Umfjöllun, myndir og viðtöl: Haukar - Keflavík 89-83 | Liðin mætast í úrslitakeppninni Henry Birgir Gunnarsson skrifar 12. mars 2015 15:02 Haukar unnu sætan sigur á Keflavík í kvöld og tryggðu sér þriðja sætið í Dominos-deildinni. Keflavík féll í sjötta sætið og þessi lið mætast því í úrslitakeppninni.Valgarður Gíslason, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum og náði þessum myndum hér fyrir ofan. Fyrsti leikhlutinn fer ekki í sögubækurnar fyrir frábær tilþrif né mikla skemmtun. Leikmenn virkuðu ákaflega áhugalausir og fólk beið eftir að þeir vöknuðu. Það gerðu þeir á síðustu tveim mínútum leikhlutans og staðan eftir hann 18-19 fyrir Keflavík. Snemma í öðrum leikhluta varð ótrúleg uppákoma. Krakkarnir á ritaraborðinu gáfu bara einhverjum stig og ekkert að marka stöðuna. Tók langan tíma að finna út rétta stöðu. Þetta vesen virtist aðeins fara í taugarnar á Keflvíkingum á meðan Haukar fóru að keyra upp hraðann. Emil sterkur og Hjálmar Stefánsson stimplaði sig svo inn með látum er hann tróð yfir Þröst Leó. Munurinn var mestur níu stig, 44-35, en í hálfleik var munurinn orðinn fimm stig, 46-41. Hjálmar með 9 stig fyrir Hauka og Emil 8. Guðmundur Jóns skoraði 8 stig fyrir Keflavík í hálfleiknum og Gunnar Einarsson 6. Keflvíkingar komu ákveðnir til leiks í síðari hálfleik. SKoruðu grimmt og komust fljótt yfir. Þá vöknuðu Haukarnir til lífsins a ný og byrjuðu að keyra yfir gestina. Þeir náðu muninum aftur upp í níu stig, 66-57, er Helgi Björn skoraði sinn fjórða þrist úr fjórum skotum. Munurinn var enn níu stig, 68-59, er leikhlutanum lauk. Keflavík hafði ekki kraftinn til þess að brúa þetta bil. Haukarnir einfaldlega of hraðir og grimmir fyrir Keflavík í dag. Alex Francis frábær í liði Hauka, Emil drjúgur og Helgi Björn með frábær stig. Kári Jónsson líka magnaður og Hjálmar með flott tilþrif. Guðmundur var allt of oft sá eini í liði Keflavíkur sem var að gera eitthvaða f viti. Arnar Freyr átti spretti en aðrir geta betur.Ívar: Var stressaður allan leikinn „Við vorum stirðir í upphafi en um leið og við fórum að slaka á og láta boltann ganga þá kom þetta hjá okkur," sagði Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, eftir leikinn. „Þeir tvöfölduðu á Kanann hjá okkur og við náðum að refsa þeim. Við sigldum þessum sigri heim jafnt og þétt. Ég var samt stressaður allan leikinn enda er þetta Keflavíkur-lið mjög gott og það getur alltaf komið til baka." Úrslit kvöldsins þýða að Haukar verða í þriðja sæti deildarinnar og það er árangur sem Ívar er mjög ánægður með. „Ég er mjög ánægður. Við settum markið á að vera með heimaleikjarétt í úrslitakeppninni og það tókst," segir Ívar en úrslit kvöldsins þýða leiki að hans lið er að fara að spila aftur við Keflavík í úrslitakeppninni. „Heimavöllurinn skiptir gríðarlegu máli og ég hefði ekki viljað byrja úrslitakeppnina á erfiðum útivelli. Þetta eru allt jöfn lið og breytir ekki hvort við hefðum mætt Keflavík eða öðru liði. Við verðum að spila vel til að vinna Keflavík og ef við spilum okkar leik þá er ég bjartsýnn."Sigurður: Mínir menn voru fjarverandi „Við byrjuðum fyrri hálfleikinn vel sem og seinni hálfleikinn. Allt þar á milli var glatað," segir Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur, ekki alveg nógu sáttur við sitt lið í kvöld. „Mjög margir leikmenn liðsins voru fjarverandi í kvöld. Þetta var ekki alveg það sem við höfum verið að gera upp á síðkastið. Menn eru ósáttir við sjálfan sig." Sigurður hefur ekki trú á öðru en að tapið hér í kvöld muni hvetja hans menn til dáða í úrslitakeppninni. „Við getum betur og þeir segja það örugglega líka. Úrslitakeppnin er nýtt mót og þá breytist ýmislegt. Við teljum okkur klárlega geta betur. Eins og þessi deild er þá skiptir engu máli hvaða liði við erum að mæta. Þetta er jafnt og allt snýst um hvernig gengur að koma liðinu í gang fyrir svona leiki. „Það er alltaf betra að vera með heimaleikjarétt en fyrst við höfum það ekki þá segjum við bara að það sé betra," segir Sigurður kíminnLeiklýsing: Haukar - KeflavíkLeik lokið| 89-83: Haukar innsigla sanngjarnan sigur. Skrefi á undan nær allan leikinn.4. leikhluti | 86-75: Usherinn klikkar á þriggja stiga skoti og Haukar fara á línuna. Emil hittir ekki. Gummi Jóns setur svo eitt niður hinum megin. Kef nær boltanum en aftur klikkar Usher. Þetta er komið. 46 sek eftir.4. leikhluti | 86-74: Hjálmar með frábæru körfu og huggulegt sniðskot. Usher svarar að bragði. Siggi tekur leikhlé. 1.30 mín eftir. Kef þarf kraftaverk.4. leikhluti | 83-72: Slök hittni í síðustu sóknum. Eitthvað stress í mönnum og þeir jafnvel að drífa sig of mikið. Kári brýtur loks ísinn. Karfa og fær víti. 2 min eftir og það er núna eða aldrei hjá Kef.4. leikhluti | 78-72: Usher grimmur og nær að skora. Francis fljótur að svara. 23 punktar hjá honum í húsi. Þröstur skorar um hæl. Keyrsla núna.4. leikhluti | 75-68: Flautað á þjálfara Kef, Sigga Ingimundar, fyrir kjaft. Ekki það skynsamlegasta sem hann gat gert. Damon með sirkuskörfu. Ekki búinn að gefast upp. 5 mín eftir.4. leikhluti | 72-66: Arnar Freyr með mikilvægan þrist fyrir Kef. Dupree svo með góða körfu.4. leikhluti | 72-59: Hjálmar skorar fyrstu körfuna í lokaleikhlutanum. 11 stig hjá honum. Vörn Hauka heldur svo aftur af gestunum. Francis leggur boltann ofan í.3. leikhluta lokið | 68-59: Haukarnir sem fyrr sterkari en þetta er allt galopið enn þá. Keflavík verður þó að spýta í og halda lengur út en þeir hafa gert hingað til er rispurnar hafa komið.3. leikhluti | 66-57: Helgi Björn með fjórða þristinn. Af hverju skýtur gaurinn ekki meira? Það er allt niðri hjá honum.3. leikhluti | 63-57: Haukur Óskars kominn í tíu stigin og Arnar Freyr í átta er hann setur niður þrist fyrir Kef. Francis er orðinn sjóðheitur og kominn í 16 stig. 2 mín eftir af þriðja.3. leikhluti | 59-52: Gummi Jóns með langþráða körfu fyrir Kef en rauður Francis svarar að bragði. Hann kemur svo með flotta troðslu sem hægir aðeins á Kef sem var að vakna.3. leikhluti | 55-47: Þristarnir að detta hjá Haukum. Nú var það Kári Jóns. Sigga Ingimundar líst ekkert á blikuna og tekur leikhlé. 6.25 eftir af þriðja.3. leikhluti | 52-47: Risaþristur frá Helga Birni kveikti í heimamönnum. Hann er þrír af þremur í þristum. Francis fer svo aftur á línuna og setur annað niður.3. leikhluti | 48-47: Guðmundur skoraði svo fyrir Kef og kom þeim yfir, 46-47. Haukarnir steinsofandi í upphafi seinni hálfleiks. Francis setti svo niður tvö víti og kom Haukum yfir á ný.3. leikhluti | 46-45: Usher skorar fyrstu stig seinni hálfleiks. Damon setur næstu körfu og eins stigs munur.Hálfleikur | 46-41: Haukar leiða með fimm stigum. Hjálmar með 9 stig fyrir þá og Emil 8. Guðmundur Jóns með 8 stig hinum megin og járnhesturinn Gunnar Einarsson er búinn að skora 6 stig.2. leikhluti | 44-38: Usherinn lemur á Emil sem keyrði að körfu. Emil klúðrar báðum vítunum. Usher svarar með því að skora körfu og fá víti við litla hrifningu stuðningsmanna Hauka. Hann setur vítið niður. Nauðsynleg karfa.2. leikhluti | 44-35: Usher spilar í sokkabuxum. Það þarf að taka á því að fullorðnir menn spili körfubolta í sokkabuxum. Haukarnir hraðari og beittari núna. Kef tekur því eðlilega leikhlé.2. leikhluti | 38-34: Hjálmar Stefánsson með troðslu og fær víti að auki. Frábærlega gert hjá Haukamanninum. Þá vaknaði húsið af viti. Reggie Dupree stimplar sig svo inn með auðveldri körfu. Hjálmar svarar að bragði.2. leikhluti | 31-32: Allt komið á fullt eftir bullið áðan. Meiri hraði í leiknum en framan af. Þurfti reyndar ekki mikið til en loksins almennilegt líf í þessu. 5 mín í hálfleik.2. leikhluti | 27-25: Eftir mikla reikistefnu fundu menn út að eftir allt saman var staðan 25-24 áðan. Magnað. Haukar minna að velta sér upp úr stöðunni og halda áfram að spila körfubolta.2. leikhluti | 25-24: Staðan var víst 25-24. Þetta 21-26 hjá mér var vitleysa en það stóð á töflunni. Keflvíkingar brjálaðir og vilja meina að þetta sé vitlaust og áhorfendur frá Kef rífa kjaft. Þetta er með því neyðarlegra sem ég hef séð lengi. Leikhlé tekið á meðan það er farið yfir tölurnar. Staðan eins og hún er hér gæti því verið allt önnur. Þvílíkt bull. Nú hefði verið fínt að hafa Óskar Ófeig hérna.2. leikhluti | ?-?: Þjálfarateymi Hauka er í flíspeysum. Talsverð landsbyggð því þannig að við segjum vel gert. Smá vesen hjá krökkunum á skortöflunni. Þeir gefa bara einhverjum stig og enginn veit einu sinni hvernig staðan er.2. leikhluti | 21-26: Gunnar Einarsson mætir á svæðið og stimplar sig inn með þristi. Alvöru töffari. Usher kemst svo loksins á blað hjá Kef. Hjálmar Haukamaður svo með laglega körfu.1. leikhluta lokið | 18-19: Frekar daufur leikhluti en lifnaði yfir mönnum undir lok hans. Emil með 8 stig fyrir Hauka og Guðmundur með 6 fyrir Kef.1. leikhluti | 11-17: Guðmundur með körfu og fær vítaskot að auki. Hann setti það niður. Sex stig hjá honum.1. leikhluti | 9-12: Þröstur hleður í þrist eftir aðra ládeyðu. Helgi skorar þá loks fyrir Hauka.1. leikhluti | 6-9: Ekkert skorað í langan tíma en þá kom Guðmundur með þrist fyrir Kef. Víst ekki sunny þar í dag. Aldrei þessu vant. 4 mín eftir af fyrsta.1. leikhluti | 6-6: Svona ekkert allt of mikil ákefð í mönnum í upphafi. Þurfa smá tíma til að komast í gang og rífa upp lætin. Gefum massíft shoutout á eina gaurinn sem er með trommu. Mætti einn, enginn með honum en hann heldur uppi stemmaranum. 5 mín eftir af fyrsta.1. leikhluti | 6-6: Emil Barja skoraði fyrstu stig Hauka. Það voru tveir þristar sem fóru beint niður.1. leikhluti | 0-2: Það er elsti maðurinn á vellinum, Damon Johnson, sem skorar fyrstu stig leiksins. Líklega ekki hans síðustu í dag.Fyrir leik: Allt að verða klárt. Verið að kynna liðin til leiks. Þetta verður hörkurimma. Mætingin hingað til er hörmuleg og til skammar. Gef mönnum smá séns að þeir séu að gúffa í sig. Ef ekki þá er þetta skammarlegt.Fyrir leik: Dómarar leiksins eru farnir að hrista skankana. Þó ekki of mikið. Menn í fínu formi.Fyrir leik: Menn eru að steikja hamborgara af miklum móð hér frammi. Svo mikil eru lætin að menn fá nánast vott af reykeitrun frammi á gangi. Kannski svolítið ýkt en það má stundum. Áhorfendur að fá sér kvöldmat á meðan leikmenn hita upp. Blaðamenn bíða enn eftir kaffi en það ku vera á leiðinni.Fyrir leik: Tónlistin lofar góðu hingað til. Mötley Crue var að enda við að kveikja á mönnum og þá tekur Quarashi við. Þá sjaldan að það er spiluð góð tónlist í íþróttahúsum.Fyrir leik: Haukarnir geta komist upp í þriðja sæti með sigri í kvöld ef Þór vinnur Njarðvík á sama tíma. Ef Haukar tapa, Stjarnan vinnur ÍR og Grindavík tapar fyrir Snæfelli þá enda Haukar í sjötta sæti. Það geta því orðið miklar sveiflur hjá þeim.Fyrir leik: Keflavík á möguleika á því að komast upp í fjórða sætið með sigri hér í kvöld. Fari aftur á móti svo að Keflvíkingar tapi og Grindavík og Stjarnan vinna sína leiki þá verða Keflvíkingar í sjöunda sæti í deildinni. Fyrir leik: Haukarnir byrjuðu að hita upp langt á undan Keflvíkingum. Allir frekar rólegir húsinu og var ekki einu sinni búið að draga út stúkunni svo blaðamaður kæmist í blaðamannastúku er hann mætti. Þetta kemur þó allt saman í rólegheitunum. Fyrir leik: Komiði sæl og blessuð. Hér verður leik Hauka og Keflavíkur lýst.Vísir/Valli Dominos-deild karla Mest lesið Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Fleiri fréttir Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? Sjá meira
Haukar unnu sætan sigur á Keflavík í kvöld og tryggðu sér þriðja sætið í Dominos-deildinni. Keflavík féll í sjötta sætið og þessi lið mætast því í úrslitakeppninni.Valgarður Gíslason, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum og náði þessum myndum hér fyrir ofan. Fyrsti leikhlutinn fer ekki í sögubækurnar fyrir frábær tilþrif né mikla skemmtun. Leikmenn virkuðu ákaflega áhugalausir og fólk beið eftir að þeir vöknuðu. Það gerðu þeir á síðustu tveim mínútum leikhlutans og staðan eftir hann 18-19 fyrir Keflavík. Snemma í öðrum leikhluta varð ótrúleg uppákoma. Krakkarnir á ritaraborðinu gáfu bara einhverjum stig og ekkert að marka stöðuna. Tók langan tíma að finna út rétta stöðu. Þetta vesen virtist aðeins fara í taugarnar á Keflvíkingum á meðan Haukar fóru að keyra upp hraðann. Emil sterkur og Hjálmar Stefánsson stimplaði sig svo inn með látum er hann tróð yfir Þröst Leó. Munurinn var mestur níu stig, 44-35, en í hálfleik var munurinn orðinn fimm stig, 46-41. Hjálmar með 9 stig fyrir Hauka og Emil 8. Guðmundur Jóns skoraði 8 stig fyrir Keflavík í hálfleiknum og Gunnar Einarsson 6. Keflvíkingar komu ákveðnir til leiks í síðari hálfleik. SKoruðu grimmt og komust fljótt yfir. Þá vöknuðu Haukarnir til lífsins a ný og byrjuðu að keyra yfir gestina. Þeir náðu muninum aftur upp í níu stig, 66-57, er Helgi Björn skoraði sinn fjórða þrist úr fjórum skotum. Munurinn var enn níu stig, 68-59, er leikhlutanum lauk. Keflavík hafði ekki kraftinn til þess að brúa þetta bil. Haukarnir einfaldlega of hraðir og grimmir fyrir Keflavík í dag. Alex Francis frábær í liði Hauka, Emil drjúgur og Helgi Björn með frábær stig. Kári Jónsson líka magnaður og Hjálmar með flott tilþrif. Guðmundur var allt of oft sá eini í liði Keflavíkur sem var að gera eitthvaða f viti. Arnar Freyr átti spretti en aðrir geta betur.Ívar: Var stressaður allan leikinn „Við vorum stirðir í upphafi en um leið og við fórum að slaka á og láta boltann ganga þá kom þetta hjá okkur," sagði Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, eftir leikinn. „Þeir tvöfölduðu á Kanann hjá okkur og við náðum að refsa þeim. Við sigldum þessum sigri heim jafnt og þétt. Ég var samt stressaður allan leikinn enda er þetta Keflavíkur-lið mjög gott og það getur alltaf komið til baka." Úrslit kvöldsins þýða að Haukar verða í þriðja sæti deildarinnar og það er árangur sem Ívar er mjög ánægður með. „Ég er mjög ánægður. Við settum markið á að vera með heimaleikjarétt í úrslitakeppninni og það tókst," segir Ívar en úrslit kvöldsins þýða leiki að hans lið er að fara að spila aftur við Keflavík í úrslitakeppninni. „Heimavöllurinn skiptir gríðarlegu máli og ég hefði ekki viljað byrja úrslitakeppnina á erfiðum útivelli. Þetta eru allt jöfn lið og breytir ekki hvort við hefðum mætt Keflavík eða öðru liði. Við verðum að spila vel til að vinna Keflavík og ef við spilum okkar leik þá er ég bjartsýnn."Sigurður: Mínir menn voru fjarverandi „Við byrjuðum fyrri hálfleikinn vel sem og seinni hálfleikinn. Allt þar á milli var glatað," segir Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur, ekki alveg nógu sáttur við sitt lið í kvöld. „Mjög margir leikmenn liðsins voru fjarverandi í kvöld. Þetta var ekki alveg það sem við höfum verið að gera upp á síðkastið. Menn eru ósáttir við sjálfan sig." Sigurður hefur ekki trú á öðru en að tapið hér í kvöld muni hvetja hans menn til dáða í úrslitakeppninni. „Við getum betur og þeir segja það örugglega líka. Úrslitakeppnin er nýtt mót og þá breytist ýmislegt. Við teljum okkur klárlega geta betur. Eins og þessi deild er þá skiptir engu máli hvaða liði við erum að mæta. Þetta er jafnt og allt snýst um hvernig gengur að koma liðinu í gang fyrir svona leiki. „Það er alltaf betra að vera með heimaleikjarétt en fyrst við höfum það ekki þá segjum við bara að það sé betra," segir Sigurður kíminnLeiklýsing: Haukar - KeflavíkLeik lokið| 89-83: Haukar innsigla sanngjarnan sigur. Skrefi á undan nær allan leikinn.4. leikhluti | 86-75: Usherinn klikkar á þriggja stiga skoti og Haukar fara á línuna. Emil hittir ekki. Gummi Jóns setur svo eitt niður hinum megin. Kef nær boltanum en aftur klikkar Usher. Þetta er komið. 46 sek eftir.4. leikhluti | 86-74: Hjálmar með frábæru körfu og huggulegt sniðskot. Usher svarar að bragði. Siggi tekur leikhlé. 1.30 mín eftir. Kef þarf kraftaverk.4. leikhluti | 83-72: Slök hittni í síðustu sóknum. Eitthvað stress í mönnum og þeir jafnvel að drífa sig of mikið. Kári brýtur loks ísinn. Karfa og fær víti. 2 min eftir og það er núna eða aldrei hjá Kef.4. leikhluti | 78-72: Usher grimmur og nær að skora. Francis fljótur að svara. 23 punktar hjá honum í húsi. Þröstur skorar um hæl. Keyrsla núna.4. leikhluti | 75-68: Flautað á þjálfara Kef, Sigga Ingimundar, fyrir kjaft. Ekki það skynsamlegasta sem hann gat gert. Damon með sirkuskörfu. Ekki búinn að gefast upp. 5 mín eftir.4. leikhluti | 72-66: Arnar Freyr með mikilvægan þrist fyrir Kef. Dupree svo með góða körfu.4. leikhluti | 72-59: Hjálmar skorar fyrstu körfuna í lokaleikhlutanum. 11 stig hjá honum. Vörn Hauka heldur svo aftur af gestunum. Francis leggur boltann ofan í.3. leikhluta lokið | 68-59: Haukarnir sem fyrr sterkari en þetta er allt galopið enn þá. Keflavík verður þó að spýta í og halda lengur út en þeir hafa gert hingað til er rispurnar hafa komið.3. leikhluti | 66-57: Helgi Björn með fjórða þristinn. Af hverju skýtur gaurinn ekki meira? Það er allt niðri hjá honum.3. leikhluti | 63-57: Haukur Óskars kominn í tíu stigin og Arnar Freyr í átta er hann setur niður þrist fyrir Kef. Francis er orðinn sjóðheitur og kominn í 16 stig. 2 mín eftir af þriðja.3. leikhluti | 59-52: Gummi Jóns með langþráða körfu fyrir Kef en rauður Francis svarar að bragði. Hann kemur svo með flotta troðslu sem hægir aðeins á Kef sem var að vakna.3. leikhluti | 55-47: Þristarnir að detta hjá Haukum. Nú var það Kári Jóns. Sigga Ingimundar líst ekkert á blikuna og tekur leikhlé. 6.25 eftir af þriðja.3. leikhluti | 52-47: Risaþristur frá Helga Birni kveikti í heimamönnum. Hann er þrír af þremur í þristum. Francis fer svo aftur á línuna og setur annað niður.3. leikhluti | 48-47: Guðmundur skoraði svo fyrir Kef og kom þeim yfir, 46-47. Haukarnir steinsofandi í upphafi seinni hálfleiks. Francis setti svo niður tvö víti og kom Haukum yfir á ný.3. leikhluti | 46-45: Usher skorar fyrstu stig seinni hálfleiks. Damon setur næstu körfu og eins stigs munur.Hálfleikur | 46-41: Haukar leiða með fimm stigum. Hjálmar með 9 stig fyrir þá og Emil 8. Guðmundur Jóns með 8 stig hinum megin og járnhesturinn Gunnar Einarsson er búinn að skora 6 stig.2. leikhluti | 44-38: Usherinn lemur á Emil sem keyrði að körfu. Emil klúðrar báðum vítunum. Usher svarar með því að skora körfu og fá víti við litla hrifningu stuðningsmanna Hauka. Hann setur vítið niður. Nauðsynleg karfa.2. leikhluti | 44-35: Usher spilar í sokkabuxum. Það þarf að taka á því að fullorðnir menn spili körfubolta í sokkabuxum. Haukarnir hraðari og beittari núna. Kef tekur því eðlilega leikhlé.2. leikhluti | 38-34: Hjálmar Stefánsson með troðslu og fær víti að auki. Frábærlega gert hjá Haukamanninum. Þá vaknaði húsið af viti. Reggie Dupree stimplar sig svo inn með auðveldri körfu. Hjálmar svarar að bragði.2. leikhluti | 31-32: Allt komið á fullt eftir bullið áðan. Meiri hraði í leiknum en framan af. Þurfti reyndar ekki mikið til en loksins almennilegt líf í þessu. 5 mín í hálfleik.2. leikhluti | 27-25: Eftir mikla reikistefnu fundu menn út að eftir allt saman var staðan 25-24 áðan. Magnað. Haukar minna að velta sér upp úr stöðunni og halda áfram að spila körfubolta.2. leikhluti | 25-24: Staðan var víst 25-24. Þetta 21-26 hjá mér var vitleysa en það stóð á töflunni. Keflvíkingar brjálaðir og vilja meina að þetta sé vitlaust og áhorfendur frá Kef rífa kjaft. Þetta er með því neyðarlegra sem ég hef séð lengi. Leikhlé tekið á meðan það er farið yfir tölurnar. Staðan eins og hún er hér gæti því verið allt önnur. Þvílíkt bull. Nú hefði verið fínt að hafa Óskar Ófeig hérna.2. leikhluti | ?-?: Þjálfarateymi Hauka er í flíspeysum. Talsverð landsbyggð því þannig að við segjum vel gert. Smá vesen hjá krökkunum á skortöflunni. Þeir gefa bara einhverjum stig og enginn veit einu sinni hvernig staðan er.2. leikhluti | 21-26: Gunnar Einarsson mætir á svæðið og stimplar sig inn með þristi. Alvöru töffari. Usher kemst svo loksins á blað hjá Kef. Hjálmar Haukamaður svo með laglega körfu.1. leikhluta lokið | 18-19: Frekar daufur leikhluti en lifnaði yfir mönnum undir lok hans. Emil með 8 stig fyrir Hauka og Guðmundur með 6 fyrir Kef.1. leikhluti | 11-17: Guðmundur með körfu og fær vítaskot að auki. Hann setti það niður. Sex stig hjá honum.1. leikhluti | 9-12: Þröstur hleður í þrist eftir aðra ládeyðu. Helgi skorar þá loks fyrir Hauka.1. leikhluti | 6-9: Ekkert skorað í langan tíma en þá kom Guðmundur með þrist fyrir Kef. Víst ekki sunny þar í dag. Aldrei þessu vant. 4 mín eftir af fyrsta.1. leikhluti | 6-6: Svona ekkert allt of mikil ákefð í mönnum í upphafi. Þurfa smá tíma til að komast í gang og rífa upp lætin. Gefum massíft shoutout á eina gaurinn sem er með trommu. Mætti einn, enginn með honum en hann heldur uppi stemmaranum. 5 mín eftir af fyrsta.1. leikhluti | 6-6: Emil Barja skoraði fyrstu stig Hauka. Það voru tveir þristar sem fóru beint niður.1. leikhluti | 0-2: Það er elsti maðurinn á vellinum, Damon Johnson, sem skorar fyrstu stig leiksins. Líklega ekki hans síðustu í dag.Fyrir leik: Allt að verða klárt. Verið að kynna liðin til leiks. Þetta verður hörkurimma. Mætingin hingað til er hörmuleg og til skammar. Gef mönnum smá séns að þeir séu að gúffa í sig. Ef ekki þá er þetta skammarlegt.Fyrir leik: Dómarar leiksins eru farnir að hrista skankana. Þó ekki of mikið. Menn í fínu formi.Fyrir leik: Menn eru að steikja hamborgara af miklum móð hér frammi. Svo mikil eru lætin að menn fá nánast vott af reykeitrun frammi á gangi. Kannski svolítið ýkt en það má stundum. Áhorfendur að fá sér kvöldmat á meðan leikmenn hita upp. Blaðamenn bíða enn eftir kaffi en það ku vera á leiðinni.Fyrir leik: Tónlistin lofar góðu hingað til. Mötley Crue var að enda við að kveikja á mönnum og þá tekur Quarashi við. Þá sjaldan að það er spiluð góð tónlist í íþróttahúsum.Fyrir leik: Haukarnir geta komist upp í þriðja sæti með sigri í kvöld ef Þór vinnur Njarðvík á sama tíma. Ef Haukar tapa, Stjarnan vinnur ÍR og Grindavík tapar fyrir Snæfelli þá enda Haukar í sjötta sæti. Það geta því orðið miklar sveiflur hjá þeim.Fyrir leik: Keflavík á möguleika á því að komast upp í fjórða sætið með sigri hér í kvöld. Fari aftur á móti svo að Keflvíkingar tapi og Grindavík og Stjarnan vinna sína leiki þá verða Keflvíkingar í sjöunda sæti í deildinni. Fyrir leik: Haukarnir byrjuðu að hita upp langt á undan Keflvíkingum. Allir frekar rólegir húsinu og var ekki einu sinni búið að draga út stúkunni svo blaðamaður kæmist í blaðamannastúku er hann mætti. Þetta kemur þó allt saman í rólegheitunum. Fyrir leik: Komiði sæl og blessuð. Hér verður leik Hauka og Keflavíkur lýst.Vísir/Valli
Dominos-deild karla Mest lesið Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Fleiri fréttir Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? Sjá meira