Helmingi stærri vél leysir af Fokkerinn Kristján Már Unnarsson skrifar 16. mars 2015 20:15 Hálfrar aldar þjónustu Fokkeranna við landsmenn lýkur senn. Flugfélag Íslands hefur ákveðið að skipta þeim út fyrir helmingi stærri vélar, Bombardier Q400, sem taka 74 farþega. Fokkerarnir eru búnir að vera uppistaða innanlandsflugsins frá því vorið 1965. Fokker F-27 þjónaði í 27 ár, Fokker F-50 tók við árið 1992 og nú eru horfur á að þær verði allar farnar eftir rúmt ár. Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, segir í viðtali við Stöð 2 að fyrir hafi legið mikil fjárfestingarþörf í þeim vélum, ef félagið ætlaði að halda áfram með Fokkerana. Fremur en að fara í þá fjárfestingu hafi verið ákveðið, eftir ítarlega skoðun, að velja nýja tegund. Flugfélagið er með fimm Fokkera og hyggst selja þá alla en halda áfram að reka tvær 37 sæta Dash 8 vélar, öðru nafni Bombardier Q200. Nýja vélin, Bombardier Q400, er enda samskonar, nema lengri og hraðfleygari, og stefnt er á þrjár slíkar. Sú fyrsta kemur í rekstur fyrir árslok og hinar tvær í ársbyrjun 2016, að sögn Árna. Innanlands verður nýja vélin, Q400, notuð í Akureyrar- og Egilsstaðafluginu en hún er of stór til að geta lent á Ísafjarðarflugvelli í þröngum Skutulsfirði. Minni vélin, Q200, nýtist áfram á Ísafirði og stuttum brautum á Grænlandi, eins og í Nuuk, sem og til að halda uppi hárri tíðni á hina vellina.Bombardier Q400, lengsta gerðin af Dash 8, er með 74 sæti og flýgur á 660 kílómetra hraða. Flugtíminn til Akureyrar styttist um 5 mínútur.Mynd/Bombardier Aerospace.Gömlu Fokkerarnir eru 50 sæta en nýju Bombardier-vélarnar 74 sæta og þurfa tvær flugfreyjur um borð. Í ljósi farþegafækkunar í innanlandsflugi virðist það nokkuð djörf ákvörðun að fara í helmingi stærri vélar og það viðurkennir Árni. „En hún sýnir líka að við höfum trú á þessum markaði og teljum að hann muni vaxa aftur, þegar land tekur að rísa hér. Við sjáum líka möguleika með þessari flugvélartegund að bæta jafnvel frekar í leiðakerfi Flugfélagsins.“ Þar er stefnt á aukið millilandaflug til næstu nágrannalanda, eins og Grænlands og jafnvel Færeyja, og fleiri áfangastaðir verða skoðaðir, segir Árni. Tengdar fréttir Stærri og hraðfleygari skrúfuþota gefur færi á auknu millilandaflugi Ný flugvélartegund, sem Flugfélag Íslands íhugar að kaupa til að leysa af Fokkerana, gefur færi á auknu millilandaflugi frá Reykjavík. 3. mars 2014 19:30 Flugvélarnar sem Færeyingar skoða Færeyska flugfélagið Atlantic Airways stefnir að því að taka minni flugvélartegund í notkun fyrir næsta sumar sem tæki 50-70 farþega. 8. júlí 2014 12:00 Allar Fokker 50 vélar Flugfélagsins seldar Allar fimm Fokker 50 vélar Flugfélags Íslands verða seldar og þrjár Bombardier Q400 munu koma í þeirra stað. 16. mars 2015 09:38 Mest lesið Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Sjá meira
Hálfrar aldar þjónustu Fokkeranna við landsmenn lýkur senn. Flugfélag Íslands hefur ákveðið að skipta þeim út fyrir helmingi stærri vélar, Bombardier Q400, sem taka 74 farþega. Fokkerarnir eru búnir að vera uppistaða innanlandsflugsins frá því vorið 1965. Fokker F-27 þjónaði í 27 ár, Fokker F-50 tók við árið 1992 og nú eru horfur á að þær verði allar farnar eftir rúmt ár. Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, segir í viðtali við Stöð 2 að fyrir hafi legið mikil fjárfestingarþörf í þeim vélum, ef félagið ætlaði að halda áfram með Fokkerana. Fremur en að fara í þá fjárfestingu hafi verið ákveðið, eftir ítarlega skoðun, að velja nýja tegund. Flugfélagið er með fimm Fokkera og hyggst selja þá alla en halda áfram að reka tvær 37 sæta Dash 8 vélar, öðru nafni Bombardier Q200. Nýja vélin, Bombardier Q400, er enda samskonar, nema lengri og hraðfleygari, og stefnt er á þrjár slíkar. Sú fyrsta kemur í rekstur fyrir árslok og hinar tvær í ársbyrjun 2016, að sögn Árna. Innanlands verður nýja vélin, Q400, notuð í Akureyrar- og Egilsstaðafluginu en hún er of stór til að geta lent á Ísafjarðarflugvelli í þröngum Skutulsfirði. Minni vélin, Q200, nýtist áfram á Ísafirði og stuttum brautum á Grænlandi, eins og í Nuuk, sem og til að halda uppi hárri tíðni á hina vellina.Bombardier Q400, lengsta gerðin af Dash 8, er með 74 sæti og flýgur á 660 kílómetra hraða. Flugtíminn til Akureyrar styttist um 5 mínútur.Mynd/Bombardier Aerospace.Gömlu Fokkerarnir eru 50 sæta en nýju Bombardier-vélarnar 74 sæta og þurfa tvær flugfreyjur um borð. Í ljósi farþegafækkunar í innanlandsflugi virðist það nokkuð djörf ákvörðun að fara í helmingi stærri vélar og það viðurkennir Árni. „En hún sýnir líka að við höfum trú á þessum markaði og teljum að hann muni vaxa aftur, þegar land tekur að rísa hér. Við sjáum líka möguleika með þessari flugvélartegund að bæta jafnvel frekar í leiðakerfi Flugfélagsins.“ Þar er stefnt á aukið millilandaflug til næstu nágrannalanda, eins og Grænlands og jafnvel Færeyja, og fleiri áfangastaðir verða skoðaðir, segir Árni.
Tengdar fréttir Stærri og hraðfleygari skrúfuþota gefur færi á auknu millilandaflugi Ný flugvélartegund, sem Flugfélag Íslands íhugar að kaupa til að leysa af Fokkerana, gefur færi á auknu millilandaflugi frá Reykjavík. 3. mars 2014 19:30 Flugvélarnar sem Færeyingar skoða Færeyska flugfélagið Atlantic Airways stefnir að því að taka minni flugvélartegund í notkun fyrir næsta sumar sem tæki 50-70 farþega. 8. júlí 2014 12:00 Allar Fokker 50 vélar Flugfélagsins seldar Allar fimm Fokker 50 vélar Flugfélags Íslands verða seldar og þrjár Bombardier Q400 munu koma í þeirra stað. 16. mars 2015 09:38 Mest lesið Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Sjá meira
Stærri og hraðfleygari skrúfuþota gefur færi á auknu millilandaflugi Ný flugvélartegund, sem Flugfélag Íslands íhugar að kaupa til að leysa af Fokkerana, gefur færi á auknu millilandaflugi frá Reykjavík. 3. mars 2014 19:30
Flugvélarnar sem Færeyingar skoða Færeyska flugfélagið Atlantic Airways stefnir að því að taka minni flugvélartegund í notkun fyrir næsta sumar sem tæki 50-70 farþega. 8. júlí 2014 12:00
Allar Fokker 50 vélar Flugfélagsins seldar Allar fimm Fokker 50 vélar Flugfélags Íslands verða seldar og þrjár Bombardier Q400 munu koma í þeirra stað. 16. mars 2015 09:38