Lífið

Geirvörtusundferð í Laugardalslaug í kvöld: "Nú er komið nóg og nú segjum við stopp“

Atli Ísleifsson skrifar
Karen Björk Eyþórsdóttir segir að hópurinn sem stendur fyrir viðburðinum muni dreifa sérstökum viðurkenningarskjölum.
Karen Björk Eyþórsdóttir segir að hópurinn sem stendur fyrir viðburðinum muni dreifa sérstökum viðurkenningarskjölum.
„Við hvetjum allar konur og karla til að mæta í Laugardalslaug í kvöld. Þær geta mætt í sundbol, bikini eða berbrjósta,“ segir Karen Björk Eyþórsdóttir, einn skipuleggjenda hópferðar sem farin verður í Laugardalslaug í kvöld klukkan 20 í tengslum við #freethenipple.

Karen Björk segir að sundferðin í Laugardalslaug sem farin var á fimmtudaginn hafi verið skyndiákvörðun en að „aðalbomban“ verði nú í kvöld.

Um 1.200 manns hafa boðað komu sína á Facebook-síðu viðburðarins og segir Karen Björk það hafa verið draumi líkast að fylgjast með „geirvörtuæðinu“ sem hafi gripið landann. „Það hefur verið ótrúlega gaman að sjá þessa vitundarvakningu sem hefur orðið. Það eru ekki allir sammála og það er það sem heldur umræðunni gangandi.“

Karen Björk segir nauðsynlegt að samfélagið hætti að strípa konuna af sínu valdi yfir eigin líkama. Þetta snýst um að konan hafi valdið. Með tilkomu netsins hefur konan verið klámvædd og nú er komið nóg. Nú segjum við stopp. Gleðilega byltingu!“

Hún hvetur allar konur og karla til að fjölmenna í Laugardalslaug og tekur fram að hópurinn sem stendur fyrir viðburðinum muni dreifa sérstökum viðurkenningarskjölum.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.