason 7, Hjörtur Einarsson 6, Ólafur Jónsson 5.Stjarnan: Jeremy Atkinson 26, Marvin Valdimarsson 18, Justin Shouse 18,Ágúst Angantýsson 11, Dagur Kár Jónsson 8, Sigurður Sturluson 4, Daði Lár Jónsson 3.Elvar Már: Tel afar ólíklegt að ég taki úrslitakeppnina. En það yrði mjög gaman "Ég tek næsta leik og svo fer ég bara aftur út. Mér finnst afar ólíklegt að ég taki úrslitakeppnina. Ég þarf að klára skólann. Ég hef misst mikið úr af því að við höfum verið að ferðast mikið. Þannig að ég held að það sé mjög ólíklegt. En það yrði mjög gaman," sagði kátur Elvar Már Friðriksson eftir leikinn. "Þetta var ekkert smá skemmtilegt, að koma aftur á gamla heimavöllinn. Ég vildi bara koma og gera allt sem ég gat, gefa liðinu orku og kraft. Ég var ekkert að hugsa um að koma og dundra einhverjum skotum, ætlaði bara að koma og reyna að hjálpa liðinu. Þetta var mjög skemmtilegt," sagði Elvar Már og bætti við að það hafi ekki komið til greina að skella sér til Flórída í fríinu sem nú er í skólanum. Elvar segist spila allt annað hlutverk úti en hann gerir hér heima með Njarðvík. "Ég fékk bara að vita það í upphafi að ef ég gæti spila vörn, þá fengið ég að spila. Ég hef bætt mig varnarlega þarna úti en ekki svo mikið sóknarlega. Það kemur kannski á næsta ári. En kannski þurfti ég meira að bæta varnaleikinn."Friðrik Ingi: Fyrst og fremst mikilvægt að líða vel þegar kemur að úrslitakeppni "Við vorum að spila vel fyrir utan fyrstu mínúturnar. Maður fékk pínu "flashback" frá Haukaleiknum sem var síðasti heimaleikur. Þar byrjuðum við í stigaþurrð en ég hafði trú á því að við myndum koma okkur inn í leikinn aftur. Við náðum að spila betri vörn núna en við höfum verið að gera undanfarið og það á móti flottu liði," sagði Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Njarðvíkur, eftir leikinn. Friðrik Ingi var mjög ánægður með stigið en gerði sér grein fyrir því að enn þyrfti að laga ákveðna hluti og að úrslitakeppnin er í raun allt annað mót en deildarkeppnin. "Þetta er svo óútreiknanlegt. Ég hef séð lið koma inn í úrslitakeppni í alls kyns stöðum og gert vel. En auðvitað er fyrst og fremst mikilvægt að spila vel og að líða vel með spilamennskuna. Við erum það að mestu leiti eftir þennan leik. Ég sá ákveðna hlutu sem ég þarf að skerpa aðeins á og held því bara út af fyrir mig," sagði Friðrik Ingi. Friðrik Ingi fór fögrum orðum um Stefan Bonneau eftir leikinn. "Hann er frábær leikmaður og við reynum að skapa honum ákveðið svigrúm. Það er kannski ekki alltaf auðvelt að halda svona dampi. Hann nýtur trausts og hann er býsna óeigingjarn. Leikmönnum líður vel að spila með honum. Hann er alltaf að leita af samherjum en svo hefur hann líka þetta vopn að geta skorað ef á þarf að halda. Og þá þurfum við að skapa honum aðstæður til þess," sagði Friðrik Ingi að lokum.Hrafn Kristjánsson: Leiður og sár að hafa ekki náð heimaleikjarétti Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, var hundfúll eftir leikinn. "Það sem gerðist var fyrirséð af þeirra hendi, þeir tóku syrpu og þá snýst þetta um að við náum að stjórna aðstæðum. Við náðum ekki að gera það. Við náðum ekki að stjórna spennustiginu, okkur langaði svolítið að hlaupa með þeim, misstum stjórn á hraðanum og fórum út úr því sem við ætluðum okkur að gera," sagði Hrafn. "Ég er aðallega leiður og sár yfir því að hafa ekki náð heimaleikjaréttinum. Félagið og þeir sem að vinna fyrir það og búa okkur topp aðstæður dag eftir dag eiga það skilið að við fáum heimaleikjaréttinn. Ég er hundfúll yfir því. Ég hins vegar hef fulla trú á þessu liði, við þurfum að fá einn til tvo leikmenn í toppstand og þá hef ég fulla trú á okkur í þessari úrslitakeppni," sagði Hrafn að lokum.Leiklýsing: Njarðvík - StjarnanLeik lokið (101-88): Öruggur sigur heimamanna. Stefan Bonneau fór á kostum og skoraði 41 stig.4. leikhluti (98-79): Jeremy Atkinson að halda lífi í Stjörnumönnum. En þá fær Justin Shouse dæmda á sig tæknivillu fyrir kjaftbrúk, á sama tíma og Stefan Bonneau stendur á vítalínunni. Þrjú vítaskot niður og svo þriggja stiga karfa. Sex stiga sókn hjá Stefan Bonneau.4. leikhluti (89-74): Maciej Baginski yfirgefur svæðið með sína fimmtu villu.4. leikhluti (89-73): Stefan Bonneau að hoppa hæð sína og troða. Í kjölfarið lendir þeim saman þeim Loga Gunnarssyni og Justin Shouse. Kristinn Óskarsson dómari er búinn að sjatla þau mál. 4:39 eftir og Njarðvík tekur leikhlé.4. leikhluti (84-67): Stjörnumenn að pirra sig á dómurum leiksins. Þar fer fremstur Dagur Kár Jónsson. Heimamenn virðast vera að sigla þessum sigri heim.3. leikhluta lokið (77-62): Heimamenn með þennan leik í sínum höndum. Það þarf eitthvað mikið að gerast ef Stjarnan á að ná fram sigri hér í kvöld. En það er allt hægt í körfubolta.3. leikhluti (74-56): Elvar Már að kveikja í sviðinu með frábæru gegnumbroti, tveimur stigum og vítaskoti að auki. Það er svo erfitt að ráða við þennan strák þegar hann kemst á flug. Stjarnan tekur leikhlé.3. leikhluti (72-56): Maciej Baginski Njarðvíkingur kominn með fjórar villur. Það hefur enn ekki komið að sök, Njarðvík er fá mikilvægt framlag af bekknum. Stefan Bonneau að setja niður þrist og er kominn með 26 stig.3. leikhluti (61-50): Stjörnumenn aðeins að vakna til lífsins, búnir að fá þrjú stig í þremur sóknum á stuttum tíma. Ýmist þriggja stiga skot eða tvö stig og vítaskot að auki.3. leikhluti (55-39): Njarðvíkingar eru að spila góða vörn hér í upphafi síðari hálfleiks og gefa Stjörnumönnum engin auðveld skot. Atkins að klúðra tveimur vítaskotum rétt í þessu.3. leikhluti hafinn (50-39): Áfram með fjörið.2. leikhluta lokið (50-39): Stefnir allt í skemmtilegan síðari hálfleik hér í Njarðvík. Munurinn 11 stig og greinilegt að það er mikið undir hjá báðum liðum. Stefan Bonneau endaði 2. leikhluta með þriggja stiga flautukörfu. Hann er stigahæstur heimamanna með 16 stig en hjá Stjörnunni er Marvin Valdimarsson stigahæstur með 12 stig. Logi Gunnarsson og Maciej Baginski eru báðir með þrjár villur í liði Njarðvík og Jeremy Atkinson er með þrjár villur hjá Stjörnunni.2. leikhluti (43-34): Heimamenn enn með yfirhöndina. Stjörnumenn láta dómarana fara töluvert í taugarnar á sér en ef til vill eru þeir eitthvað pirraðir út af eigin klaufaskap í sóknarleiknum. 2:20 eftir af 2. leikhluta.2. leikhluti (37-28): Það er gaman að horfa á leikmenn eins og Stefan Bonneau spila körfubolta, ef þið skilduð ekki hafa vitað það. Hann er búinn að skora körfur í öllum regnbogans litum og er kominn með 13 stig, stigahæstur heimamanna.2. leikhluti (30-26): Mér sýndist Justin hafa fengið sína aðra villu áðan en það reyndist ekki vera. Hvað um það. Njarðvíkingar eru að sýna klærnar hér í Ljónagryfjunni.1. leikhluta lokið (22-22): Frábær leikur í gangi hér í Njarðvík. Gestirnir úr Garðabæ byrjuðu leikinn af miklum krafti og náðu mest 10 stiga forskoti. En eftir það gáfu heimamenn í og vindurinn virðist vera í þeirra seglum þessa stundina.1. leikhluti (21-22): Justin Shouse kominn með tvær villur, báðar eftir brot á Elvari Má. Stjarnan má ekki við því að Shouse lendi í villuvandræðum. Stefan Bonneau með rosalega troðslu!! Munurinn eitt stig og Stjarnan tekur leikhlé.1. leikhluti (14-18): Heimamenn eru aðeins að vakna til lífsins og munurinn fjögur stig. Logi Gunnarsson og Stefan Bonneau m.a. með mikilvæga þrista og Mirko Virijevic að skila sínu undir körfunni. Elvar Már að koma inn og fær lof í lófa hjá heimamönnum í stúkunni.1. leikhluti (0-8): Gestirnir fara feykilega vel af stað á meðan heimamenn eru að klúðra einföldum sniðskotum trekk í trekk. Afar klaufalegt hjá Njarðvíkingum þessa stundina og Friðrik Ingi biður um leikhlé.1. leikhluti (0-0): Þá er leikurinn farinn af stað.Fyrir leik: Það verður forvitnilegt að sjá hvernig Elvar Már kemur inn í leik Njarðvíkur. Hann hefur vitanlega verið við háskólanám í New York og í stað þess að nýta vorfríið í skólanum til að skella sér til Flórída og fá sér kók og prins eins og flestir gera ákvað hann að koma heim og spila næstu tvo leiki með Njarðvík.Fyrir leik: Stjarnan tapaði naumlega gegn deildarmeisturum KR í síðusta leik, 100-103. Og þar á undan tapaði liðið illa fyrir Þór í Þorlákshöfn, 111-79. Í millitíðinni vann Stjarnan hins vegar KR í úrslitum bikarsins eins og frægt er orðið. Þetta ætti því að vera spennandi og skemmtilegur leikur hér í kvöld. Það styttist óðum í úrslitakeppni og bæði lið vilja ná upp takti í sinn leik áður en þangað er komið.Fyrir leik: Gengi Njarðvíkur undanfarið hefur verið nokkuð athyglisvert. Liðið hefur tapað síðustu tveimur heimaleikjum, gegn Grindavík og Haukum, en hins vegar hefur Njarðvík unnið síðustu fjóra útileiki í deildinni, gegn ÍR, Keflavík, Snæfelli og Skallagrími. Njarðvík getur með sigri hér í dag tryggt sér heimaleikjarétt í fyrstu umferð í úrslitakeppninni.Fyrir leik: Komiði sæl og blessuð. Hér verður leik Njarðvíkur og Stjörnunnar lýst.
Dominos-deild karla Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Sjá meira