Siggi Sigurjóns: „Ég á allt eins von á því að Rolling Stones hringi í mig" Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. mars 2015 07:43 Siggi Sigurjóns hefur slegið í gegn í myndbandinu við lagið Crystals með Of Monsters and Men. Það má með sanni segja að leikarinn Siggi Sigurjóns hafi slegið í gegn í myndbandi við nýjasta lag hljómsveitarinnar Of Monsters and Men, Crystals. Siggi er með reynslumeiri leikurum þjóðarinnar en þrátt fyrir það átti hann ekki von á þeim sterku viðbrögðum sem hann hefur fengið fyrir túlkun sína í myndbandi Of Monsters and Men. „Þau höfðu bara samband við mig, krakkarnir í bandinu og umboðsmaður þeirra, og spurðu mig hvort að ég væri til í að flytja þetta lag í vídjói. Mér vafðist auðvitað tunga um tönn en verandi mikill aðdáandi þeirra að þá þurfti ég nú ekki að hugsa mig lengi um,“ segir Siggi í samtali við Ísland í dag. Hann fékk varla dag til þess að læra lagið en það kemur ekki að sök enda segir Siggi að það sé gott að gera svona einfaldlega „on the spot og skrúfa frá einhverjum fíling.“ „Ég er bara með skeggið í nærmynd og allar hrukkurnar og þurfti að læra textann dálítið hratt,“ segir Siggi og bætir við að það hafi gengið vel. Myndbandið var frumsýnt á mánudagskvöld og aðdáendur hljómsveitarinnar hafa velt fyrir sér hver þetta eiginlega sé sem syngur af svo mikilli innlifun. Hafa menn meira að segja líkt Sigga við bandaríska leikarann Robin Williams. Söngurinn hefur augljóslega vakið athygli því á kvikmyndasíðunni IMDB.com hefur nafn Sigga rokið upp um 52.000 á sérstökum stjörnumæli síðunnar. „Ég er svo sem bara vanur viðbrögðum frá Íslandi enda er það minn markhópur en þetta eru mjög sterk viðbrögð vægast sagt og svolítið ný upplifun fyrir mig.“ Siggi er að frumsýna Fjalla-Eyvind í næstu viku í Þjóðleikhúsinu og segist hlakka mikið til en hann leikur útilegumann í verkinu. Hann segist svo nóg í pípunum að loknu því verkefni. Aðspurður hvort það sé ekki líklegt að honum verði boðið í fleiri myndbönd segir Siggi léttur í bragði: „Ég á allt eins von á því að Rolling Stones hringi í mig, hver veit.“ Innslagið úr Íslandi í dag má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Tengdar fréttir Geðþokki Sigga og skeggvöxtur heillaði OMAM: „Hann er bara svo flottur gæi“ Frammistaða leikarans Sigurðar Sigurjónssonar hefur vakið mikla eftirtekt. 18. mars 2015 11:15 Of Monsters and Men heldur tónleika á Íslandi "Það verður gott að koma aðeins heim og fá skammt af íslensku sumri í leiðinni,“ segir Ragnar Þórhallsson. 17. mars 2015 08:30 Hlustaðu á nýtt lag Of Monsters And Men Fyrsta smáskífa plötunnar Beneath The Skin er komin út. 16. mars 2015 19:00 Siggi Sigurjóns fer á kostum í myndbandi Of Monsters and Men: "Of spennandi og skrýtið til að hafna því“ Syngur af mikilli innlifun með laginu Crystals. 16. mars 2015 19:31 Mest lesið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Stjörnum prýdd kynning enska boltans Lífið Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Lífið Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið Fleiri fréttir Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Sjá meira
Það má með sanni segja að leikarinn Siggi Sigurjóns hafi slegið í gegn í myndbandi við nýjasta lag hljómsveitarinnar Of Monsters and Men, Crystals. Siggi er með reynslumeiri leikurum þjóðarinnar en þrátt fyrir það átti hann ekki von á þeim sterku viðbrögðum sem hann hefur fengið fyrir túlkun sína í myndbandi Of Monsters and Men. „Þau höfðu bara samband við mig, krakkarnir í bandinu og umboðsmaður þeirra, og spurðu mig hvort að ég væri til í að flytja þetta lag í vídjói. Mér vafðist auðvitað tunga um tönn en verandi mikill aðdáandi þeirra að þá þurfti ég nú ekki að hugsa mig lengi um,“ segir Siggi í samtali við Ísland í dag. Hann fékk varla dag til þess að læra lagið en það kemur ekki að sök enda segir Siggi að það sé gott að gera svona einfaldlega „on the spot og skrúfa frá einhverjum fíling.“ „Ég er bara með skeggið í nærmynd og allar hrukkurnar og þurfti að læra textann dálítið hratt,“ segir Siggi og bætir við að það hafi gengið vel. Myndbandið var frumsýnt á mánudagskvöld og aðdáendur hljómsveitarinnar hafa velt fyrir sér hver þetta eiginlega sé sem syngur af svo mikilli innlifun. Hafa menn meira að segja líkt Sigga við bandaríska leikarann Robin Williams. Söngurinn hefur augljóslega vakið athygli því á kvikmyndasíðunni IMDB.com hefur nafn Sigga rokið upp um 52.000 á sérstökum stjörnumæli síðunnar. „Ég er svo sem bara vanur viðbrögðum frá Íslandi enda er það minn markhópur en þetta eru mjög sterk viðbrögð vægast sagt og svolítið ný upplifun fyrir mig.“ Siggi er að frumsýna Fjalla-Eyvind í næstu viku í Þjóðleikhúsinu og segist hlakka mikið til en hann leikur útilegumann í verkinu. Hann segist svo nóg í pípunum að loknu því verkefni. Aðspurður hvort það sé ekki líklegt að honum verði boðið í fleiri myndbönd segir Siggi léttur í bragði: „Ég á allt eins von á því að Rolling Stones hringi í mig, hver veit.“ Innslagið úr Íslandi í dag má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Tengdar fréttir Geðþokki Sigga og skeggvöxtur heillaði OMAM: „Hann er bara svo flottur gæi“ Frammistaða leikarans Sigurðar Sigurjónssonar hefur vakið mikla eftirtekt. 18. mars 2015 11:15 Of Monsters and Men heldur tónleika á Íslandi "Það verður gott að koma aðeins heim og fá skammt af íslensku sumri í leiðinni,“ segir Ragnar Þórhallsson. 17. mars 2015 08:30 Hlustaðu á nýtt lag Of Monsters And Men Fyrsta smáskífa plötunnar Beneath The Skin er komin út. 16. mars 2015 19:00 Siggi Sigurjóns fer á kostum í myndbandi Of Monsters and Men: "Of spennandi og skrýtið til að hafna því“ Syngur af mikilli innlifun með laginu Crystals. 16. mars 2015 19:31 Mest lesið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Stjörnum prýdd kynning enska boltans Lífið Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Lífið Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið Fleiri fréttir Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Sjá meira
Geðþokki Sigga og skeggvöxtur heillaði OMAM: „Hann er bara svo flottur gæi“ Frammistaða leikarans Sigurðar Sigurjónssonar hefur vakið mikla eftirtekt. 18. mars 2015 11:15
Of Monsters and Men heldur tónleika á Íslandi "Það verður gott að koma aðeins heim og fá skammt af íslensku sumri í leiðinni,“ segir Ragnar Þórhallsson. 17. mars 2015 08:30
Hlustaðu á nýtt lag Of Monsters And Men Fyrsta smáskífa plötunnar Beneath The Skin er komin út. 16. mars 2015 19:00
Siggi Sigurjóns fer á kostum í myndbandi Of Monsters and Men: "Of spennandi og skrýtið til að hafna því“ Syngur af mikilli innlifun með laginu Crystals. 16. mars 2015 19:31