Sport

Pacquaio sofnar yfir bardögum Mayweather

Manny er hér að lumbra á andstæðingi.
Manny er hér að lumbra á andstæðingi. vísir/getty
Það styttist í bardaga Floyd Mayweather og Manny Pacquiao. Köppunum er fylgt eftir í hvert fótmál.

Pacquiao hefur nú tjáð sig um andstæðing sinn sem honum finnst ekki vera skemmtilegur bardagamaður þó svo hann sé góður. Hann óskar þess að það verði eitthvað líf í Mayweather er þeir berjast.

„Vonandi verður hann ákveðinn í bardaganum svo aðdáendurnir verði ánægðir. Ef ég á að segja eins og er þá hef ég venjulega sofnað yfir bardögum hans. Ég vona að hann verði nógu mikill maður núna til þess að taka smá áhættu," sagði Pacquiao.

„Hann ætti að sanna fyrir heiminum að hann sé óttalaus bardagamaður sem sé ekki sífellt á flótta í hringnum."

Bardagi kappanna fer fram 2. maí og hann mun raka inn sögulegum peningum í íþróttasögunni.

Box

Tengdar fréttir

Pacquiao syngur eigið inngöngulag

Það er greinilega ekki til það verk sem er Manny Pacquiao ofviða. Hann er einn besti hnefaleikamaður heims, er atvinnumaður í körfubolta, stjórnmálamaður og nú söngvari.

Veðjar 215 milljónum á sigur Mayweather

Bandaríski rapparinn 50 Cent er fullviss um að Floyd Mayweather muni vinna Manny Pacquiao í maí og mun veðja alvöru peningum á þennan bardaga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×