Þrír skiptinemar hlupu í Color Run: "Mun meiri skemmtun heldur en íþróttakeppni“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 20. mars 2015 18:54 Guðbergur, Jóhanna og Anna tóku þátt í Color Run. Þrír íslenskir nemar í Kaliforníu keyrðu til Las Vegas í lok febrúar til að hlaupa í The Color Run sem fram fór þar í borg. „Við heyrðum af þessu hlaupi sem verður á Íslandi í sumar og áttuðum okkur á því að við myndum ekki vera komin heim þegar hlaupið fer fram,“ segir Guðbergur Ingi Ástvaldsson sem er í skiptinámi við University of California at Santa Barbara þennan veturinn ásamt Jóhönnu Karen Birgisdóttur kærustu sinni. „Við fórum inn á heimasíðu The Color Run og sáum auglýst hlaupið í Las Vegas. Okkur fannst tilvalið að fara og skoða borgina og næturlífið í leiðinni,“ bætir Jóhanna við en hún stundar fjarnám við Háskóla Íslands.Selfie mynd að hlaupi loknuEitt stórt, hamingjusamt partí Alls voru á bilinu 7-8.000 manns sem hlupu í Las Vegas en gert er ráð fyrir samskonar fjölda í hlaupinu sem fram fer hér á landi. „Ég upplifði hlaupið eins og eitt stórt og hamingjusamt partí, þar sem allur aldur getur tekið þátt og notið sín. Það var svo mikil gleði og hamingja í loftinu að maður gat ekki annað en smitast. Ég var brosandi hringinn allan tímann,“ segir Anna Hafþórsdóttir sem einnig er í skiptinámi í tölvunarfræði við sama skóla og hljóp ásamt þeim Guðbergi og Jóhönnu í Las Vegas. „Þetta var minna um að hlaupa en ég hafði haldið. Mjög margir löbbuðu þessa 5 km. Þetta virðist snúast meira um upplifunina heldur en að vera góður í að hlaupa.“ The Color Run er ekki hefðbundið kapphlaup heldur er hlaupið í gegnum litarhlið á 1 km fresti þar sem skvett er á hlaupara litapúðri í öllum regnbogans litum. „Ég vissi ekki að liturinn væri í duft formi, þannig að það kom mér á óvart. Ég bjóst við hálfgerðri málningu og var við öllu búin. Það er eitthvað svo fáranlega skemmtilegt við það að láta fólk kasta yfir sig lit og glimmeri á meðan maður hleypur í gegnum hrúgi af fólki sem gefur manni high five. Mér leið eins og krakka sem fær að hoppa í polla og drullumalla án þess að vera skammaður.“Við upphaf hlaupsinsMunu hlaupa á Íslandi haldi hlaupið áfram „Á tímabili var ég að velta mér upp úr lit á götunni. Þetta var mun meira partý og gleði heldur en íþróttaviðburður. Ég svitnaði álíka mikið í partýinu eftir á og við að hlaupa. Þar var spiluð tónlist á risasviði, meiri litum spreyjað yfir mann og hlauparar að búa til litasprengjur. Það var mikið dansað og hoppað,“ segir Anna. Jóhanna tekur undir með Önnu að það hafi komið á óvart hvað það voru margir sem löbbuðu. „Við vorum búin að tala um að koma okkur í gott form fyrir hlaupið og vorum búin að fara út að skokka hérna heima sem við hefðum ekkert þurft að gera. Það kom líka á óvart hvað það var auðvelt að hlaupa þessa fimm kílómetra. Við vorum ekki beint að spretta þetta og við hægðum á okkur í gegnum hliðin þar sem litnum er kastað á mann. Þetta var svo gaman og maður var alltaf svo spenntur að komast að næsta hliði að maður pældi ekki mikið í hlaupinu.“ The Color Run verður haldið í Los Angeles í júní og eru þremenningarnir staðráðnir að hlaupa aftur í því hlaupi. „Við verðum nýbúin í prófum þegar það er, væri gaman að fagna próflokum í L.A. röndóttur og sveittur. Ef þetta heldur áfram að vera haldið á Íslandi næstu árin mun ég líka pottþétt hlaupa á Íslandi,“ segir Anna að lokum. Tengdar fréttir Uppselt í forsölu á litahlaupinu Forsala byrjaði fyrir helgi á The Color Run sem verður þann 6. júní 2015 og er greinilega mikill áhugi hjá íslendingum fyrir þessum litríka viðburði. 4. desember 2014 17:13 The Color Run í fyrsta sinn á Íslandi Sex tonn af litapúðri eru á leið til landsins. 16. janúar 2015 15:50 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Fleiri fréttir Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Sjá meira
Þrír íslenskir nemar í Kaliforníu keyrðu til Las Vegas í lok febrúar til að hlaupa í The Color Run sem fram fór þar í borg. „Við heyrðum af þessu hlaupi sem verður á Íslandi í sumar og áttuðum okkur á því að við myndum ekki vera komin heim þegar hlaupið fer fram,“ segir Guðbergur Ingi Ástvaldsson sem er í skiptinámi við University of California at Santa Barbara þennan veturinn ásamt Jóhönnu Karen Birgisdóttur kærustu sinni. „Við fórum inn á heimasíðu The Color Run og sáum auglýst hlaupið í Las Vegas. Okkur fannst tilvalið að fara og skoða borgina og næturlífið í leiðinni,“ bætir Jóhanna við en hún stundar fjarnám við Háskóla Íslands.Selfie mynd að hlaupi loknuEitt stórt, hamingjusamt partí Alls voru á bilinu 7-8.000 manns sem hlupu í Las Vegas en gert er ráð fyrir samskonar fjölda í hlaupinu sem fram fer hér á landi. „Ég upplifði hlaupið eins og eitt stórt og hamingjusamt partí, þar sem allur aldur getur tekið þátt og notið sín. Það var svo mikil gleði og hamingja í loftinu að maður gat ekki annað en smitast. Ég var brosandi hringinn allan tímann,“ segir Anna Hafþórsdóttir sem einnig er í skiptinámi í tölvunarfræði við sama skóla og hljóp ásamt þeim Guðbergi og Jóhönnu í Las Vegas. „Þetta var minna um að hlaupa en ég hafði haldið. Mjög margir löbbuðu þessa 5 km. Þetta virðist snúast meira um upplifunina heldur en að vera góður í að hlaupa.“ The Color Run er ekki hefðbundið kapphlaup heldur er hlaupið í gegnum litarhlið á 1 km fresti þar sem skvett er á hlaupara litapúðri í öllum regnbogans litum. „Ég vissi ekki að liturinn væri í duft formi, þannig að það kom mér á óvart. Ég bjóst við hálfgerðri málningu og var við öllu búin. Það er eitthvað svo fáranlega skemmtilegt við það að láta fólk kasta yfir sig lit og glimmeri á meðan maður hleypur í gegnum hrúgi af fólki sem gefur manni high five. Mér leið eins og krakka sem fær að hoppa í polla og drullumalla án þess að vera skammaður.“Við upphaf hlaupsinsMunu hlaupa á Íslandi haldi hlaupið áfram „Á tímabili var ég að velta mér upp úr lit á götunni. Þetta var mun meira partý og gleði heldur en íþróttaviðburður. Ég svitnaði álíka mikið í partýinu eftir á og við að hlaupa. Þar var spiluð tónlist á risasviði, meiri litum spreyjað yfir mann og hlauparar að búa til litasprengjur. Það var mikið dansað og hoppað,“ segir Anna. Jóhanna tekur undir með Önnu að það hafi komið á óvart hvað það voru margir sem löbbuðu. „Við vorum búin að tala um að koma okkur í gott form fyrir hlaupið og vorum búin að fara út að skokka hérna heima sem við hefðum ekkert þurft að gera. Það kom líka á óvart hvað það var auðvelt að hlaupa þessa fimm kílómetra. Við vorum ekki beint að spretta þetta og við hægðum á okkur í gegnum hliðin þar sem litnum er kastað á mann. Þetta var svo gaman og maður var alltaf svo spenntur að komast að næsta hliði að maður pældi ekki mikið í hlaupinu.“ The Color Run verður haldið í Los Angeles í júní og eru þremenningarnir staðráðnir að hlaupa aftur í því hlaupi. „Við verðum nýbúin í prófum þegar það er, væri gaman að fagna próflokum í L.A. röndóttur og sveittur. Ef þetta heldur áfram að vera haldið á Íslandi næstu árin mun ég líka pottþétt hlaupa á Íslandi,“ segir Anna að lokum.
Tengdar fréttir Uppselt í forsölu á litahlaupinu Forsala byrjaði fyrir helgi á The Color Run sem verður þann 6. júní 2015 og er greinilega mikill áhugi hjá íslendingum fyrir þessum litríka viðburði. 4. desember 2014 17:13 The Color Run í fyrsta sinn á Íslandi Sex tonn af litapúðri eru á leið til landsins. 16. janúar 2015 15:50 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Fleiri fréttir Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Sjá meira
Uppselt í forsölu á litahlaupinu Forsala byrjaði fyrir helgi á The Color Run sem verður þann 6. júní 2015 og er greinilega mikill áhugi hjá íslendingum fyrir þessum litríka viðburði. 4. desember 2014 17:13
The Color Run í fyrsta sinn á Íslandi Sex tonn af litapúðri eru á leið til landsins. 16. janúar 2015 15:50