Lífið

Pharrell og Thicke dæmdir sekir um lagastuld

Atli Ísleifsson skrifar
Robin Thicke og Pharrell Williams.
Robin Thicke og Pharrell Williams. Vísir/AFP
Bandarískur dómstóll úrskurðaði fyrr í dag að tónlistarmennirnir Pharrell Williams og Robin Thicke hafi gerst sekir um lagastuld með því að hafa tekið kafla úr gömlu Marvin Gaye-lagi og notað í laginu Blurred Lines.

Í frétt ABC segir að þeir Williams og Thicke hafi verið dæmdir til að greiða fjölskyldu Gaye um 7,3 milljónir Bandaríkjadala, sem samsvarar um milljarð íslenskra króna.

Tvö af börnum Gaye lögsóttu Williams og Thicke í lok árs 2013 þar sem þau töldu hlutar af smellnum Blurred Lines líkjast lagi Got to Give It Up um of.

Marvin Gaye gaf út lagið Got to Give It Up árið 1977.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.