Lífið

Tinder hyglir yngri notendum fram yfir þá eldri

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
vísir/getty
Tinder Plus er nýjasta útspil stefnumótasmáforritsins Tinder. Þar gefst notendum kostur á því að borga gjald fyrir ýmsa nýja möguleika sem ekki hafa verið í boði áður. Athygli vekur að eldri notendur munu þurfa að greiða mun meir fyrir afnotin heldur en þeir yngri.

Fyrir rétt tæp fjögur pund á mánuði gefst notendum færi á að skipta um skoðun á þeim sem það „swipe-aði“ síðast en hingað til hefur það ekki verið hægt. Einnig muntu geta fært þig um stað og reynt að kynnast fólki í öðrum lands- eða heimshlutum. Þetta gildir hins vegar aðeins ef þú ert yngri en 28 ára því ef þú ert eldri en það verður er kostnaðurinn tæp fimmtán pund.

Gjaldið sem notendur borga kemur einnig í veg fyrir að auglýsingar trufli þá. Hingað til hefur forritið verið laust við þær en það breytist brátt. Einnig stendur til að gefa notendum aðeins takmörkuð „swipe“ nema þeir greiði gjaldið.


Tengdar fréttir

QuizUp sagður vera hinn nýi Tinder

Erlendur miðill fjallar um par sem kynntist í gegnum íslenska spurningaleikinn QuizUp. Búið að er að gefa út leiðbeiningar hvernig eigi að daðra í leiknum.

Frægir á stefnumótasíðu Tinder

Má þar nefna þekkta einstaklinga eins og Sölva Tryggvason fjömiðlamann, Ívar Guðmundsson útvarpsmann, Pétur Örn Guðmunsson söngvara, Svein Andra Sveinsson lögmann

Hvernig verðurðu flinkur á Tinder?

Er stefnumótaforritið Tinder fyrir skyndikynni eða eitthvað annað? Farið var yfir málið í Laugardagskaffinu á X-inu í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.