Lífið

Notar yfir 400 bleyjur á mánuði

Gunnar Leó Pálsson skrifar
„Við erum að fara með svona fjögur hundruð og eitthvað bleyjur á mánuði, þannig að maður er alltaf að kaupa bleyjur,“ segir Ósk Stefánsdóttir. Hún og eiginmaður hennar, Bandaríkjamaðurinn Greg Eiden, eiga líklega Íslandsmet í að eignast mörg börn á skömmum tíma.

Þeim fæddust tvíburadætur árið 2010 og þegar þau ætluðu sér að bæta við þriðja barninu varð Ósk ófrísk að þríburum.

„Börnin urðu því fimm á þremur árum,“ segir Ósk í fyrsta þætti af Margra barna mæðrum sem er í umsjón Sigrúnar Óskar Kristjánsdóttur og var sýndur á Stöð 2 í kvöld.

Ósk segir í þættinum frá öllu sem því fylgir að eiga og sjá fyrir fimm ungum börnum. „Matarreikningurinn er alveg vel yfir hundrað þúsund krónur á mánuði og versnar með aldrinum örugglega,“ segir Ósk um matarkostnaðinn á heimilinu.

Í þættinum kom einnig fram að Ósk hafi brostið í grát í sónarskoðun hjá lækni sem tilkynnti henni að fóstrin væru ekki eitt og ekki tvö, heldur þrjú. „Ég sagði bara: Hvernig á ég eiginlega að fara að þessu?“ Maðurinn hennar gat hins vegar ekki hætt að hlæja. Bæði eru sammála um að það hafi á margan hátt verið auðveldara að hugsa um þríbura en tvíbura, enda hafi þau verið komin í góða æfingu.

Þátturinn var á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld en hér að ofan má sjá þáttinn í heild sinni.


Tengdar fréttir

Mæðir á margra barna mæðrum

Leyndardómar ofurkvennanna afhjúpaðir. Sigrún Ósk velti fyrir sér hvernig margra barna mæður færu að eftir að hún eignaðist sín börn, leitaði til þeirra og úr varð sjónvarpssería.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.