Lífið

Með þungvopnuðum mótorhjólamönnum og berbrjósta konum í Kansas

Tökumaðurinn Bergsteinn Björgúlsson vinnur nú að heimildamynd hans og ljósmyndarans Spessa Hallbjörnssonar um mótorhjólamenningu í Bandaríkjunum. Þeir fóru til Kansas í tökur en Besti eins og hann er jafnan kallaður segir það hafa verið eins og að fara aftur í tímann.

,,Þetta eru bara menn sem elska byssur, Bush og herinn og hata svertingja og mexíkóana. Og konur eru bara til þjónustu. Eiga bara að koma með bjór og sýna á sér brjóstin þegar beðið er um,” segir Besti. ,,Hvar sem við komum á þessum mótorhjólabörum þegar þeir sáu að við vorum með myndavél þá bentu þeir á kellinguna sína og hún sýndi á sér brjóstin. Af því það var bara það sem hún átti að gera. Þetta var absúrd óþægilegt.”  

En það eru ekki bara fornaldarviðhorf gagnvart konum sem koma íslendingum spánskt fyrir sjónir þarna ytra. Það þykir til dæmis ekkert tiltökumál að vera vopnaður öllum stundum.

Besti verður í viðtali í Fókus á Stöð 2 á laugardagskvöld, og í broti úr þættinum hér fyrir ofan má meðal annars sjá viðmælanda hans ræða það að hann hafi fengið sér 9 mm byssu því hann vantaði eitthvað nett til að vera með því vinnunni.

,,Þeir hafa sagt sig frá hefðbundnu samfélagi og díla um sín mál sjálfir,” segir Besti. ,,Það er eitthvað bræðralag sem þeir virða en ef einhver brýtur þeirra reglur þá ertu bara drepinn, það er svo einfalt.”

Fókus verður á dagskrá Stöðvar 2 kl. 20.05 á laugardag


Tengdar fréttir

Hljóp allsber úr Norrænu

Starf leikarans er ekki alltaf dans á rósum. Þessu fékk Kjartan Guðjónsson að kynnast við tökur á gamanþáttunum Hæ Gosa í Færeyjum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.