Opel rifar seglin í Rússlandi Finnur Thorlacius skrifar 18. mars 2015 14:57 Opel bíll í Pétursborg. General Motors, eigandi Opel, hefur fengið leið á því að tapa ógrynni fjár í Evrópu. Ástandið í Rússlandi er ekki beint til að hjálpa til við þau áform að rétta við skútuna í álfunni og því hefur verið tekin sú ákvörðu að loka verksmiðjum Opel í Rússlandi við lok þessa árs. Áhersla GM í Rússlandi verður á dýrari gerðir Chevrolet og Cadillac bíla, en framleiðslu minni og ódýrari bíla hætt. Því verða þeir bílar sem GM selur í Rússlandi innfluttir, en víst er að framleiðsla þeirra í Rússlandi hefur ekki borgað sig í samkeppni við aðra ódýrari bíla þar. Markmið Opel var að ná yfir núllið í Evrópu frá og með árinu 2016 og það rýmar ekki við þær áætlanir að halda úti óbreyttri starfsemi í svo óvissu ástandi sem er í Rússlandi nú og verður líklega á næstu árum. Fyrir stuttu var hér greint frá tímabundnum lokunum bílaverksmiðju Nissan í Rússlandi og svo virðist sem allir bílaframleiðendur séu að rifa seglin í Rússlandi eða minnka starfsemi sína til muna þar. Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent
General Motors, eigandi Opel, hefur fengið leið á því að tapa ógrynni fjár í Evrópu. Ástandið í Rússlandi er ekki beint til að hjálpa til við þau áform að rétta við skútuna í álfunni og því hefur verið tekin sú ákvörðu að loka verksmiðjum Opel í Rússlandi við lok þessa árs. Áhersla GM í Rússlandi verður á dýrari gerðir Chevrolet og Cadillac bíla, en framleiðslu minni og ódýrari bíla hætt. Því verða þeir bílar sem GM selur í Rússlandi innfluttir, en víst er að framleiðsla þeirra í Rússlandi hefur ekki borgað sig í samkeppni við aðra ódýrari bíla þar. Markmið Opel var að ná yfir núllið í Evrópu frá og með árinu 2016 og það rýmar ekki við þær áætlanir að halda úti óbreyttri starfsemi í svo óvissu ástandi sem er í Rússlandi nú og verður líklega á næstu árum. Fyrir stuttu var hér greint frá tímabundnum lokunum bílaverksmiðju Nissan í Rússlandi og svo virðist sem allir bílaframleiðendur séu að rifa seglin í Rússlandi eða minnka starfsemi sína til muna þar.
Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent