Gufubað hefur góð áhrif á æðakerfið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. mars 2015 10:17 Sigurður Guðmundsson, læknir, segja að setja megi finnsku rannsóknina í samhengi við áhrif streitu á heilsuna. Vísir Ný finnsk rannsókn sem birtist í tímariti Bandarísku læknasamtakanna sýnir fram á samband gufubaða og tíðni kransæðasjúkdóma, og annarra hjarta-og æðasjúkdóma, í körlum á aldrinum 40-60 ára. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að því oftar sem mennirnir fóru í gufubað, og því lengur sem þeir voru þar inni, minnkuðu líkurnar á því að mennirnir dæju úr þessum sjúkdómum. Alls voru 2300 finnskir karlmenn skoðaðir, allir frá austurhluta Finnlands, þar sem kransæða-og hjartasjúkdómar eru einna tíðastir. „Því oftar sem menn fóru í saunu þeim mun betur gekk þeim. Það voru um 40-60% minni líkur á að menn dæju úr þessum sjúkdómum ef þeir fóru 4-7 sinnum í saunu á viku. Það er því greinilega mjög sterkt samband þarna á milli. Þá skiptir líka máli hvers lengi menn voru í saunu allt í allt yfir vikuna. Þeir sem voru minna en 11 mínútur fengu minnst út úr þessu en þeir sem voru lengur en 19 mínútur í heildina stóðu sig best og fengu mest út úr þessu,“ sagði Sigurður Guðmundsson, læknir, í Reykjavík síðdegis í gær um niðurstöður rannsóknarinnar. Sigurður sagði að það hefði verið vitað fyrir að heit böð hefðu almennt góð áhrif á blóðrásina. Síðan væri hægt að setja rannsóknina í samhengi við áhrif streitu á heilsu. Margar rannsóknir hefðu sýnt fram á að álag og streita eykur tíðni á kransæðasjúkdómum. Til að mynda jókst tíðni kransæðasjúkdóma verulega hjá íslenskum konum í vikunni sem hrunið varð 2008. „Það er því hægt að spekúlera í því að manni líður vel bara við það að fara í saunu. Menn slaka á, gleyma áhyggjum og amstri lífs. Það er alveg ljóst að það hefur áhrif á vellíðan og því fleiri þannig stundi sem menn eiga, það getur lengt og bætt líf. Svo fara menn væntanlega sjaldan einir í saunu, og maður er auðvitað manns gaman, og það eykur líka vellíðan.“ Hlusta má á viðtalið við Sigurð í spilaranum hér að neðan. Tengdar fréttir Braust inn í sundlaug og fór í gufubað Lögreglan handtók karlmann á þrítugsaldri á innbrotsstað í sundlaug í Hafnarfirði um klukkan hálf átta í gærkvöldi. Hann var þar í mestu makindum í gufubaði þegar laganna verðir komu að honum. Ekki kemur fram hvort hann var undir áhrifum áfengis eða fíkniefna, eða hvort hann hafi ætlað að stela einhverju í leiðinni. 2. janúar 2015 08:53 Vesturbæjarlaug er besta sundlaug á Íslandi Álitsgjafar Lífsins á Vísi hafa kveðið upp sinn dóm. 24. október 2014 11:45 Mest lesið Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp Innlent Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Innlent Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Innlent Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Innlent Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Innlent Fimm börn alvarlega veik á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Innlent Vannærð og veik af áfengisneyslu eftir vetursetu í Evrópu Innlent Í blóma lífsins þegar hann lést í Fnjóská Innlent Fleiri fréttir Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Þörf á ítarlegri rannsóknum vegna Vestmannaeyjaganga Fimm börn alvarlega veik á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Úkraínuforseti gagnrýnir hik vestrænna leiðtoga Þessi eru í forystusætunum Fella nokkur rekstrarleyfi fyrir sjókvíaeldi úr gildi Jakob Frímann til liðs við Miðflokkinn Fréttamannafundur utanríkisráðherra Norðurlandaráðs Kennaraverkföll og göng til Eyja Segir íslenska ríkið fordæma ákvörðun ísraelska þingsins Ofsaakstur um Höfðana endaði með umferðaróhappi Sakborningur á áttræðisaldri segist hafa fengið greiðslur frá syni sínum Líkur aukast á eldgosi í lok nóvember Úkraínski fáninn verði við ráðhúsið þar til fullnaðarsigur hefur unnist Rithöfundar sjaldan verið í eins harðri samkeppni um athygli og nú Segist aldrei hafa skoðað í poka sem innihélt sextán milljónir Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Vinnuvél valt í Gilinu á Akureyri „Mikilvægt að láta ekki hugfallast“ Telja sig ekki brjóta neinar verkfallsreglur „Ég veit ekki af hverju hann segir ósatt“ Bein útsending: Kynna skýrslu um fýsileika jarðgangna til Vestmannaeyja Koma saman til að minnast Geirs Þrír á slysadeild eftir þriggja bíla árekstur á Sæbraut Magnús Karl tekur slaginn við Silju Báru Norðurlandaráðsþing, Selenskí og kennarar leggja niður störf Sjá meira
Ný finnsk rannsókn sem birtist í tímariti Bandarísku læknasamtakanna sýnir fram á samband gufubaða og tíðni kransæðasjúkdóma, og annarra hjarta-og æðasjúkdóma, í körlum á aldrinum 40-60 ára. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að því oftar sem mennirnir fóru í gufubað, og því lengur sem þeir voru þar inni, minnkuðu líkurnar á því að mennirnir dæju úr þessum sjúkdómum. Alls voru 2300 finnskir karlmenn skoðaðir, allir frá austurhluta Finnlands, þar sem kransæða-og hjartasjúkdómar eru einna tíðastir. „Því oftar sem menn fóru í saunu þeim mun betur gekk þeim. Það voru um 40-60% minni líkur á að menn dæju úr þessum sjúkdómum ef þeir fóru 4-7 sinnum í saunu á viku. Það er því greinilega mjög sterkt samband þarna á milli. Þá skiptir líka máli hvers lengi menn voru í saunu allt í allt yfir vikuna. Þeir sem voru minna en 11 mínútur fengu minnst út úr þessu en þeir sem voru lengur en 19 mínútur í heildina stóðu sig best og fengu mest út úr þessu,“ sagði Sigurður Guðmundsson, læknir, í Reykjavík síðdegis í gær um niðurstöður rannsóknarinnar. Sigurður sagði að það hefði verið vitað fyrir að heit böð hefðu almennt góð áhrif á blóðrásina. Síðan væri hægt að setja rannsóknina í samhengi við áhrif streitu á heilsu. Margar rannsóknir hefðu sýnt fram á að álag og streita eykur tíðni á kransæðasjúkdómum. Til að mynda jókst tíðni kransæðasjúkdóma verulega hjá íslenskum konum í vikunni sem hrunið varð 2008. „Það er því hægt að spekúlera í því að manni líður vel bara við það að fara í saunu. Menn slaka á, gleyma áhyggjum og amstri lífs. Það er alveg ljóst að það hefur áhrif á vellíðan og því fleiri þannig stundi sem menn eiga, það getur lengt og bætt líf. Svo fara menn væntanlega sjaldan einir í saunu, og maður er auðvitað manns gaman, og það eykur líka vellíðan.“ Hlusta má á viðtalið við Sigurð í spilaranum hér að neðan.
Tengdar fréttir Braust inn í sundlaug og fór í gufubað Lögreglan handtók karlmann á þrítugsaldri á innbrotsstað í sundlaug í Hafnarfirði um klukkan hálf átta í gærkvöldi. Hann var þar í mestu makindum í gufubaði þegar laganna verðir komu að honum. Ekki kemur fram hvort hann var undir áhrifum áfengis eða fíkniefna, eða hvort hann hafi ætlað að stela einhverju í leiðinni. 2. janúar 2015 08:53 Vesturbæjarlaug er besta sundlaug á Íslandi Álitsgjafar Lífsins á Vísi hafa kveðið upp sinn dóm. 24. október 2014 11:45 Mest lesið Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp Innlent Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Innlent Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Innlent Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Innlent Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Innlent Fimm börn alvarlega veik á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Innlent Vannærð og veik af áfengisneyslu eftir vetursetu í Evrópu Innlent Í blóma lífsins þegar hann lést í Fnjóská Innlent Fleiri fréttir Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Þörf á ítarlegri rannsóknum vegna Vestmannaeyjaganga Fimm börn alvarlega veik á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Úkraínuforseti gagnrýnir hik vestrænna leiðtoga Þessi eru í forystusætunum Fella nokkur rekstrarleyfi fyrir sjókvíaeldi úr gildi Jakob Frímann til liðs við Miðflokkinn Fréttamannafundur utanríkisráðherra Norðurlandaráðs Kennaraverkföll og göng til Eyja Segir íslenska ríkið fordæma ákvörðun ísraelska þingsins Ofsaakstur um Höfðana endaði með umferðaróhappi Sakborningur á áttræðisaldri segist hafa fengið greiðslur frá syni sínum Líkur aukast á eldgosi í lok nóvember Úkraínski fáninn verði við ráðhúsið þar til fullnaðarsigur hefur unnist Rithöfundar sjaldan verið í eins harðri samkeppni um athygli og nú Segist aldrei hafa skoðað í poka sem innihélt sextán milljónir Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Vinnuvél valt í Gilinu á Akureyri „Mikilvægt að láta ekki hugfallast“ Telja sig ekki brjóta neinar verkfallsreglur „Ég veit ekki af hverju hann segir ósatt“ Bein útsending: Kynna skýrslu um fýsileika jarðgangna til Vestmannaeyja Koma saman til að minnast Geirs Þrír á slysadeild eftir þriggja bíla árekstur á Sæbraut Magnús Karl tekur slaginn við Silju Báru Norðurlandaráðsþing, Selenskí og kennarar leggja niður störf Sjá meira
Braust inn í sundlaug og fór í gufubað Lögreglan handtók karlmann á þrítugsaldri á innbrotsstað í sundlaug í Hafnarfirði um klukkan hálf átta í gærkvöldi. Hann var þar í mestu makindum í gufubaði þegar laganna verðir komu að honum. Ekki kemur fram hvort hann var undir áhrifum áfengis eða fíkniefna, eða hvort hann hafi ætlað að stela einhverju í leiðinni. 2. janúar 2015 08:53
Vesturbæjarlaug er besta sundlaug á Íslandi Álitsgjafar Lífsins á Vísi hafa kveðið upp sinn dóm. 24. október 2014 11:45