Á jafnréttisráðstefnu með frægum leikkonum: "Búinn að uppfylla ákveðinn draum“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 11. mars 2015 20:45 Emma Watson, Tómas Gauti Jóhannsson og Meghan Markle. myndir/getty/tómas/getty „Þetta var frekar ótrúleg upplifun,“ segir Tómas Gauti Jóhannson, 22 ára gamall nemi og varaformaður Stúdentaleikhússins, en á alþjóðlegum degi kvenna var hann viðstaddur HeForShe fund UN Women þar sem rætt var við Emmu Watson. „Ég held ég hafi verið skotinn í Emmu síðan fyrsta Harry Potter myndin kom út og einhverntíman þegar ég var yngri setti ég það að hitta hana á lista yfir hluti sem ég yrði að gera áður en ég læt lífið. Nú hefur það gerst.“ Leikkonan Meghan Markle, sem er þekkt fyrir hlutverk sitt sem Rachel Zane í Suits þáttunum, var einnig meðal gesta fundarins.Bjóst aldrei við að vinna „Maður tekur svo ótrúlega oft þátt í svona leikjum og býst aldrei við því að vinna,“ segir Tómas. Hann hafði séð frétt hér á Vísi um málið og ákvað að slá til og sækja um að vera einn af þeim hundrað sem fengu að sitja fundinn.Sjá einnig: Þú getur rætti við Emmu Watson um jafnrétti kynjanna Á fimmtudaginn síðasta fékk hann póst frá UN Women. „Ég hélt þetta væri þessi týpíski höfnunarpóstur en neðst í honum stóð að mér væri boðið að taka þátt. Ég marglas þetta og bað kærustuna mína um að lesa þetta líka. Þá var ég í raun einn þeirra heppnu.“Tómas er hér merktur með rauðum hring. Meghan Markle má sjá á fremsta bekk.Á fundinum voru samankomnir fulltrúar frá yfir tuttugu löndum sem allir eiga sameiginlegt að hafa lagt hönd á plóg í jafnréttisbaráttunni. Til að eiga möguleika á þátttöku þurfti fólk að skila inn fimmhundruð orða færslu um hvers vegna það ætti að fá að vera viðstatt fram yfir einhvern annan.Stjórnvöld taki á hefndarklámi „Ég sagði frá því að ég hefði kennt með jafningjafræðslunni þar sem ég fræddi menntaskólanema og ungt fólk um jafnréttisbaráttuna. Einnig taldi ég það til að ég væri varamaður í jafnréttisnefnd Seltjarnarness og áhyggjur mínar af hefndarklámi.“ Hann rifjar upp að þegar Emma Watson hélt ræðu á HeForShe ráðstefnu UN í fyrra hafi netníðingar á 4Chan hótað að leka af henni nektarmyndum en fyrir skemmstu opinberaði leikkonan það að hótanirnar hefðu hafist um klukkustund eftir að hún lauk máli sínu á ráðstefnuninni. Tómas bendir einnig á að á veraldarvefnum megi finna myndir af minnst hundruðum íslenskra kvenna sem verið er að dreifa gegn þeirra vilja. „Þetta er svo ógeðslegt og fólk er svo varnarlaust gegn þessu. Stjórnvöld verða hreinlega að gera eitthvað til að taka betur á málum sem tengjast hefndarklámi.“Bravo bravo @EmWatson What a way to celebrate #InternationalWomensDay with @UN_Women (@e_nyamayaro) #HeForShepic.twitter.com/6GksAgFzwt — Meghan Markle (@meghanmarkle) March 8, 2015Mátti ekki taka myndir Fundurinn fór fram í höfuðstöðvum Facebook í London. Í upphafi var tekið stutt viðtal við Emmu og í kjölfarið svaraði hún nokkrum spurningum af Twitter og af vefnum. Í lokin fengu nokkrir áhorfendur í salnum séns á að spyrja leikkonuna að spurningu. Viðburðurinn var sýndur í beinni útsendingu á Facebook og er talið að ríflega milljón manns hafi fylgst með honum. „Þetta var stærsti viðburður UN Women á konudeginum,“ segir Tómas. Þátttakendur hafi þurft að skrifa undir samning um að þeir myndu ekki mynda neitt meðan þeir væru staddir í höfuðstöðvum Facebook og að þeir myndu ekki ræða það sem þar bar fyrir augu. „Það er svolítið leiðinlegt að hafa ekki fengið mynd af sér með Emmu en þetta var engu að síður frábært.“ Tómasi gafst ekki kostur á að spyrja leikkonunar að neinu en hann hafði ætlað sér að spyrja út í hlut kvenna í kvikmydaiðnaðinum. Einnig langaði hann að fá að vita hvað henni þætti um hefndarklám. Líkt og áður hefur verið nefnt er Tómas tengdur Stúdentaleikhúsinu. Fyrir áramót tók hann þátt í uppsetningu þess á Stundarfrið en þar lék hann mann sem kúgar konuna sína. „Þetta er mjög íronískt að í tveimur af síðustu þremur leikritum sem ég hef tekið þátt í þá hef ég leikið einhvern viðbjóð. Ég veit ekki hvað þetta er, kannski er ég að senda frá mér einhverja strauma í prufum en það er töluvert fjarri sannleikanum,“ segir Tómas að lokum.Post by UN Women. Tengdar fréttir Hóta að birta nektarmyndir af Watson í kjölfar ræðunnar Emma Watson hélt magnþrungna ræðu í New York á dögunum. Nú hefur henni verið hótað öllu illu. 22. september 2014 23:35 Vill fá karla með í jafnréttisumræðuna Rakarastofuráðstefnan hófst í New York í gær til aðvekja karla til umhugsunar um jafnréttismál. 15. janúar 2015 08:00 Feminismi snýst ekki um að hata karlmenn Emma Watson flutti tímamótaræðu um helgina 22. september 2014 18:00 Frægir taka þátt í HeForShe Tom Hiddleston, Kobe Bryant og Páll Óskar eru á meðal þeirra sem taka þátt í herferð UN Women. 24. september 2014 12:12 Mest lesið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Fleiri fréttir Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira
„Þetta var frekar ótrúleg upplifun,“ segir Tómas Gauti Jóhannson, 22 ára gamall nemi og varaformaður Stúdentaleikhússins, en á alþjóðlegum degi kvenna var hann viðstaddur HeForShe fund UN Women þar sem rætt var við Emmu Watson. „Ég held ég hafi verið skotinn í Emmu síðan fyrsta Harry Potter myndin kom út og einhverntíman þegar ég var yngri setti ég það að hitta hana á lista yfir hluti sem ég yrði að gera áður en ég læt lífið. Nú hefur það gerst.“ Leikkonan Meghan Markle, sem er þekkt fyrir hlutverk sitt sem Rachel Zane í Suits þáttunum, var einnig meðal gesta fundarins.Bjóst aldrei við að vinna „Maður tekur svo ótrúlega oft þátt í svona leikjum og býst aldrei við því að vinna,“ segir Tómas. Hann hafði séð frétt hér á Vísi um málið og ákvað að slá til og sækja um að vera einn af þeim hundrað sem fengu að sitja fundinn.Sjá einnig: Þú getur rætti við Emmu Watson um jafnrétti kynjanna Á fimmtudaginn síðasta fékk hann póst frá UN Women. „Ég hélt þetta væri þessi týpíski höfnunarpóstur en neðst í honum stóð að mér væri boðið að taka þátt. Ég marglas þetta og bað kærustuna mína um að lesa þetta líka. Þá var ég í raun einn þeirra heppnu.“Tómas er hér merktur með rauðum hring. Meghan Markle má sjá á fremsta bekk.Á fundinum voru samankomnir fulltrúar frá yfir tuttugu löndum sem allir eiga sameiginlegt að hafa lagt hönd á plóg í jafnréttisbaráttunni. Til að eiga möguleika á þátttöku þurfti fólk að skila inn fimmhundruð orða færslu um hvers vegna það ætti að fá að vera viðstatt fram yfir einhvern annan.Stjórnvöld taki á hefndarklámi „Ég sagði frá því að ég hefði kennt með jafningjafræðslunni þar sem ég fræddi menntaskólanema og ungt fólk um jafnréttisbaráttuna. Einnig taldi ég það til að ég væri varamaður í jafnréttisnefnd Seltjarnarness og áhyggjur mínar af hefndarklámi.“ Hann rifjar upp að þegar Emma Watson hélt ræðu á HeForShe ráðstefnu UN í fyrra hafi netníðingar á 4Chan hótað að leka af henni nektarmyndum en fyrir skemmstu opinberaði leikkonan það að hótanirnar hefðu hafist um klukkustund eftir að hún lauk máli sínu á ráðstefnuninni. Tómas bendir einnig á að á veraldarvefnum megi finna myndir af minnst hundruðum íslenskra kvenna sem verið er að dreifa gegn þeirra vilja. „Þetta er svo ógeðslegt og fólk er svo varnarlaust gegn þessu. Stjórnvöld verða hreinlega að gera eitthvað til að taka betur á málum sem tengjast hefndarklámi.“Bravo bravo @EmWatson What a way to celebrate #InternationalWomensDay with @UN_Women (@e_nyamayaro) #HeForShepic.twitter.com/6GksAgFzwt — Meghan Markle (@meghanmarkle) March 8, 2015Mátti ekki taka myndir Fundurinn fór fram í höfuðstöðvum Facebook í London. Í upphafi var tekið stutt viðtal við Emmu og í kjölfarið svaraði hún nokkrum spurningum af Twitter og af vefnum. Í lokin fengu nokkrir áhorfendur í salnum séns á að spyrja leikkonuna að spurningu. Viðburðurinn var sýndur í beinni útsendingu á Facebook og er talið að ríflega milljón manns hafi fylgst með honum. „Þetta var stærsti viðburður UN Women á konudeginum,“ segir Tómas. Þátttakendur hafi þurft að skrifa undir samning um að þeir myndu ekki mynda neitt meðan þeir væru staddir í höfuðstöðvum Facebook og að þeir myndu ekki ræða það sem þar bar fyrir augu. „Það er svolítið leiðinlegt að hafa ekki fengið mynd af sér með Emmu en þetta var engu að síður frábært.“ Tómasi gafst ekki kostur á að spyrja leikkonunar að neinu en hann hafði ætlað sér að spyrja út í hlut kvenna í kvikmydaiðnaðinum. Einnig langaði hann að fá að vita hvað henni þætti um hefndarklám. Líkt og áður hefur verið nefnt er Tómas tengdur Stúdentaleikhúsinu. Fyrir áramót tók hann þátt í uppsetningu þess á Stundarfrið en þar lék hann mann sem kúgar konuna sína. „Þetta er mjög íronískt að í tveimur af síðustu þremur leikritum sem ég hef tekið þátt í þá hef ég leikið einhvern viðbjóð. Ég veit ekki hvað þetta er, kannski er ég að senda frá mér einhverja strauma í prufum en það er töluvert fjarri sannleikanum,“ segir Tómas að lokum.Post by UN Women.
Tengdar fréttir Hóta að birta nektarmyndir af Watson í kjölfar ræðunnar Emma Watson hélt magnþrungna ræðu í New York á dögunum. Nú hefur henni verið hótað öllu illu. 22. september 2014 23:35 Vill fá karla með í jafnréttisumræðuna Rakarastofuráðstefnan hófst í New York í gær til aðvekja karla til umhugsunar um jafnréttismál. 15. janúar 2015 08:00 Feminismi snýst ekki um að hata karlmenn Emma Watson flutti tímamótaræðu um helgina 22. september 2014 18:00 Frægir taka þátt í HeForShe Tom Hiddleston, Kobe Bryant og Páll Óskar eru á meðal þeirra sem taka þátt í herferð UN Women. 24. september 2014 12:12 Mest lesið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Fleiri fréttir Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira
Hóta að birta nektarmyndir af Watson í kjölfar ræðunnar Emma Watson hélt magnþrungna ræðu í New York á dögunum. Nú hefur henni verið hótað öllu illu. 22. september 2014 23:35
Vill fá karla með í jafnréttisumræðuna Rakarastofuráðstefnan hófst í New York í gær til aðvekja karla til umhugsunar um jafnréttismál. 15. janúar 2015 08:00
Feminismi snýst ekki um að hata karlmenn Emma Watson flutti tímamótaræðu um helgina 22. september 2014 18:00
Frægir taka þátt í HeForShe Tom Hiddleston, Kobe Bryant og Páll Óskar eru á meðal þeirra sem taka þátt í herferð UN Women. 24. september 2014 12:12