Leikjavísir

Dust farinn að skila CCP hagnaði

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP, í var í viðtalið við bandarísku tölvuleikjasíðuna Polygon í dag.
Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP, í var í viðtalið við bandarísku tölvuleikjasíðuna Polygon í dag.
Leikurinn Dust 514 frá íslenska tölvuleikjaframleiðandanum CCP er farinn að skila hangaði til fyrirtækisins. Þetta upplýsti Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP, í samtali við bandarísku tölvuleikjasíðuna Polygon í dag.

Leikurinn fór illa af stað en ef marka má Hilmar þá blæs nú byr í seglin og leikurinn orðinn að tekjulind fyrir fyrirtækið. „Ég get sagt þér að Dust er arðbær fyrir CCP,“ sagði hann við Polygon þegar hann var spurður út í leikinn.

Fyrir ári síðan þegar Eve Fanfest var síðast haldið var annað hljóð í stjórnendum CCP varðandi Dust-leikinn. Aðspurður um hvað hafi breyst síða þá segir Hilmar: „Átta uppfærslur, mjög hæfileikaríkt, og metnaðarfullt og einbeitt teymi, og sú staðreynd að við sitjum hér ári síðar og leikurinn er arðbær.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.