Salt er ekki bara salt sigga dögg skrifar 30. mars 2015 11:00 Vísir/Getty Salt getur orðið til með uppgufun úr sjó eða með námugreftri úr sérstökum jarðlögum. Mismikið saltmagn er nú þegar í matvælum og getur þetta hlutfall verið hátt í tilbúnum matvælum og því ætti ekki að bæta aukalega við saltið og fylgjast vel með innihaldslýsingum. Salt er líkamanum nauðsynlegt, eins og Vísindavefurinn bendir réttilega á:Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO - World Health Organization) mælir með því að hver fullorðinn einstaklingur neyti allt að 5 gramma af salti á dag. Það er um 1 teskeið. Samkvæmt vefsíðu Heilaheill þá er hækkar saltneysla blóðþrýstinginn sem svo getur aukið líkurnar á heilaáfalli og hjartaáfalli. Því skiptir það máli að fylgjast með hvað við setjum ofan í okkur.Saltríkar fæðutegundir:Tilbúnar máltíðirPakka- eða dósa- súpur og sósurReykt og/eða saltað kjöt og fiskurTilbúnar sósur t.d. soya-, pasta-, chili- og tómatsósa auk annarra tilbúinna sósaBrauðDósamatur t.d. bakaðar baunir, kjöt og fiskurBrauðálegg t.d. ostur, kjöt- og fiskiáleggUnnar kjötvörur t.d. pylsur, beikon, salamí, peperóní o.fl.Kartöfluflögur, saltstangir og saltaðar hneturKjöt-, fiski- og grænmetiskrafturKryddblöndurMorgunkornÞað þarf ekki að hætta að borða saltríkar fæðutegundir heldur aðeins að takmarka magn þeirra og borða þær kannski sjaldnar.Gott er að hafa í huga að oft er hægt að fá sambærilega vöru en með minna salti.Salt er gjarnan notað í mat til auka geymsluþol þess en einnig til að draga fram bragð úr öðrum kryddum eða matnum sjálfum.Ráðlagður dagskammtur barna af saltiVísir/SkjáskotEf þú kaupir tilbúna matvöru og vilt kynna þér saltmagnið þá getur þú notað eftirfarandi viðmið og er þá miðað við salt í 100gHátt er meira en 1.5 g salt í 100g ( eða 0.6g sodium).Lágt er 0.3g salt eða minna í 100g (eða 0.1g sodium)Lestu á umbúðir, yfirleitt er saltmagn gefið upp í natríum (Na+) en 1 gramm af natríum samsvarar 2,5 grömmum af salti. Börn þurfa minna salt en fullorðnir og ungabörn sem eru á brjósti fá nóg salt úr brjóstamjólkinni svo það á alls ekki að salta matinn þeirra og skoða vel saltmagn tilbúins mat ef þau fá slíkan mat.Ein leið til að draga úr saltneyslu er að bæta því ekki við eldaðan mat en einnig má hafa eftirfarandi atriði í huga: • Minnka skammta af osti, kjöt- og fiskiáleggi sem almennt er saltað þ.e. nota áleggið eins og krydd á brauðið og nota með grænmeti eða ávexti. • Borða minna og sjaldnar af reyktum- og söltum mat. • Ekki salta með kjöt-, fiski- eða grænmetiskrafti eða tilbúnum sósum sem notaðar eru í matargerð og reyna að velja saltminni tegundir. • Velja saltsnauð krydd og hrein jurtakrydd eins og papriku, basilikum, karrí, hvítlauk, chillí, sítrónu eða mismunandi pipar. • Velja ókryddað kjöt eða fisk í stað forkryddaðra matvæla, það er alltaf betra að stjórna sjálfur magni salts. Þá getur einnig verið gott að prófa að skipta út venjulegu borðsalti fyrir grófara salt líkt og sjávarsalt eða bleikt Himalayan salt sem er talið eitt það hreinasta salt sem til er. Heilsa Matur Mest lesið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Tónlist Snerting ekki tilnefnd til Óskars Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
Salt getur orðið til með uppgufun úr sjó eða með námugreftri úr sérstökum jarðlögum. Mismikið saltmagn er nú þegar í matvælum og getur þetta hlutfall verið hátt í tilbúnum matvælum og því ætti ekki að bæta aukalega við saltið og fylgjast vel með innihaldslýsingum. Salt er líkamanum nauðsynlegt, eins og Vísindavefurinn bendir réttilega á:Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO - World Health Organization) mælir með því að hver fullorðinn einstaklingur neyti allt að 5 gramma af salti á dag. Það er um 1 teskeið. Samkvæmt vefsíðu Heilaheill þá er hækkar saltneysla blóðþrýstinginn sem svo getur aukið líkurnar á heilaáfalli og hjartaáfalli. Því skiptir það máli að fylgjast með hvað við setjum ofan í okkur.Saltríkar fæðutegundir:Tilbúnar máltíðirPakka- eða dósa- súpur og sósurReykt og/eða saltað kjöt og fiskurTilbúnar sósur t.d. soya-, pasta-, chili- og tómatsósa auk annarra tilbúinna sósaBrauðDósamatur t.d. bakaðar baunir, kjöt og fiskurBrauðálegg t.d. ostur, kjöt- og fiskiáleggUnnar kjötvörur t.d. pylsur, beikon, salamí, peperóní o.fl.Kartöfluflögur, saltstangir og saltaðar hneturKjöt-, fiski- og grænmetiskrafturKryddblöndurMorgunkornÞað þarf ekki að hætta að borða saltríkar fæðutegundir heldur aðeins að takmarka magn þeirra og borða þær kannski sjaldnar.Gott er að hafa í huga að oft er hægt að fá sambærilega vöru en með minna salti.Salt er gjarnan notað í mat til auka geymsluþol þess en einnig til að draga fram bragð úr öðrum kryddum eða matnum sjálfum.Ráðlagður dagskammtur barna af saltiVísir/SkjáskotEf þú kaupir tilbúna matvöru og vilt kynna þér saltmagnið þá getur þú notað eftirfarandi viðmið og er þá miðað við salt í 100gHátt er meira en 1.5 g salt í 100g ( eða 0.6g sodium).Lágt er 0.3g salt eða minna í 100g (eða 0.1g sodium)Lestu á umbúðir, yfirleitt er saltmagn gefið upp í natríum (Na+) en 1 gramm af natríum samsvarar 2,5 grömmum af salti. Börn þurfa minna salt en fullorðnir og ungabörn sem eru á brjósti fá nóg salt úr brjóstamjólkinni svo það á alls ekki að salta matinn þeirra og skoða vel saltmagn tilbúins mat ef þau fá slíkan mat.Ein leið til að draga úr saltneyslu er að bæta því ekki við eldaðan mat en einnig má hafa eftirfarandi atriði í huga: • Minnka skammta af osti, kjöt- og fiskiáleggi sem almennt er saltað þ.e. nota áleggið eins og krydd á brauðið og nota með grænmeti eða ávexti. • Borða minna og sjaldnar af reyktum- og söltum mat. • Ekki salta með kjöt-, fiski- eða grænmetiskrafti eða tilbúnum sósum sem notaðar eru í matargerð og reyna að velja saltminni tegundir. • Velja saltsnauð krydd og hrein jurtakrydd eins og papriku, basilikum, karrí, hvítlauk, chillí, sítrónu eða mismunandi pipar. • Velja ókryddað kjöt eða fisk í stað forkryddaðra matvæla, það er alltaf betra að stjórna sjálfur magni salts. Þá getur einnig verið gott að prófa að skipta út venjulegu borðsalti fyrir grófara salt líkt og sjávarsalt eða bleikt Himalayan salt sem er talið eitt það hreinasta salt sem til er.
Heilsa Matur Mest lesið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Tónlist Snerting ekki tilnefnd til Óskars Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira