Lífið

„Við erum að gengisfella hefndarklám“

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Björt Ólafsdóttir og Adda Þóreyjardóttir Smáradóttir.
Björt Ólafsdóttir og Adda Þóreyjardóttir Smáradóttir. Vísir
Brjóst íslenskra kvenna hafa verið í aðalhlutverki á netinu seinasta sólarhringinn en upphafið má rekja til þess þegar Adda Þóreyjardóttir Smáradóttir birti mynd af brjóstunum á sér á Twitter. Hún tók myndina hins vegar fljótlega út þegar henni var bent á að myndbirtingin gæti komið í veg fyrir skiptinám hennar til Kosta Ríka.

„Ég tvítaði um það hvernig skólastjórinn myndi bregðast við ef ég myndi gera þetta. Yrði ekki harðar tekið á því en með stráka og þá byrjaði umræða sem endaði með því að ég póstaði mynd af brjóstunum mínum,“ segir Adda og bætir við að í kjölfarið hafi hún fengið neikvæðar athugasemdir.

„Einhver voru komment á brjóstin. Af hverju myndi manneskja pósta svona ljótri brjóstamynd af sér en önnur voru meira um af hverju maður myndi gera þetta, hver er ástæðan fyrir að vera að pósta þessu. Fólk var til dæmis að segja að þetta væri athyglissýki sem er bara út í hött.“

Fanndís Birna Logadóttir og Bóel Sigríður Guðbrandsdóttir.Vísir
Brjóst eru ekkert til að skammast sín fyrir

Femínistafélag Verzlunarskóla Íslands auglýsti Free the Nipple-daginn upphaflega og fleiri skólar og hópar fylgdu í kjölfarið. Þá var dagurinn mjög sýnilegur á samfélagsmiðlinum Twitter en á Facebook og Instagram eru myndir af þessu tagi ekki leyfðar.

Bóel Sigríður Guðbrandsdóttir er formaður Femínistafélags Verzló og Fanndís Birna Logadóttir er meðlimur í félaginu. Aðspurðar hvort þær séu ekki hræddar um að einhverjar stelpur sem settu myndir af sér á netið eigi eftir að sjá eftir segir Fanndís:

„Já og nei. Þetta er eitthvað sem þú ættir ekki að sjá eftir. Ég póstaði svona mynd og ég hugsaði bara „Djöfullinn, á ég eftir að sjá eftir þessu eftir einhvern tíma?“ En svo hugsaði ég að það skipti ekki máli. Við erum að gengisfella hefndarklám og þetta er að gera miklu meira en við höldum að þetta sé að gera. Þannig að þetta er alls ekki eitthvað til að skammast sín fyrir.“

Þingmaðurinn gat ekki annað en staðið með menntaskólastúlkunum

Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, er ein þeirra sem tók þátt í Free the Nipple-deginum.

„Mér finnst brjóst ekkert tiltökumál, þannig lagað séð , en sumum finnst það, og sumir nota brjóstamyndir af stelpum aðallega til þess að kúga þær og smána þær á samfélagsmiðlum. Þegar hugrakkar menntaskólastúlkur koma og standa með sinni kynsystur, svona eins og þær gerðu í gær, að þá fannst mér ég ekki geta gert annað en að standa með þeim,“ segir Björt.

Ísland í dag fjallaði um Free the Nipple-daginn og má sjá innslagið í heild sinni í spilaranum hér að neðan.


Tengdar fréttir

Ætla berbrjósta í Laugardalslaugina og vilja þig með

Þrjár íslenskar stúlkur, sem urðu fyrir því að Facebook eyddi út #FreeTheNipple viðburði á þeirra vegum, standa fyrir sundferð í Laugardalslaugina í kvöld. Hvetja þær alla til að láta sjá sig og flagga fögrum brjóstum.

Berbrjósta í lauginni

Þrjár íslenskar stúlkur stóðu fyrir sundferð í Laugardalslaugina í kvöld en hvöttu þær alla til að láta sjá sig og flagga fögrum brjóstum.

Brjóstamyndirnar komnar á Deildu

Einn notandi Deildu.net hefur deilt myndum af íslenskum berbrjósta konum og hafa nú þegar notendur síðunnar byrjað að hala efninu niður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.