Lífið

Hallgrími sparkað af Facebook vegna brjóstamyndar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Hallgrímur Helgason þarf að óbreyttu að byrja upp á nýtt á Facebook.
Hallgrímur Helgason þarf að óbreyttu að byrja upp á nýtt á Facebook. Vísir/Valli
Það er löngu orðið ljóst að samfélagsmiðilinn Facebook hefur engan áhuga á íslenskum brjóstum. Rithöfundurinn Hallgrímur Helgason fékk að kenna á því að hafa deilt ljósmynd af berbrjósta stelpum fyrir utan Menntaskólann við Hamrahlíð.

Eins og öllum landsmönnum er löngu ljóst braust stór hluti íslensku kvenþjóðarinnar úr brjóstahöldurum sínum á fimmtudaginn og héldu #FreeTheNipple daginn hátíðlegan.

Marseruðu stúlkur á menntaskólaaldri berbrjósta í miðbænum, þingkonur birtu brjóstamyndir á samfélagsmiðlum á meðan aðrar skelltu sér í sund topplausar. Með því vildu þær mótmæla þeirri reglu, sem virðist óskrifuð víða í íslensku samfélagi, að stelpur megi ekki vera berar að ofan og birta þannig myndir af sér ólíkt strákum.

Hallgrímur Helgason birti brjóstamynd, sem sjá má hér að ofan, á Facebook og skrifaði við myndina:

„Grunar að þessar myndir fari í Íslandssöguna. Kannski verður helstið um okkar tíma bara Hrunið 2008 og brjóstabyltingin 2015…“

Forsvarsmenn Facebook höfðu lítinn skilning á birtingu myndarinnar og lokuðu aðgangi Hallgríms. Hann er annar þjóðþekkti Íslendingurinn á skömmum tíma sem glatar Facebook-aðgangi sínum en Illugi Jökulsson lenti í því á dögunum af óþekktum ástæðum. Þar hurfu 5000 vinir á einu bretti.


Tengdar fréttir

Brjóstamyndirnar komnar á Deildu

Einn notandi Deildu.net hefur deilt myndum af íslenskum berbrjósta konum og hafa nú þegar notendur síðunnar byrjað að hala efninu niður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.