Eplabaka Evu Laufeyjar 19. mars 2015 22:02 visir/EvaLaufey Eplabaka með ljúffengri karamellusósuÞessi eplabaka er ómótstæðileg, hún er bæði ótrúlega einföld og fljótleg. Ég mæli með að þið berið hana fram með karamellusósu og ís. Ég þori að lofa ykkur því að þið eigið eftir að gera þessa böku aftur og aftur.Eplabaka 5-6 stór græn epli 2 msk. sykur 2 - 3 tsk. kanill 1 tsk. vanillusykur eða vanilludropar 50 - 60 g. Hakkað súkkulaði 80 g. hveiti 80 g. sykur 80 g. smjör 50 g. Haframjöl Aðferð: Hitið ofninn í 180°C. Flysjið eplin, fjarlægið kjarna og stilka. Skerið eplin í litla bita og dreifið eplabitunum í eldfast mót. Blandið sykri, vanillusykri og kanil saman við eplin. Sáldrið súkkulaðinu yfir eplin. Næsta skref er að útbúa deigið sem fer ofan á eplin. Blandið hveiti, sykri, smjöri og haframjöli saman í skál og blandið saman með höndunum. Setjið deigið ofan á eplin og bakið við 180°C í 40 - 45 mínútur. Á meðan að bakan er í ofninum þá er upplagt að útbúa ljúffenga karamellusósu. Karamellusósa Þetta er sósan sem þið verðið að prófa. Hún passar vel með kökum og eftirréttum. Í raun gæti ég borðað hana eina og sér. Sósan geymist í ísskáp í tvær vikur. Það er ágætt að hita hana aðeins upp áður en þið berið hana fram. Ég þori að lofa ykkur því að þið kaupið ekki aftur tilbúna sósu þegar þið hafið útbúið ykkar eigin. 200 g sykur 2 msk smjör ½ - 1 dl rjómi ½ tsk salt (sjávarsalt er best að mínu mati) Aðferð: Setjið sykurinn á pönnu og bræðið hann við vægan hita. Gott er að hafa ekki of háan hita og fara hægt af stað. Takið pönnuna af hellunni þegar sykurinn er allur bráðinn og bætið smjörinu saman við og hrærið vel. Hellið rjómanum út í karamelluna og hrærið þar til karamellan er þykk og fín. Í lokin bætið þið saltinu saman við. Það er líka afskaplega gott að rista hnetur og bæta út í sósuna. Þið finnið fleiri uppskriftir á matarbloggi mínu evalaufeykjaran.com Eftirréttir Eplabökur Eva Laufey Kökur og tertur Uppskriftir Tengdar fréttir Döðlukaka með dásamlegri karamellusósu Sjónvarpskokkurinn og matarbloggarinn Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir snýr aftur á skjáinn á Söð 2 innan skamms með girnilegar og freistandi uppskriftir sem einfalt er að leika eftir. Hérna gefur hún lesendum Matarvísis uppskrift af dásamlegri breskri döðluköku. 25. febrúar 2015 13:30 Hollustubröns að hætti meistara Í þriðja þætti af Meistaramánuði sýndi Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir okkur hvernig á að galdra fram dýrindis helgarbröns sem innihélt meðal annars heimagert múslí, grænan drykk, eggjamúffur, salat, ávexti og heimsins auðveldustu pönnukökur. 16. október 2014 09:00 Appelsínu- og gulrótarsafi Evu Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir gefur lesendum Heilsuvísis uppskrift af dásamlegum hollustusafa. 7. október 2014 11:00 Þakklæti ofarlega í huga Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir er fyrir löngu orðin mataráhugamönnum og konum landsins kunn fyrir girnilegar og einfaldar uppskriftir á matarbloggi sínu. Í gær fór svo hennar önnur þáttasería í loftið á Stöð 2. 13. mars 2015 11:00 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið
Eplabaka með ljúffengri karamellusósuÞessi eplabaka er ómótstæðileg, hún er bæði ótrúlega einföld og fljótleg. Ég mæli með að þið berið hana fram með karamellusósu og ís. Ég þori að lofa ykkur því að þið eigið eftir að gera þessa böku aftur og aftur.Eplabaka 5-6 stór græn epli 2 msk. sykur 2 - 3 tsk. kanill 1 tsk. vanillusykur eða vanilludropar 50 - 60 g. Hakkað súkkulaði 80 g. hveiti 80 g. sykur 80 g. smjör 50 g. Haframjöl Aðferð: Hitið ofninn í 180°C. Flysjið eplin, fjarlægið kjarna og stilka. Skerið eplin í litla bita og dreifið eplabitunum í eldfast mót. Blandið sykri, vanillusykri og kanil saman við eplin. Sáldrið súkkulaðinu yfir eplin. Næsta skref er að útbúa deigið sem fer ofan á eplin. Blandið hveiti, sykri, smjöri og haframjöli saman í skál og blandið saman með höndunum. Setjið deigið ofan á eplin og bakið við 180°C í 40 - 45 mínútur. Á meðan að bakan er í ofninum þá er upplagt að útbúa ljúffenga karamellusósu. Karamellusósa Þetta er sósan sem þið verðið að prófa. Hún passar vel með kökum og eftirréttum. Í raun gæti ég borðað hana eina og sér. Sósan geymist í ísskáp í tvær vikur. Það er ágætt að hita hana aðeins upp áður en þið berið hana fram. Ég þori að lofa ykkur því að þið kaupið ekki aftur tilbúna sósu þegar þið hafið útbúið ykkar eigin. 200 g sykur 2 msk smjör ½ - 1 dl rjómi ½ tsk salt (sjávarsalt er best að mínu mati) Aðferð: Setjið sykurinn á pönnu og bræðið hann við vægan hita. Gott er að hafa ekki of háan hita og fara hægt af stað. Takið pönnuna af hellunni þegar sykurinn er allur bráðinn og bætið smjörinu saman við og hrærið vel. Hellið rjómanum út í karamelluna og hrærið þar til karamellan er þykk og fín. Í lokin bætið þið saltinu saman við. Það er líka afskaplega gott að rista hnetur og bæta út í sósuna. Þið finnið fleiri uppskriftir á matarbloggi mínu evalaufeykjaran.com
Eftirréttir Eplabökur Eva Laufey Kökur og tertur Uppskriftir Tengdar fréttir Döðlukaka með dásamlegri karamellusósu Sjónvarpskokkurinn og matarbloggarinn Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir snýr aftur á skjáinn á Söð 2 innan skamms með girnilegar og freistandi uppskriftir sem einfalt er að leika eftir. Hérna gefur hún lesendum Matarvísis uppskrift af dásamlegri breskri döðluköku. 25. febrúar 2015 13:30 Hollustubröns að hætti meistara Í þriðja þætti af Meistaramánuði sýndi Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir okkur hvernig á að galdra fram dýrindis helgarbröns sem innihélt meðal annars heimagert múslí, grænan drykk, eggjamúffur, salat, ávexti og heimsins auðveldustu pönnukökur. 16. október 2014 09:00 Appelsínu- og gulrótarsafi Evu Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir gefur lesendum Heilsuvísis uppskrift af dásamlegum hollustusafa. 7. október 2014 11:00 Þakklæti ofarlega í huga Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir er fyrir löngu orðin mataráhugamönnum og konum landsins kunn fyrir girnilegar og einfaldar uppskriftir á matarbloggi sínu. Í gær fór svo hennar önnur þáttasería í loftið á Stöð 2. 13. mars 2015 11:00 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið
Döðlukaka með dásamlegri karamellusósu Sjónvarpskokkurinn og matarbloggarinn Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir snýr aftur á skjáinn á Söð 2 innan skamms með girnilegar og freistandi uppskriftir sem einfalt er að leika eftir. Hérna gefur hún lesendum Matarvísis uppskrift af dásamlegri breskri döðluköku. 25. febrúar 2015 13:30
Hollustubröns að hætti meistara Í þriðja þætti af Meistaramánuði sýndi Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir okkur hvernig á að galdra fram dýrindis helgarbröns sem innihélt meðal annars heimagert múslí, grænan drykk, eggjamúffur, salat, ávexti og heimsins auðveldustu pönnukökur. 16. október 2014 09:00
Appelsínu- og gulrótarsafi Evu Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir gefur lesendum Heilsuvísis uppskrift af dásamlegum hollustusafa. 7. október 2014 11:00
Þakklæti ofarlega í huga Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir er fyrir löngu orðin mataráhugamönnum og konum landsins kunn fyrir girnilegar og einfaldar uppskriftir á matarbloggi sínu. Í gær fór svo hennar önnur þáttasería í loftið á Stöð 2. 13. mars 2015 11:00