Rétt mataræði hefur jákvæð áhrif Rikka skrifar 5. mars 2015 14:00 Visir/getty Talið er að um 2000 konur á Íslandi þjáist af Endometriosu eða Legslímuflakki eins og það kallast á íslensku og er krónískur móðurlífssjúkdómur. Sjúkdómsgreiningin getur tekið ár og jafnvel áratugi og því líklegt að töluvert fleiri konur þjáist í hljóði af þessum kvilla. Með vitundarvakningu og umræðu um sjúkdómin leita fleiri sér hjálpar en áður fyrr og fá um leið skýringu á þessari vanlíðan. Einkenni sjúkdómsins eru meðal annars mjög slæmir tíðaverkir, miklar blæðingar, meltingatruflanir, síþreyta og ófrjósemi. Engin bein lækning er til eins og staðan er í dag en hægt er að halda verkjum í skefjum með lyfjum, skurðaðgerð og hormónameðferðum. Mataræði og rétt næringarefni hafa einnig haft jákvæð áhrif og er þá þeim konum sem þjást af sjúkdómnum bent á að forðast hveiti, sykur, áfengi, rautt kjöt, koffín, mjólkurvörur, djúpsteiktan mat. Mælt er með því að neyta góðrar fitu eins og Omega-3 fitusýra, trefjaríkrar fæðu eins og grænmetis, korna og bauna auk fisks og ljósara kjöts. Næringarefni sem reynst hafa þessum konum og þeim er bent á að hafa í jafnvægi eru magnesíum, sínk, kalk, járn, A-,B-, C- og E-vítamín. Einnig er hreyfing alltaf til bóta. Mjúk hreyfing eins og göngur, jóga og magadans henti til dæmis gjarnan konum með endómetríósu. Hreyfing losar endorfín hormón, hjálpar til við slökun og örvar blóðflæði. Ef að þig grunar að þú þjáist af þessum sjúkdómi er allar frekari upplýsingar að finna á heimasíðu samtaka um Endometriosu. Heilsa Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að axla fjölmörg hlutverk samtímis sem aðstandandi Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið
Talið er að um 2000 konur á Íslandi þjáist af Endometriosu eða Legslímuflakki eins og það kallast á íslensku og er krónískur móðurlífssjúkdómur. Sjúkdómsgreiningin getur tekið ár og jafnvel áratugi og því líklegt að töluvert fleiri konur þjáist í hljóði af þessum kvilla. Með vitundarvakningu og umræðu um sjúkdómin leita fleiri sér hjálpar en áður fyrr og fá um leið skýringu á þessari vanlíðan. Einkenni sjúkdómsins eru meðal annars mjög slæmir tíðaverkir, miklar blæðingar, meltingatruflanir, síþreyta og ófrjósemi. Engin bein lækning er til eins og staðan er í dag en hægt er að halda verkjum í skefjum með lyfjum, skurðaðgerð og hormónameðferðum. Mataræði og rétt næringarefni hafa einnig haft jákvæð áhrif og er þá þeim konum sem þjást af sjúkdómnum bent á að forðast hveiti, sykur, áfengi, rautt kjöt, koffín, mjólkurvörur, djúpsteiktan mat. Mælt er með því að neyta góðrar fitu eins og Omega-3 fitusýra, trefjaríkrar fæðu eins og grænmetis, korna og bauna auk fisks og ljósara kjöts. Næringarefni sem reynst hafa þessum konum og þeim er bent á að hafa í jafnvægi eru magnesíum, sínk, kalk, járn, A-,B-, C- og E-vítamín. Einnig er hreyfing alltaf til bóta. Mjúk hreyfing eins og göngur, jóga og magadans henti til dæmis gjarnan konum með endómetríósu. Hreyfing losar endorfín hormón, hjálpar til við slökun og örvar blóðflæði. Ef að þig grunar að þú þjáist af þessum sjúkdómi er allar frekari upplýsingar að finna á heimasíðu samtaka um Endometriosu.
Heilsa Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að axla fjölmörg hlutverk samtímis sem aðstandandi Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið