Wu-Tang Clan á leiðinni til Íslands í júní Kjartan Atli Kjartansson skrifar 28. mars 2015 10:49 Wu-Tang á tónleikum. Rappsveitin Wu-Tang Clan er á leið til landsins í júní. Sveitin verður þá á tónleikaferðalagi um Evrópu og herma heimildir Fréttablaðsins að samningar hafi náðst við sveitina um að spila hér á landi. Ekki hefur fengist staðfest hvar sveitin mun troða upp. Wu-Tang Clan hefur áður boðað komu sína til landsins, en þurfti frá að hverfa vegna þess að einn meðlimur sveitarinnar, Ol’ Dirty Bastard, meiddist skömmu fyrir tónleikana. Sveitin fer í tónleikaferðalag í júní og fer þá meðal annars til Írlands, Englands og Noregs, auk þess að koma hingað til lands. Allir meðlimir sveitarinnar munu vera með á ferðlaginu en alls eru rapparar sveitarinnar átta talsins. Áður hafa tveir meðlimir hennar, þeir Raekwon og Ghostface Killah, troðið upp hér á landi. Raekwon spilaði á Gauki á Stöng árið 2004 og Ghostface Killah lék á Nasa árið 2011. Wu-Tang Clan var stofnuð árið 1992 og hefur sveitin gefið út sex breiðskífur. Fyrsta plata sveitarinnar, Enter The Wu-Tang (36 chambers), og Wu-Tang Forever nutu mestra vinsælda. Sú fyrrnefnda kom út árið 1993 og sú síðarnefnda 1997. Plötur sveitarinnar hafa selst í milljónum eintaka. Vinsældir hennar voru svo miklar að heil fatalína var gerð í nafni hennar og kallaðist Wu Wear. Einnig var gefinn út tölvuleikur með meðlimunum og hafa sumir þeirra einnig látið að sér kveða í kvikmyndaheiminum. Sveitin, sem er frá Staten Island í New York, lét lítið fyrir sér fara í nokkur ár, á meðan meðlimir hennar deildu innbyrðis. Nú hafa þeir grafið stríðsöxina og gáfu út plötuna A Better Tomorrow í fyrra, sem náði 29. sæti Billboard-listans yfir sölutölur fyrstu viku eftir útgáfu. Sveitin vakti svo athygli þegar hún gaf út plötuna Once Upon a Time in Shaolin í fyrra. Hún lét aðeins framleiða eitt eintak sem er í geymslu í Marokkó. Eintakið verður selt á uppboði í ár og er talið að kaupverðið geti hlaupið á milljónum Bandaríkjadala. Mest lesið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Lífið Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Lífið Hersir og Rósa eiga von á barni Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Lífið Stjörnu-barn á leiðinni Lífið „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Fleiri fréttir Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjá meira
Rappsveitin Wu-Tang Clan er á leið til landsins í júní. Sveitin verður þá á tónleikaferðalagi um Evrópu og herma heimildir Fréttablaðsins að samningar hafi náðst við sveitina um að spila hér á landi. Ekki hefur fengist staðfest hvar sveitin mun troða upp. Wu-Tang Clan hefur áður boðað komu sína til landsins, en þurfti frá að hverfa vegna þess að einn meðlimur sveitarinnar, Ol’ Dirty Bastard, meiddist skömmu fyrir tónleikana. Sveitin fer í tónleikaferðalag í júní og fer þá meðal annars til Írlands, Englands og Noregs, auk þess að koma hingað til lands. Allir meðlimir sveitarinnar munu vera með á ferðlaginu en alls eru rapparar sveitarinnar átta talsins. Áður hafa tveir meðlimir hennar, þeir Raekwon og Ghostface Killah, troðið upp hér á landi. Raekwon spilaði á Gauki á Stöng árið 2004 og Ghostface Killah lék á Nasa árið 2011. Wu-Tang Clan var stofnuð árið 1992 og hefur sveitin gefið út sex breiðskífur. Fyrsta plata sveitarinnar, Enter The Wu-Tang (36 chambers), og Wu-Tang Forever nutu mestra vinsælda. Sú fyrrnefnda kom út árið 1993 og sú síðarnefnda 1997. Plötur sveitarinnar hafa selst í milljónum eintaka. Vinsældir hennar voru svo miklar að heil fatalína var gerð í nafni hennar og kallaðist Wu Wear. Einnig var gefinn út tölvuleikur með meðlimunum og hafa sumir þeirra einnig látið að sér kveða í kvikmyndaheiminum. Sveitin, sem er frá Staten Island í New York, lét lítið fyrir sér fara í nokkur ár, á meðan meðlimir hennar deildu innbyrðis. Nú hafa þeir grafið stríðsöxina og gáfu út plötuna A Better Tomorrow í fyrra, sem náði 29. sæti Billboard-listans yfir sölutölur fyrstu viku eftir útgáfu. Sveitin vakti svo athygli þegar hún gaf út plötuna Once Upon a Time in Shaolin í fyrra. Hún lét aðeins framleiða eitt eintak sem er í geymslu í Marokkó. Eintakið verður selt á uppboði í ár og er talið að kaupverðið geti hlaupið á milljónum Bandaríkjadala.
Mest lesið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Lífið Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Lífið Hersir og Rósa eiga von á barni Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Lífið Stjörnu-barn á leiðinni Lífið „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Fleiri fréttir Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjá meira