Lífið

Nýtt lag frá Vök

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Meðlimir Vök
Meðlimir Vök mynd/héðinn eiríksson
Hljómsveitin Vök hefur sent frá sér nýtt lag af væntanlegri EP plötu sinni. Lagið nefnist „If I Was“ og er það fyrsta lagið sem við heyrum af EP plötunni „Circles“ sem kemur út 15. maí.

Vök er skipuð Andra Má Enokssyni, Margrétri Rán Magnúsdóttur og Ólafi Alexander Ólafssyni.

Upptökur og upptökustjórn var í höndum hljómsveitarmeðlima en Biggi Veira oftast kenndur við GusGus sá um hljóðblöndun og hljómjöfnun.

Vök vakti mikla athygli þegar þau komu fyrst fram á sjónarsviðið og sigruðu Músíktilraunir 2013. Plötufyrirtækið Record Records gerði samning við sveitina um útgáfu á EP plötunni „Tension“ sama ár. Platan hefur hlotið mikil lof bæði hér heima sem og erlendis. Melódísk raftónlist með saxafónsveiflum þykir óvenjuleg og frumleg blanda en um leið hefur Vök þó verið líkt við sveitir á borð við Air, Portishead og The xx.

Vök kom fram á Eurosonic tónlistarhátíðinni nú í janúar þar sem Ísland var fókusþjóð hátíðarinnar. Vök er á lista yfir þau bönd sem fengu flestar bókanir í kjölfarið og er líklegt að þau komi fram á yfir 10 tónlistarhátíðum víðsvegar um heiminn í sumar.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.